Tuesday, October 19, 2004

Leiðindafréttir

Var að fá heldur betur leiðinlegar fréttir áðan frá Bjarna, vini mínum og trúbróður staðföstum. Þannig er að Jói, bróðir hans og aldavinur minn, og Kata, hans ektakvinna og aldavinkona mín, eignuðust tvíbura á dögunum. Fyrir fáum dögum kom svo í ljós að önnur tvíburanna (stelpur, sko... eins og mamma sín og tvíburasystir hennar) er með hjartagalla og þurftu því foreldrarnir, ásamt tvíbbunum spánýju, að rjúka upp í næstu vél til Boston. Þar er víst eitt albesta sjúkrahús í hinum vestræna heimi og því er jú stefnan tekin þangað.
Vona ég og bið að þetta fari nú alltsaman á hinn besta veg svo grey Kolbrún, eldri dóttir þeirra hjóna - sem var skilin eftir hjá afa og ömmu - sjái foreldra og systur aftur sem fyrst.
Þetta er allt hið yndislegasta fólk og hef ég þekkt Bjarna og Jóa og þeirra foreldra síðan ég man eftir mér fyrst og Kötu (og Kollu, tvíburasystur hennar) síðan early 80´s.
Bíð frekari frétta og vona það besta.

1 Comments:

Anonymous Anonymous said...

Sendi hlýjan huga.

Brynhildur.

10:03 AM  

Post a Comment

<< Home