Tuesday, October 05, 2004

Um hest

Vil bara taka fram að ljóðið um hestinn hér að neðan á ekkert skilt við þær fréttir sem berast austan af landi að maður hefi verið handtekinn fyrir kynferðislega misnotkun á hesti. HVERSU FOKKDÖPP GETUR MAÐUR VERIÐ? Akkuru geturðu ekki bara sagst vera Elvis eins og allir hinir?
Í bræðslu með hann og það strax!
Þetta útálandilið, maður...
Annars kom hér geðlæknir einn í búð Tóna í dag, hann Binni fyrrum sambýlingur minn. Einu sinni bjuggum við saman á Rauðarárstígnum við mikla gleði, enda átti hann flottasta jólatré í heimi. Þá vorum við síðhærðir, aðallega hann. Nú er hann orðinn stuttklipptur geðlæknir og vinnur þá væntanlega við að sitja við hliðina á sófa.
Vorum við sammála um að eldri bróðir minn er pólítískt séð geðveikur.

6 Comments:

Anonymous Anonymous said...

Léleg eru ljóðin mín
og lítill á þeim klassi.
En ég þarf ekk´að skammast mín
því skýts er von úr rassi.


Kveðja, Brynfríður Brandhollt frá Bóndastöðum í ytri Akraneshrepp.

1:39 PM  
Anonymous Anonymous said...

Búfræðings búskapur
er béfaður og skytinn
meir´enn lítið myglaður
og moldóttur á litinn.

Brynhildur Bóndafrú Ottesen.

1:42 PM  
Anonymous Anonymous said...

Sko. nr.1 þá ættuð þið geðveikisfélagarnir aðeins a kíkja í eigin kopp varðandi álit á villuhugmyndum annara í sambandi við stjórnmál. Ef þessi örugglega annars ágæti félagi þinn er jafn ótrúlega einfaldur í skoðunum og þú varðandi það að stjórn og vinir stjórnar Sjálfsæ%29#fokksins séu í lagi, þá þurfið þið bara að fara að leggjast á bekkinn góða og ræða þetta saman. Þegar öll þrjú stjórnstigin sem eiga að vernda íbúa landsins fyrir... tja öllum Döbbum heimsins, og vinum þeirra, eru orðin jafnmenguð að græðgi of eiginhagsmunapoti, þá hlýtur það að fara að vera raunhæfur möguleiki að flytja til Burkina Faso hið sneggsta, þar sem þar hlýtur að ríkja eðlilegra lýðræði heldur en hér, þó ekkert sé!. Lengi lifi bróðir þinn (..hérna þekki ég hann eða áttu marga?) Allaveganna.... og varðandi greyið kallinn sem þótti vænt um hestinn sinn, er fólk ekki alltaf að ríða hestum?

Trausti.

8:34 PM  
Blogger Ingvar Valgeirsson said...

Jú,fólk er alltaf að ríða hestum,en fólk er vonandi siðsamara en svo að það sé alltaf að hafa mök við blessuð dýrin.
En datt í hug að minnast á tvo hluti sem D-listinn hafði í gegn á þingi(bara svona í fljótu bragði)- lögleyðing bjórsölu og frjálsir fjölmiðlar. Norðurljós mættu hugsa út í það, þó svo Sjallarnir hafi reynt að setja lög um eignarhald. Eitt fyndið - fjölmiðlafrumvarpið var sett fram eftir að þingsamþykkt var samþykkt um að sporna við auðhringjamyndun og skipta upp stórfyrirtækjum með markaðsráðandi stöðu. Flutningsmaður þeirrar tillögu - Kristinn H. Gunnarsson!
Kommarnir sökka og Dabbi rúlar!

8:37 AM  
Anonymous Anonymous said...

Sjálfstæðisins súpuflokk
sumir jafnan ala,
heimaskurar og hestafokk,
heimsk er mannsins tala.

Bryn.

11:38 AM  
Anonymous Anonymous said...

Ha?
Ingvar.

1:56 PM  

Post a Comment

<< Home