Tuesday, November 30, 2004

Pólítískt röfl nr. 2672743 og getraun í endann

Komiði sæl og takk fyrir alla þá súpu af misgáfulegum kommentum sem koma hér fram á bloggsíðu minni. Minni fólk á að það er dónalegt að kvitta ekki með nafni. Gerist það get ég sjálfur orðið dónalegur.
Vil ég geta þess að í lok þessarar færslu er getraun, en þið verðið að lesa ykkur gegnum hugrenningar mínar áður en að henni kemur.
Mikið hefur verið rætt og ritað, rifist og skammast um hinar aldásamlegu skattalækkanir sem ríkisstjórn vor er að berja í gegn þessa dagana. Hefur mun meira verið rætt um neikvæðar hliðar hennar, sem eru náttúrulega engar ef rétt er að staðið, en þær jákvæðu. Er það, að ég tel, vegna þess að fjölmiðlar landsins eru jú mun hallari undir stjórnarandstöðuna – sem lifir sig jú svo mikið inn í það nafn að þeir væru pottþétt á móti núverandi stjórn þó þeir fyndu lækninguna við krabbameini og uppskriftina að heimsfriði.
Ein megin”rök” vinstrimanna gegn skattalækkunum eru þau að lækkanir þessar komi einna helst til góða þeim sem mest hafa. Oftast er talað um þessa “sem mest hafa” í neikvæðum tóni, hvort sem þeir hafa eignast þetta “mest” með heiðarlegum hætti eður ei. Gleymist oft að þessir “sem mest hafa” er oftar en ei hið ágætasta fólk, sem á allt gott skilið. Fólk sem lagði á sig fjölmargra ára háskólanám og ómælda vinnu til að ná því að hafa þetta “mest”og á þar af leiðandi alveg skilið að njóta þess sem það vinnur sér inn án þess að ríkið hirði 40%. Auðvitað er þetta ekki algilt, en menn hljóta nú að sjá í hendi sér að það er tiltölulega eðlilegt að menn með átta ára háskólanám og gríðarlega ábyrgð beri meira úr býtum en lagerstarfsmaður hjá Bónus, sem hætti í skóla í níunda bekk.
Á sama tíma og Samfylkingarpakkið (jú, pakkið) röflar og grenjar (sem er það eina sem þau geta) um skattalækkanirnar, vilja þau að sama skapi lækka virðisaukaskatt á mat. Sagði Jóhanna Sigurðar meira að segja í ræðustól á hinu háa alþingi að lækkun matarskattar um sjö prósent myndi skila allt að þrjátíu prósenta lækkun til almennings. Held ég að meira að segja illa gefið sjö ára barn úti á landi sjái skýrt í gegnum þennan illa ígrundaða útreikning þessa fyrrum ráðherra.
Lækkun matarskattar væri eflaust hið besta mál yfirhöfuð, en myndi að sjálfsögðu gera best við þá sem mest hafa. Eflaust nýttist þetta vel áðurnefndum lagerstarfsmanni, en myndi skila mestum krónusparnaði til hinna áðurnefndu “sem mest hafa”. Það skal nefnilega enginn reyna að ljúga því að mér að lögfræðingur með 650,000-kall á mánuði fyrir skatt éti núðlusúpu og drekki með henni Bónuskóla.
Hvað um það, hér sé getraun:

Spurt er um bíómynd.
Myndin er gerð fyrir rúmum 20 árum.
Leikstjórinn var einn sá virtasti í bransanum, en er látinn. Ennþá virtur samt.
Myndin er byggð á skáldsögu, en rithöfundurinn hefur fyrir utan ritstörf fengist við leikstjórn og tónlist. Þykir fjölhæfur rithöfundur og er umdeildur.
Aðalleikarinn í myndinni á fleiri en einn Óskar – en enga Jónínu. Leikarinn þykir einn sá almagnaðasti í faginu.
Leikari, sem eitt sinn lék James Bond, leikur í myndinni.
Myndin, sem spurt er um, var seinna endurgerð.

Hver er ræman?
Verðlaun eru einmitt af verri endanum, hrollvekjan “Bunker” með Jason Flemyng á dvd-diski.

Friday, November 26, 2004

GAUTI VANN!

Ekki nóg með að Gauti hafi nýverið eignast stúlkukind í Danaveldi - nú bætir hann um betur og vinnur kvikmyndagetraun Ingvars! Betra gæti það ekki verið og á ég ei orð til að lýsa gríðarlegri heppni Gauta - að vera svona frábær. Hann á inni hjá mér Guinness, en hann verður að koma og ná í hann á Dubliner þegar ég er að spila. Myndin er, eins og Gauti sagði, Surviving the Game með Ice-T, Rutger Hauer, Gary Busey og fleiri góðum. Myndin er byggð á gamalli mynd, The most dangerous game, frá nítjánhundruðþrjatíuogeitthvað. Bónusstig - önnur þekkt mynd, gerð ári fyrir Surviving the game, var byggð á sömu mynd. Sú gerðist í New Orleans og er hress. Hvaða mynd er það?

