Thursday, October 14, 2004

Bleikur heima

Djöugglins, ligg bleikur heima. Ekkert gaman af deginum í dag, með hausverk og kallaði "Evrópa" ofan í klósettið í morgun þegar ég skilaði morgunmatnum þangað út sömu leið og hann kom inn. Samt var ég alveg edrú í gær og allt. Best að vera bara fullur á hverju kvöldi, þá er bara þynnka að manni daginn eftir og maður kann nú allnokkur ráð við henni.
Notaði því daginn vel og góndi á nokkrar vel valdar dvd-ræmur. Njósnarinn sem kom inn úr kuldanum með Richard Burton fór á fóninn og er hún tær schnilld, þrjár stjörnur af fjórum (bara hommar gefa í fimm stjörnu kerfinu). Gömul og svarthvít og svartsýn, Berlínarmúr og njósnarar. Einhvernveginn ekki ósvipuð Funeral in Berlin ef einhver hefur séð hana. Day after tomorrow kláraði ég, en ég gafst upp á henni í gær, einmitt sökum hausverks og almenns aumingjaskaps. Hún sleppur, tvær stjörnur (eftir Megas). Svo var það Wonderland og hún er snilld, þrjár drullukökur af fjórum. Val Kilmer að leika John Holmes. Minnir mig á að smíðakennarinn minn í gaggó hét Jón Hólmgeirs, þið getið ímyndað ykkur hvað við krakkarnir kölluðum hann.
Vona að ég verði hressari á morgun, nenni ekki að vera veikur. Það er hundleiðinlegt, maður kemst ekki í vinnuna og ekkert gaman.
Veriði hress, ekkert stress, fariði í rassgat!

5 Comments:

Blogger Olga Bj� said...

Láttu þér batna, bleiki kaddl. :)

Hei, Stebbinn sagði mér einhvern tímann frá því þegar þú og konan þín voruð að byrja saman að þið væruð rosa sætt hobbitapar.
Bara vegna þess komst þú fyrst upp í hugann þegar ég var að lesa um Bilbo Baggins í The Hobbit og skrifaði riterð um hana í dag. Ingvar í aðalhlutverki, algjör hetja að berjast við rauðan dreka og kveða rímnagátur við Gollum.....stuð.

11:21 PM  
Anonymous Anonymous said...

Er þessi Jón Hólmgeirs þá með mjög stórt tippi?

11:32 AM  
Blogger Ingvar Valgeirsson said...

Jón Hólmgeirs var jú smíðakennari og má þar með leiða líkur að því að hann hafi haft almennilegt "verkfæri". Vil annars taka fram að hann var gríðarlega viðkunnanlegur kall, almennilegur og góður smíðakennari. Vona að honum líði sem best í dag og hafi það gott.

12:56 PM  
Anonymous Anonymous said...

"Það er hundleiðinlegt, maður kemst ekki í vinnuna og ekkert gaman."
djössins kjaftæði, þú ert að farast úr ánægju og ég sé fyrir mér gleðitárin í augunum þegar þarmahreinsunin fer fram. Drekkur kók og horfir á bíó í stað þess að gera gagn. Þiggur svo líka laun fyrir.
Þetta eru bara hliðarverkanir af þinni krónísku geðveiki og íhaldsmenn fá svona aukaverkanir annað slagið yfir öllum rembingnum við að réttlæta sínar illgjörðir, þó þetta séu meira og minna samviskulaus kvekendi. Svo þýðir ekkert að ljúga svona um einhverjar svarthvítar ræmur þegar allir vita að þú ert að kíkja á þína uppáhlandsleikkonu, hana Jennu af Jamesonættini sem skýrir varnarviðbrögð líkamans við allri spennunni, gubb og æla, algjör þvæla.
Eins og vinur minn góður sagði: segðu bara satt þarna gungan þín og drusla og viðurkenndu áhorf þitt.
Þinn kæri bróðir, Arnmundur réttsýni.

4:44 PM  
Blogger Ingvar Valgeirsson said...

Jenna er ekki mitt uppáhald af Jamesonættinni, það er systir hennar, flaska af Jameson. Annars eru skemmtilegar myndir af Jennu með gítar á www.jacksonguitars.com, þó við vitum jú öll að konur kunna ekki á hljóðfæri.

12:58 PM  

Post a Comment

<< Home