Monday, October 04, 2004

Rokk og ról á Bar Satans

Nú, mikið var rokkað á Djöflíner um helgina. Flygill Rabbs, nýi maðurinn í hópnum, fór aldeilis hamförum á trommusettinu (og samförum á klósettinu) og rokkaði stórbeinótt. Fiftívonnfiftíinn stóð sig einnig þrátt fyrir tilfinnanlegan skort á klínsándi, en hver þarf svoleiðis?
Skemmtilegt frá að segja að ég horfði á myndina Godsend á fimmtudaginn, en hún fjallar um hjón sem missa barn og klóna það svo með miður skemmtilegum afleiðingum. Varð það til þess að ég lá meira og minna andvaka aðfaranótt föstudags. Var svo að spila til kl. 5 á laugardagsmorgun og vaknaði kl. 7 þegar gamla fór á skauta. Rétt dottaði smá um daginn og fór svo að spila um kvöldið, vopnaður ofsjónum og þreytu. Lékum til kl. að verða 5 og svo beint heim og nái að sofa í smástund áður en kerla mín fór í skólann (sunnudagaskóli í Kennó). Henti svo eldri stráknum í kirkju kl. 11, þeim yngri til afa og ömmu skömmu seinna og lá svo andvaka allan daginn. Tók frí í gær og ætlaði aldeilis að sofa, en eftir að hafa horft á CSI í gær, hvar Grissom og félagar rannsökuðu morð á ungbarni, sem var skilið eftir í bíl í hitabylgju, lá ég andvaka fram á morgun. Er svo að spila í kvöld. Þið finnið mig í niðursprautun á deild 32 C á geðdeildinni á morgun, syngjandi jólalög.
Mynd dagsins er Manhunter eftir Michael Mann, hvar William Peterson (Grissom í CSI) eltist við Rauða Drekann. Var seinna endurgerð sem, jú, Red Dragon. Sjáið hana eða bíðið bana.

1 Comments:

Blogger Gauti said...

Manhunter já . . búnað sjáana . . rauði drekinn einmitt leikinn af Tom Noonan sem leikur líka klisjulega vondakallinn the Ripper í "Last action hero" . . sem var líka fín mynd hvað sem hver segir .. "I just shoot somebody . . and i did it on purpose . . i said i just killed a man and i wan´t to confess !!!" . . hihi

10:11 PM  

Post a Comment

<< Home