Meiri getraun!

Nú, hann Filmusar-Pétur er alltof vel að sér um bíó, enda á hann eigið kvikmyndafyrirtæki. Fínt fyrirtæki, Filmus, sem gerði m.a. auglýsinguna með mér. Hann á nú inni hjá mér dvd-mynd og slöngu í brauði.
Nú, skýt ég á ykkur annarri getraun, verðlaun eru feitur Guinness á Dubliner einhverntíma þegar ég er að spila.

Heimilislaus og örvæntingarfullur maður, sem misst hefur allt sitt, er við það að fremja sjálfsmorð þegar ókunnur blökkumaður telur hann ofan af því. Sá ókunnugi býður honum þokkalega launaða vinnu utan borgarinnar. Þegar á staðinn er komið uppgötvar sá heimilislausi að hann er fórnarlamb fullkomlega samviskulausra manna sem ætla að myrða hann með köldu blóði - aðeins spennunnar vegna.
Myndin er uppfull af milliklassasjónvarpsleikurum og er gerð um miðjan síðasta áratug.
Leikstjórinn hefur mikið unnið í sjónvarpi, meðal annars leikstýrt þáttum sem njóta vinsælda hér á landi um þessar mundir, en einnig verið myndatökumaður í fjölda stórgóðra kvikmynda.

Þessi er erfið, ekki satt?

Thursday, November 25, 2004

GETRAUN!!!

Enn ein kvikmyndagetraunin!
Spurt er um bíómynd. Hún gerist í seinni heimsstyrjöldinni. Fjallar hún um hóp bandarískra hermanna, eilítið á annan tug, sem sendir eru yfir víglínuna með það að markmiði að fremja skýlaust brot á Genfarsáttmálanum, þ.e. að myrða með köldu blóði offisera í þýska hernum meðan þeir eru í leyfi í sumarhúsi nokkru ásamt konum sínum. Þetta er jú nokkuð sem er ómögulegt að flokka undir annað en stríðsglæpi.
Mennirnir hafa flestir verið leystir úr fangelsi fyrir ofbeldisverk af ýmsum toga og lofað frelsi fyrir þáttöku sína í þessu voðaverki.
Leikarar eru margir og misjafnir, einn var frægur ruðningskappi, annar betur þekktur sem leikstjóri, enn annar lék í heilli röð af grófum ofbeldismyndum og sá fjórði varð seinna gríðarlega þekktur og góðkunningi íslenskrar alþýðu sem lögregluforingi í geysivinsælum sjónvarpsþáttum.
Gerðar voru nokkrar framhaldsmyndir hvar einn leikaranna, sem hafði reyndar verið drepinn í fyrstu myndinni, fór með stórt hlutverk! Margt er jú skrýtið í kýrhausnum.
Hvað heitir fyrsta myndin ( hinar bera eiginlega sama nafn líka)?
Verðlaun eru dvd-mynd, á eftir að ákveða hvaða mynd, geri það seinna.
Bjarni Randver má ekki taka þátt í getraun þessari, þar sem ég veit að hann veit svarið. Hehe.

Wednesday, November 24, 2004

Ástþór

Ástþór segir að það sé að koma kjarnorkustríð. Úúúúú, hvað ég er hræddur...

Jólasveinn nær ljótum steliþjóf

Sjáið jóla góma bófa á http://enwhore.com/viewmovie.php?mid=247. Það er alveg málið fyrir Kringluna að hafa þennan jóla á launum!

Tuesday, November 23, 2004

Skattalækkun!!!

