Wednesday, October 27, 2004

Góðan dag!

Halló, kæru lesendur nær og fjær, til sjávar og sveita!
Biðst innilega vélmyrðingar á hvursu lengi (með Síðan skein sól) ég hef verið fjarverandi. Ástæðan er ekki ritstífla heldur allheiftarleg hægðartregða.
Síðan ég bloggaði síðast hefur ýmislegt gerst. Ekki raðað í mikilvægisröð, nema það fyrsta.
1. Karen Ylfa Jóadóttir er hressari í Boston og er það mikið gleðiefni.
2. Airwaves gekk yfir og ég sá ENGA hljómsveit. Rétt náði í bláendann á einhverjum kvartandi blökkumönnum með plötuspilara. Spilaði sjálfur bara á Döbblíner og var hress.
3. T-Rex effektarnir mínir eru komnir til landsins. Hlakka mikið til að fá þá í hendur.
4. Ég hrundi í það á ammæli Péturs og kom heim um miðja nótt blindfullur, sem er ekki sniðugt þegar maður skildi vakna með barni klukkan sjö og fara svo hress í vinnuna.
5. Ég átti brúðkaupsafmæli í fyrradag og bauð kerlu út að éta og svo fórum við pínu niður í bæ. Verður að fóðra hana og viðra annað veifið.
6. ÉG Á AMMÆLI Í DAG!!!

11 Comments:

Anonymous Anonymous said...

Til hamingju ammilið elsku kúturinn minn.

Bryn.

11:37 AM  
Anonymous Anonymous said...

Endurtek það sem ég sagði í dag sem var að árið 1790 var meðalaldur íslenskra karlmanna 31 ár sem þýðir að þú værir orðinn elliær, gamalmenniððitt, hebbðirðu fæðst aðeins fyrr. Hinsvegar unnu menn mikið og voru útslitnir á þrítugsaldri þá sem er nú annað en segja má um þig, íhaldsplebbinnðinn.
Til hamingju samt með daginn en það er sama sagan, helvítis frost á fróni þegar eitthvað stendur til hjá þér.
Að Helga hafi haldið út árið í staðfestri sambúð með þér er náttúrulega kraftaverk og ætti hún skilið bæði friðar- og frumurannsóknarverðlaun Nóbels fyrir.
Til hamingju samt með pappírsbrúðkaupið.
Þér er ekki fyrirgefið að detta svona í það í ammæli Pésa litla því þegar ég kom eldandskoti snemma á laugardagsmorgun að líta eftir Stebba stuð júníor var ekki búið að hella upp á kaffi eða neitt sem er náttúrulega til fyrirmyndarskammar.
Svo óska ég þér til hamingju að hafa verið nokkurnveginn þátttakandi í erveifs sem spilandi þynnkudraugur á Dubliners og erlendir pennar haldið að þar færi afkvæmi Sigurrósar og Ramones.
Þú skánar ekkert með aldrinum en það er ok.
Arnmundur segir: Lifi fokkíng byltingin.

5:46 PM  
Blogger Ingvar Valgeirsson said...

Þakka ykkur fyrir. En Arnar, þú getur tekið þessa byltingu og troðið henni upp í taðraufina á þér, trompaði truntukomminnðinn.
Dýrkum Davíð!
Ingvar Exdé.

6:09 PM  
Anonymous Anonymous said...

Þið bræður eruð fínir, enda báðir frændur mínir, en Arnmundur reyndar aðeins meiri, þar sem hann hefur verið það lengur. Ég vil hinns vegar óska þér Ingvar Arinbjörn til lukku með daginn, og taka heils hugar undir með það hjá Arnmundi að ef þú hefðir fæðst fyrr, væriru líklega eldri.

HP

6:44 PM  
Blogger Olga Bj� said...

Manni bara stórlétti og það losnaði um allar stíbbblur þegar maður sá nýtt blogg. En nóg um þann mann.

TIL HAMINGJU MEÐ DAGINN ELSKU KADDLINN!

Þú ert öðlingur, hvort sem þú ert orðinn elliær 1790 eða rétt svo þriðjungur árið 2004.
Haltu áfram á sömu brautum, troðnum og ótroðnum, því hvort sem þér líkar betur eða verr, þá ertu geðhjálp af bestu gerð.
Það ættu allir að eiga einn Ingvar.

Kveðja
Orgelið

12:37 AM  
Anonymous Anonymous said...

uuuuuuu... , Arinbjörn??

Trausti.

12:52 AM  
Anonymous Anonymous said...

hhí til hamingju með daginn Arnbjörn... má ég kalla þig BJÖSSA MUHWAHHHAHHHAHH...tíhí Donpedro

10:10 AM  
Anonymous Anonymous said...

Ritskoðun?

10:38 AM  
Anonymous Anonymous said...

....ég heiti Arinbjörn Arinbjarnarson
en hvorki kúldt né Shutt
sem bú´á númer 16
í sama hús´og ég
í sömu göt´og ég.........

Þú heitir ekki Arinbjörn frekar en ég heiti Eplakæfa Ostasultudóttir Krúsunklangsína Bangs.

Bryn.

12:49 PM  
Blogger Ingvar Valgeirsson said...

Þakka hlýlegar kveðjur og glaðleg orð. Afmælið var skemmtilegt, þúsundir manna flkktust á Dubliner og allir spiluðu svo ég þurfti ekki að spila neitt sjálfur eiginlega, enda var ég blindfullur.
Ingvar A. Valgeirsson.

3:00 PM  
Blogger Ingolfur said...

Innilega til hamingju með allt þetta íngvar minn.

10:45 AM  

Post a Comment

<< Home