Saturday, October 16, 2004

Íþróttir schmíþróttir

Langar aðeins að minnast á landsleikinn, sem ég einmitt horfði ekki á. Ég er nefnilega þess eðlis að mér finnst ekkert gaman að horfa á aðra sprikla. Mig langar að benda á að við skíttöpuðum. Með "við" meina ég íslenka liðið, sem hvorki ég né mitt fólk eigum nokkra aðild að. Þeir létu einhverja sósíalíska og Volvó-akandi undirmálsplebba sem tala óskiljanlegt hrognamál hreinlega þrykkja sig í ósmurðan þarminn. Íslenska liðið var rasskellt og áhorfendur grétu. Þá finnst mér gaman.
Það fékk ekki einhvern bévítans íþróttaálf ofan af því, strax daginn eftir að íslenska liðinu var nauðgað á vellinum, að minnast á það í fréttatíma að það þyrfti að byggja stærri völl svo fleiri gætu sinnt áhugamáli sínu, þ.e. horft á fótbolt á kostnað skattgreiðenda. Það er nebblega uppselt örfáu sinnum á ári og þessir íþróttahálfvitar, sem halda að heimurinn snúist í kringum þeirra áhugamál, vilja meiri hluta af skattpeningunum okkar - sem þeir hafa fullmikinn aðgang að nú þegar - í að stækka fargings völlinn! Til hvers? Svo fleiri geti séð með berum augum þegar gestir utan úr heimi valta yfir "strákana okkar" og sanna fyrir heiminum öllum að íslenskir íþróttamenn á öllum stigum geta ekki rassgat!
Ein tegund er af íslensku íþróttafólki sem virðist geta unnið til einhverra verðlauna og það eru fatlaðir. Vandamálið er að hinir ófötluðu virðast alltaf vera fatlaðir þegar þeir stíga fram og láta útlendinga rótbursta sig.
Ein hugmynd - minnkum framlög ríkis til þessa sprikls og aukum t.d. framlög ríkis til sveitarfélaga svo þau geti hækkað laun kennara og leikskólakennara - sem illu heilli þurfa alltaf að semja rétt á eftir kennurum og því er aldrei neitt eftir handa þeim.
Ef fólk vill eiga hobbí - sem íþróttir jú eru - má það borga fyrir það sjálft ellegar bara skokka í vinnuna og taka þrjátíu armbeygjur fyrir kvöldmatinn. Það kostar ekkert.
Vil að lokum minnast á það sem Barði í Bang Gang sagði þegar hann var spurður hvort hann ætlaði að fylgjast með ópíumleikunum nýverið. Svaraði hann að hann viðurkenndi gildi hreyfingar en sæi ekkert skemmtilegt við að horfa á annarra manna hlaup og sprikl. Það væri álíka gáfulegt að hans mati að fara niður í World Class með bjór og Doritos eins og að horfa á ópíumleikana.
Hananú, takk fyrir það, Hemmi Gunn og allir í stuði, blessóklessó.

1 Comments:

Blogger heida said...

helvítis íþróttir...alveg sammála!

8:59 AM  

Post a Comment

<< Home