Komiði sæl.
Nú fyrir helgi bárust oss þær dásamlegu fréttir að vor bráðyndislega ríkisstjón, undir forystu hins síhressa Halldórs, ætlaði að lækka skatta! Eignaskattur verður með tíð og tíma afnuminn með öllu, tekjuskattur lækkaður í áttina að mannsæmandi prósentu og barnabætur hækkaðar verulega. Allt kemur þetta okkur vel, sérstaklega þeim sem minna hafa og fjölskyldufólki.
En hvað gerir stjórnarandstaðan? Verður rjúkandi vitlaus! Formenn þessara grábölvuðu kommúnistaflokka, Vinstri grænna og Samherpingarinnar, tala um fjárhagslegt glapræði og efnahagslegt sjálfsmorð og ég veit ekki hvað og hvað. Össur líkir Halldóri Ásgríms við jólasvein, gefandi gjafir sem hann hefur ekki efni á.
Gjafir! Það er ákveðið – og ekki degi of snemma – að ríkið hirði ögn minna af laununum okkar, sem við höfum unnið okkur inn í sveita vors andlits, og Össur kallar það gjafir! Takk kærlega fyrir að leifa mér að halda einhverju eftir! Mannandsk... er að sama skapi vitgrannur og hann er þéttholda... eða FEITUR!
Össur kveður skattalækkanir á þessum tímum alveg fráleitar og segir þær ekki ná nokkurri átt. Hinsvegar, ef ég man rétt, var eitt aðalloforð Samfylkingar einmitt að lækka skatta. Lofuðu þeir meira að segja meiri skattalækkun en nú hefur orðið raun, en fyrst einhver annar er að framkvæma það sem þeir lofuðu að gera er það glapræði og blablabla… HÁLFVITAR! Sumsé, annaðhvort er hann gersamlega að tala út um rassgatið – sem væri ekki í fyrsta skipti – eða þá að Samfylking hafði aldrei hug á að efna þetta kosningaloforð, sem kæmi heldur ekki á óvart.
Svo tala menn um að draga þurfi saman vegna þessa. Ég er með nokkrar hugmyndir þar að lútandi.
Hér er listi yfir nokkur atriði sem má athuga:

1. Listamannalaun. Leggja þau alfarið af. Ég vil ekki að skattfé mitt sé notað til að halda lífi í einhverjum listamönnum sem ekki geta selt verk sín, en þykjast of góðir til að fá sér bara vinnu eins og við hin.

2. Siglufjarðargöng. Slá þau af endanlega. Óþolandi tilhugsun að eyða eigi vel ríflega sex milljörðum (sex þúsund fokkings milljónir) í að gera lífið eilítið bærilegra fyrir fimmtánhundruð manna bæjarfélag sem er hvort eð er á leiðinni til andskotans og stendur að hluta til á snjóflóðasvæði.


3. Íþróttastyrkir. Ansi súrt að skattfé mitt sé notað til að niðurgreiða áhugamál ókunnugs fólks að mér forspurðum. Þetta íþróttapakk getur borgað fyrir sitt hobbí sjálft, rétt eins og ég greiði fyrir mín hobbí með míns eigins peningum.


4. Bændastyrkir. Hreint óskiljanlegt með öllu af hverju milljörðum er eytt í styrki til bænda. Ef þetta gengur ekki, þá fara menn á hausinn og fá sér aðra vinnu. Þetta er eins og hver annar bissniss, framleiða vöru og selja hana. Ekkert flókið og gengur víðsvegar um heiminn án þess að peningunum okkar sé mokað upp um alla afdali.

Eins og sjá má eru þetta aðeins fjögur atriði, lengi má eflaust halda áfram.Bara varð að hreinsa út…

Saturday, November 20, 2004

Kjósið Davíð

Idol er í sjónvarpinu í kvöld, fyrsti innringivalsþátturinn. Þar keppir maður að nafni Davíð, stór og mikill (feitur) og vinur minn.
Mér þætti æskilegt ef lesendur bloggs míns, nær og fjær, til sjávar og sveita, sæju sér fært að góna á þetta helvíti í kvöld og kjósa kappann. Þá væri hann einu skrefi nær ædoltitlinum, sem gæti gert hann ríkan og þá myndi hann kaupa meira dýrt í búðinni sem ég vinn í. Myndi það auka atvinnuöryggi mitt allnokkuð.
Sumsé, kjósið Davíð!
X-D!

Wednesday, November 17, 2004

Enn ein getraun! Jibbí!

Nú sé bíógetraun! Gleðjumst öll!
Úr hvaða yndælisbíómynd er eftirfarandi setning:

Broadsword callin Danny boy. Broadsword callling Danny boy!

Verðlaunin að þessu sinni eru ekki af verri endanum. Heilt og fast að því ónotað eintak af myndinni Little Nicky með hinum sívinsæla Adam Sandler í analhlutverki.

Kommentið svör og verið hress.

Nú þegar hefur enginn unnið verðlaun nema Pétur í Filmusi, ég skulda honum pylsu.

