Tuesday, September 21, 2004

Vírus í augað!

Juminn, haldiði að maður hafi ekki fengið vírus í augað í gær og þurfti að fara á spítalann og alles. Fékk Garðar félaga til að hlaupa í skarðið á Dubliner og hékk hálftímunum saman uppi á slysó að lesa Séð og heyrt síðan ´97 - með öðru auganu.
Kom svo heim um hálfeitt og sá þá (með öðru auganu) eitt fyndið í sjónvarpinu - júdó blindingja á ÓL fatlaðra. Ísland hlýtur að eiga góðan cjéns á fötluðu ÓL því hér er einn öryrki á hverja tólf vinnandi menn. En þetta blindingjajúdó var fyndið. Alltíkei þó maður geri grín að blindum, ekki lesa þeir bloggið, hehe. Hreint ótrúlegt þó að menn láti ekkert stoppa sig í júdóinu, eins og að halda áfram þó maður sjái ekkert, dáist pínu að því. Eða eiginlega mikið.
Hvað um það.
Ísland hefur aldrei getað, og mun aldrei geta, neitt á venjulegu ÓL. Við fengum jú brons í júdó sjáandi 1984 og silfur í einhverri asnalegri íþrótt fyrir hálfri öld, en höfum unnið gull og gersemar á fötluðu ÓL. Ég sé fyrir mér stórkostlegan árangur í utanhússblindskák lesbískra rauðhærðra dverga með kryppu í ár. Hættum þáttöku í venjulegu ÓL og eyðum meiru í afreksfólk okkar í íþróttum fatlaðra, þau eiga það skilið. Hinir geta borgað sitt íþróttabrölt sjálfir, ekki eru þeir fatlaðir, geta stundað fulla vinnu og allt.
Tékkiði svo á blindingjaskets Villa og Péturs á buff.is.
Að lokum vil ég benda á að ég er að skrifa bók um fetish. Hún heitir "Sýg hæl".

1 Comments:

Blogger Ingolfur said...

Vá hvað ég er sammála þér með Ólundarleikana. Gangi þér vel með augað.

10:50 PM  

Post a Comment

<< Home