Monday, October 04, 2004

Hestur

Einu sinni átti ég hest
ofurlítið fjólubláan.
Það var sem mér þóti verst
þegar hann horfði á Falcon Crest.

2 Comments:

Anonymous Anonymous said...

Einu sinni átti ég hest
ofurlítið skjóttan
það var sem mér þótti verst
þegar mamma skjóttann.

Samanber þegar faðir þinn skaut kattarkvikindið hér um árið sem hefði verið þér til mikillar skemmtunar hefðirðu verið fæddur, sem þú varst ekki.

Doddi litli datt í dý
og meiddi sig í fótnum
hann varð aldrei uppfrá því
jafngóður í fótnum.

Doddi litli fékk sér drátt
og batnaði í fótnum
hann varð alltaf uppfrá því
jafngóður í fótnum.

Sá að þú varst farinn að tala vel um Halldór Blöndal, fíbbl of the fíbbls hér í klausu. Þér er fyrirgefið því þú hefur greinilega ekki fengið mikinn svefn að undanförnu. Meira að segja farinn að senda saklaus börnin í kirkju til að fá frið við að horfa á einhvern ófögnuð í imba. Þú ert greinilega orðinn ruglaður og þar að auki pólitískur froðuhaus, en samt er þér fyrirgefið - greyið.

4:20 PM  
Blogger Ingvar Valgeirsson said...

Bróðir sæll, ég var nú ei að tala vel um Dóra Blö, ég sagði að þá sjaldan hann segði eitthvað af viti yrðu menn dýrvitlausir. Ræða Dóra var jú það eina gáfulega sem ég man eftir að hann hafi látið út úr sér.
Synd og skömm að hann skuli vera meðlimur í illskásta flokknum. Hann má þó eiga það að hann er á skárri stað í pólítík en þú, kommasvíniðitt.

9:17 PM  

Post a Comment

<< Home