Friday, October 01, 2004

Föstudagurinn fyrsti okt

Sæl og bless - suð (noise reduction). Mig langar dýrslega til að benda á að hljómsveitin mín er að spila á Dubliner um helgina og með mér verða Kiddi Gallagher, Stebbi Stuð og (Þv)Egill Rafns, sem ég hef aldrei spilað með áður, svo ég muni til.
Mun ég þar vígja nýja 5150 - magnarann minn (http://peavey.com/products/shop_online/browse.cfm/action/details/item/00324010/wc/1A1B221/fam/TA/tcode/1/5150.cfm)
og verður það eflaust gaman.
Komið öll annaðhvort í kvöld eða annað kvöld, annars verð ég BRJÁLAÐUR!!!

3 Comments:

Blogger Ingolfur said...

Ööö við bræður fjölmenntum á Dubliners gagngert til að sjá frænda en komum að tómum kofunum. Það var þó ekki búið að opna upp er við áttum leið um.

10:10 AM  
Anonymous Anonymous said...

Hverjum er ekki andskotans sama um það Ingólfur????????????????????????????????????????????

11:06 AM  
Blogger Ingvar Valgeirsson said...

En Ingólfur, elsku frændi, af hverju beiðstu ekki bara og fékkst þér brennivín? Aldrei hefurðu nú þótt leiðinlegur með víni og hebbði ég haft gaman af að hitta þig!
Komdu bara á Grundarfjörð á laugardaginn.

11:18 AM  

Post a Comment

<< Home