Monday, October 18, 2004

Stranglers og Whitesnake

Nú berast þær fréttir að hljómsveitirnar Stranglers og Whitesnake séu báðar á leið til landsins. Það er gott, því báðar hafa verið í miklu uppáhaldi hjá mér á hinum og þessum tímapunktum ævi minnar. Stranglers var meira að segja einu sinni alveg uppáhaldshljómsveitin mín, rétt áður en ég fór að hlusta dolfallinn á Rush. Arnljótur, minn kommúníski eldri bróðir, átti fullt af plötum með þeim og sjálfur verslaði ég hvað uppá vantaði. Svo seinna meir komst Whitesnake í mikið uppáhald og varð ég voðaglaður þegar Steve Vai gekk í bandið því hann var líka uppáhalds. Sá Whitesnake í Reiðhöllinni ´90 en var fullungur til að sjá Stranglers þegar þeir komu, reiknast til að ég hafi verið 6 vetra gamall. Hvað um það...
Líkur eru á að Whitesnake sé að koma og verði í Kaplakrika 4. des. Var svo að heyra að Stranglers spili í - af öllum stöðum - SMÁRALIND! Líka 4. desember! Hvað á þetta að þýða eiginlega, báðir tónleikarnir sama kveldið og ég svo óheppinn að vera ekki Guð og því get ég ei verið á tveimur stöðum í einu. Ætli ég fari ekki á Whitesnake, það vantar náttúrulega aðalkallinn í Stranglers og ég fer helst ekki í Smáralind. Demitt. Fer svo bara út og sé Hugh Cornwell einhverntíma, hann er alltaf að.

0 Comments:

Post a Comment

<< Home