Tuesday, October 19, 2004

Getraunin

Um leið og ég biðst auðmjúklega afsökunar á gríðarklaufalegri aulavillu í fyrri pósti hvar ég skrifaði "getraun" í staðinn fyrir "verðlaun" vil ég einnig leiðrétta hvað skrifað var í öðrum pósti frá í gær. Ég kvað tónleika Stranglers vera í Smáralind, en þeir verða víst einhversstaðar í Smáranum. Í dag langar mig meira á Stranglers en Whitesnake.
Annars var setningin "She was only the first" úr myndinni JAWS. Robert Shaw sagði þessi fleygu orð um fyrsta fórnarlamb hákarlsins, algerlega grunlaus um að hann sjálfur yrði það síðasta.
Enginn hafði þetta rétt og því kem ég með gersamlega óþekkjanlega setningu úr stórgóðri mynd sem fæstir hafa séð.

"A writer? What do you have to write about? You're not oppressed. You're not gay."

Ef einhver hefur þetta kemur það til með að skjóta mér skelk í bringu.

8 Comments:

Anonymous Anonymous said...

Hér er skelkurinn, hlaðið, skjótið...Plafff

Orange County. Easy.

DonPedro

2:28 PM  
Blogger Ingvar Valgeirsson said...

Og Filmusar-Pétur er að rótbursta þetta alveg gersamlega!
Má geta þess að Jake Kasdan, leikstjóri Orange County, er sonur Lawrence Kasdan, leikstjóra t.d. Dreamcatcher og Silverado auk þess sem sá hefur framleitt myndir og tekið þátt í að skrifa handrit ekki ómerkilegri mynda en Star Wars (allavega Empire og Return of the Jedi)og Raiders of the Lost Ark.
Aðalhlutverkin í Orange County eru í höndum Colin Hanks(sonur Tom), og Jack Black (ekkert skildur Frank).

3:26 PM  
Blogger heida said...

Stranglers eru betri en Whitesnake, Ingvar minn, í Smáralind eða Smára, og með eða án Stóra Kornbrunns (Hugh Cornwell....æ, þessi var slappur)

7:14 PM  
Anonymous Anonymous said...

Það er bara rétt af því að Steve Vai er ekki með.

7:38 PM  
Blogger Ingvar Valgeirsson said...

Stranglers og Whitesnake eru báðar betri og hvorug betri en hin, þó sveitirnar séu eins gerólíkar og rokksveitir geta verið. Mér finnst t.d. Sailing ships með Whitesnake betra en Dutchess með Stranglers, en mér finnst líka No more Heroes með Stranglers betra en Bad Boys með Whitesnake... svona er þetta.
Ég vona bara heitt og innilega að eitthvað breytist í dagsetningum svo ég geti séð báðar sveitirnar.

10:03 AM  
Anonymous Anonymous said...

Það er nú ekkert ........frændi minn skaut einu sinn stelk í bringu.

Bryn.

10:06 AM  
Anonymous Order Pills Antibacterial said...

Keep up the good work.

12:21 PM  
Anonymous Anonymous said...

It was very interesting to read about this in your article. blood pressure Read a useful article about tramadol tramadol

3:17 PM  

Post a Comment

<< Home