Monday, October 04, 2004

Helgi Hjörvar

Rak augun í mynd af Helga Hjörvari í Fréttablaðrinu á laugardag. Undir myndinni stóð að hann hefði gengið á dyr. Þar sem maðurinn er sjóndapur hélt ég að hann hefði kannski labbað á eitthvað og meitt sig, en það var öðru nær. Honum hafði bara leiðst í vinnunni af því honum líkuðu ekki skemmtiatriðin og ákveðið að fara með nokkrum vinum sínum, þ.á.m. Steingrími J. Sigfússyni. Skemmtilegt, því Steingrímur reif kjaft (sem hann er jú alvanur að gera) fyrir fáum árum yfir að forsætisráðherrann þáverandi hafði verið fjarverandi við bókakynningu. Væri ekki sjálfsagt að almenningur gæti gert þá kröfu að þingheimur mætti í vinnuna, fyrst þeir eru jú á launum hjá okkur. Loksins þegar Halldór Blöndal segir eitthvað af viti, sem mér vitandi hefur ekki gerst áður, verður allt dýrvitlaust og menn fara heim.

0 Comments:

Post a Comment

<< Home