Thursday, October 21, 2004

Ómega

Eitt sem er hálfleiðinlegt stundum við að hafa skoðun er að það eru oft margir aðrir á sömu skoðun, oft er það fólk sem manni hreinlega líkar ekki allskostar vel við. Til dæmis er ég öfgahægriplebbi, en svo leiðinlega vill til að sumir skoðanabræður mínir eru hreint ekki menn að mínu skapi - margir þó, en ekki allir.
Ein trúi ég á Guð og tel hann hreint magnaðan, en það gera líka menn sem ég er ekki alltaf sammála um alla hluti, jafnvel menn sem ég tel að ætti að loka einhversstaðar inni á góðum stað og fleygja lyklinum út í gallfúlasta og fjarlægasta hafsauga.
Einn þeirra er Eiríkur á Ómega.
Myndi ég ekki gráta mjög þótt hann flytti sig um aldur og ævi til Syðri-Fjarskanistan og lifði þar sem einbúi.
Hann var í oggolitlu viðtali í gær í gæðablaðinu DV, hvar hann sagði frá því að Ómega hyggði á landvinninga utan Frónsins. Sendingar yrðu gegnum gerfihnött til austurlanda, yrði væntanlega byrjað á Afganistan. Þó yrðu útsendingar þar að sjálfsögðu ekki á íslensku "heldur á ensku eins og gefur að skilja"... HÁLFVITI!!!
Það er ekki eins og mikið fleiri afganir (svartir?) skilji ensku en íslensku. Það er ekki eins og almenningur þarna hafi alist upp á Hollívúddmyndum, rokktónlist og öðru því sem kenndi okkur molbúunum ensku í æskunni, og ekki hefur almenningur þarna - sérstaklega ekki konur - gengið í háskóla svo neinu nemi.
Svona plebbar...
Annars eru gríðarlegar gleðifréttir af Karen Ylfu Jóa og Kötudóttur, en læknar í Boston voru víst að komast að því að sjúkdómsgreining var kolröng (eða kraftaverk jafnvel hafi átt sér stað - Guð er nú magnaður þó honum þyki vænt um Eirík) svo þetta er jú ekki jafn alvarlegt og menn héldu í fyrstu. Bíð spenntur nánari frétta.
Innslagið með gleðifréttina er seinni partur bloggsins í dag vegna þess að ég var búinn að skrifa hitt þegar ég las gleðifréttina á blogginu hennar Kollu (kovido.blogspot.com).
Takk fyrir það;
Hemmi Gunn

1 Comments:

Anonymous Anonymous said...

...Hei það er nú ekkert....hann Ingvar litli á afmæli á miðvikudaginn næstkomandi (27.10.2004) eigum við að halda fyrir hann mjö mjö óvænt partý?

Brynmylsna.

1:14 PM  

Post a Comment

<< Home