Monday, October 18, 2004

Getraun Schmetraun, tilraun tvö

Nú verð ég að setja inn aðra getraun, því Filmusar-Pétur rótburstaði hina getraunina.
Úr hvaða bíómynd er þessi ágæta lína;

She was only the first.

Getraun eru engin, nema ást mín og almenn væntumþykja og máske bjúgverpill, ef ég á hann til.

5 Comments:

Blogger Pippi said...

Þetta er auðvitað úr bíómyndinni Rhinestone og setningin vísar til þess að þetta er bara fyrsta vonda myndin með Stallone. Ást takk fyrir.

3:29 PM  
Blogger Ingvar Valgeirsson said...

Þetta er að sjálfsögðu fullkomlega kol-andskoti-vitlaust hjá þér, Pézi minn. Þú ættir að skammast þín að þekkja þetta ekki, ég sem treysti á þig!
Til að gera þetta enn léttara má taka fram að Robert Shaw, sá stórgóði leikari, fór með setninguna í einu af burðarhlutverkum umræddrar kvikmyndar.

4:03 PM  
Anonymous Anonymous said...

1. Þetta var annaðhvort úr Don Juan de Marco eða einhverri ógeðs hryllingsmynd. Nema þetta hafi verið í einhverri klámmynd með Jennu vinkonu þinni Jameson og einhverjum raðriðli sem sagði þetta við vinkonu sína.
2. Svo kem ég með eina en maður segir reyndar verðlaun eru engin en ekki getraun eru engin. En þar sem þú ert semiþroskaheftur, allavega pólítiskt séð, eltist ég ekkert við það:
"I scream, you scream, we all scream for icecream".
Hver sagði þetta og hvaða indælis tónlistarmaður lék í myndinni?
Svo krefst ég þess að allir menningarvitar lesi greinina um van Gogh á kistan.is, og það var ekki meira að sinni.
JÚ, til hamingju með afmæli frænda þíns litla á Akureyri, sem heitir því guðdómlega fallega nafni Arnar og Smári í þokkabót.
Lifi byltingin.
AV

4:24 PM  
Blogger Ingvar Valgeirsson said...

Down by law með Tom Waits.
Má manni svo aðeins vefjast tunga um hurð í þynnkunni, kommasvíniðitt!

5:08 PM  
Anonymous Anonymous said...

...skamm og sussusvei hobbitinn minn kæri, þú verður að skrifa um eitthvað annað sem ég get fjargviðrast út í .....þessar bíómyndagátur eru alveg til að núlla mig þar sem ég er ein þeirra sem man ekkert stundinni lengur eftir að ég hef lokið að horfa á ræmu......man ekki hvað ég heiti einu sinni, hvað þá hvað ræman eða leikmennirnir hétu.....ÞESS VEGNA HRINGI ÉG ALLTAF Í ÞIG ÞEGAR MIG VANTAR AÐ VITA EITTHVAÐ UM BÍÓMYNDIR!!!

Gleðilegan jólasnjó! Brynklessa.

8:28 PM  

Post a Comment

<< Home