Friday, October 15, 2004

Dópsalalistinn góði

Alveg "eitur" snjallt hjá Birni nokkrum Sigurðssyni að birta lista yfir "dópsala" á internetinu nú nýverið. Hann kveður þetta gert af góðum hug og almenningi til upplýsingar, en margt gríðarlega vont hefur verið gert af "góðum hug" gegnum tíðina, til að mynda krossferðirnar og helförin.
Listinn samanstendur af nokkrum nöfnum, ýmist fullum nöfnum eða ekki, fornafni og heimilisfangi eða jafnvel bara fornafni. Listann segist birtandinn hafa unnið með hjálp dópsala og viðskiptavina þeirra (æðislegir heimildamenn) auk þess sem hann birtir fornöfn tveggja lögreglumanna sem hann segist hafa heimildir fyrir að vinni með fíkniefnasölum, eða eins og hann sjálfur orðar það svo snilldarlega "Lögreglumenn sem margir. sögðust fá uppl. hjá. Og bar ég það upp á þá báða". Málfar og stafsetning Björns er nefnilega á svipuðum standard og hjá átta ára misþroska nýbúa.

Þegar menn hafa séð Punisher-myndina eða lesið Mack Bolan bækurnar einum of oft og ætla sér að taka lögin í sínar hendur með þessum hætti er margs að gæta. Mér fannst eittalltaf svo magnað í hvoru tveggja Mack Bolan-bókunum og Punisher-blöðunum. Það var alltaf regla númer eitt að saklausir skyldu aldrei verða fyrir tjóni, því þá væru böðlarnir engu betri glæpamönnunum. Þessu hefur Björn ákveðið að sleppa með öllu eða hreint ekki áttað sig á. Nokkur nöfn eru þarna nefnd sem eru lesendum DV að góðu (eða kannski frekar illu) kunn, eins og t.d. Maitsland-tvíburarnir geðþekku. Hafa þeir hlotið dóma fyrir líkamsárásir og fleiri miður skemmtileg verk. Önnur nöfn, minna kunn, eru einnig talin upp. Tökum dæmi.
Án frekari útskýringa, heimilisfangs, kennitölu eða lýsingar er nefnd Berglind Jónsdóttir. Segjum sem svo að ein þeirra sé að selja fólki ólyfjan, sem er þó ósannað með öllu. Þá held ég að aðrar sem bera þetta nafn, sem eru tæplega sjötíu, séu hest til foj í dag. Önnur nöfn eru nefnd sem gætu átt við mun fleiri en meinta dópsala, séu þeir á annað borð sekir!
Svona vinnubrögð hafa væntanlega ekki önnur áhrif en þessi;
1. Björn þessi fer í djeilið fyrir rógburð og mannorðsmorðstilraun. Vist verður honum þar daufleg, því þar er fullt af alvöru dópsölum, sem hafa verið sakfelldir fyrir rétti og vilja gjarnan rétta honum hjálparhönd - í magann.
2. Netverjar hafa í nokkrum tilfellum heimilisföng sölumanna dauðans og ef einhverjar þessaraa eiga við einhver rök að styðjast er jú verið að auðvelda aðgang ungviðisins að ólyfjan í ómældu magni.
Og hananú og ekki orð um það meir!

2 Comments:

Blogger DonPedro said...

Umræðan er góð. Listinn kannski síður, en tilgangurinn helgar meðalið. Tala nú ekki um ef lögregluspilling og annað krassandi kemur upp á yfirborðið.

12:34 PM  
Blogger Ingvar Valgeirsson said...

Pési sæll, "tilgangurinn helgar meðalið" er frasi sem varð jú til hjá spænska rannsóknarréttinum. Við munum nú öll (eða réttara sagt höfum lesið um) hvað þeir voru hressir og gerðu mörg góðverk.
Þó lögreglumenn séu misjafnir að gæðum eins og annað fólk treysti ég því embætti mun betur til að standa uppi í hárinu á þessu fólki en þessum Birni, sem virðist jú vera sirka ólæs og skrifandi.
Aðalgallinn við þennan lista er að þarna er nefnt fólk sem á sér alnafna í ómældu magni um víðan völl og það fólk gæti jú orðið fyrir gríðarlegu ónæði vegna þessa.
Annars eru jú margir sem sjá lítið athugavert við að fullorðið fólk selji öðru fullorðnu fólki eitthvað sem það vill kaupa, á verði sem það er tilbúið að greiða, en það er kannski annað mál.

12:54 PM  

Post a Comment

<< Home