Tuesday, November 16, 2004

Kennarar

Alveg frábært múv hjá kennurum í gær að endanlega fyrirgera allri almennri samúð með því að skrópa í skólann. Æðislegt hjá þeim að senda heilar og hálfar hjarðir af börnum á aldrinum 6 til 15 ára heim til sín án þess að láta foreldra vita.
Einnig finnst mér það hrein snilld að sýna börnunum í verki hversu mikla virðingu við eigum að bera fyrir lögunum – þeð er í lagi að brjóta þau ef maður er bara ekki sáttur við þau sjálfur! Indælt fordæmi.
Í gær kom í búðina til mín maður nokkur að kaupa smávægilegt fyrir son sinn, á að giska átta vetra gamlan. Hann var ekki fyllilega sáttur við nýjustu aðgerðir kennara, þar sem hann hafði fengið símtal í vinnuna, þar sem nágrannakona hans – ekki kennari, ekki skólastjóri, heldur bara einhver kona í sama stigagangi – tjáði honum að drengurinn hans væri læstur úti og væri eitthvað að væflast á stigaganginum. Spurði hún manninn víst hvort hún ætti ekki að hirða krakkann inn og gefa honum kakó.
Tók svo steininn úr þegar eitthvert forsvarsfífl kennara, kerlingarbredda sem ég man ekki hvað heitir, sat fyrir svörum í sjónvarpinu í gær. Hún var þarna mætt í umræðurnar, blaðrandi út í eitt, en sagðist hafa verið of miður sín til að mæta í vinnuna um morguninn! Kona góð – ef maður er of miður sín til að mæta í vinnuna er maður varla í stuði til að vera svakahress í sjónvarpinu nokkrum tímum síðar – kerlingarhálfviti!
Kennarar eru jú fulllágt launaðir fyrir minn smekk, en svo virðist sem þeir hafi nú endanlega klúðrað almenningssamúðinni. Ferlega leiðinlegt, þar sem konan mín er á síðasta ári í kennó.Að lokum vil ég hrósa Söru, vinkonu minni. Hún var einmitt önnur tveggja kennara sem mættu í vinnuna í Lindarskóla í gær. Sara – þú ert frábær.

Friday, November 12, 2004

Fimmtudagskvöld og mig langar á ball

Lítur allt út fyrir að maður verði ekki að spila með Rut Reginalds og bassaleikandi blökkumanni í kvöld sökum tímaskorts við æfingar, þ.e.a.s. þar sem maður er í vinnu er ekki hægt að æfa klukkan hádegi alla daga. Annars skil ég ekki þetta með að æfa eitthvað, ég hélt að æfa væru hljómtæki!
Bara mæta, spila, gera stuð, drekka bjór og rukka feitt.
Jafnvel að Þór Óskar, vinur minn og félagi, bítti við mig, þar sem hann spilaði með þeim í gær og á að vera að spila á Viktor í kvöld, jafnvel að ég leiki bara þar og hann með þeim. Ég hef nefnilega aldrei spilað á Viktor, enég hef spilað með blökkumanni!
Ég lék nebblega með James Olsen hér í denn einhver skipti. Hann er hálfþýskur og hálfbandarískur, ættleiddur til Færeyja, flutti til Íslands að læra að syngja New Orleans jazz og endaði sem trommari í írskri þjóðlagaveit sem túraði Evrópu og flúði svo land (James, ekki hljómsveitin öll) til Danmerkur! Geri aðrir betur...
Saga af James. Við sátum einhverntíma blindfullir við barinn á Dubliner á mánudagskvöldi þegar maður kemur inn og biður um bjór. "Stóran eða litinn, ljósan eða dökkan?" spyr barþjónninn. Kúnninn svarar "stóran, dökkan, takk". James rífur þá í hendingu út á sér slátrið, veifar að kúnnanum og segir "stóran og dökkan, segirðu!"
Drakk ég aldrei aftur með honum.
Nú,jæja, best að gera eitthvað. Guð blessi ykkur öll og ykkar familíur.

Wednesday, November 10, 2004

Orðinn hress, ég fór í bað

Hressari í dag en í gær. Svaf smá í nótt og er því eins og nýsleginn túnfiskur. Þarf að fá að hætta fyrr í vinnunni til að fara á æfingu með einhverjum risastórum blökkumanni frá Los Angeles og Rut Reginalds, en við erum að fara að leika við fjórða mann á Dubliner annað kveld. Það verður eflaust bæði gaman og súrara en andsk...
Aldrei spilað með henni Rut, það verður fróðlegt, hún getur einmitt sungið eins og muða... reyndar eins og grandmuða, sem hún einmitt er. Annars kalla ég hana yfirleitt Róbert.
Nú, hún flutti inn þennan bassaleikara frá útlandi, hann er risastór og einmitt stór í bransanum þarna úti, hefur spilað með J-Lo, Alicia Keys og fleiri hundleiðinlegum væluskjóðum sem geta ekki rassgat. Ætli hann kunni Fjöllin hafa vakað?
Einn góður sem var á standöppþættinum á Poppvíti í gær...

Mér finnst gaman að borða KitKat. Samt ekki ef ég er með fjórum eða fleiri í hóp.

Kannski var hann ekki svo góður...

Madonna

Skemmtileg frétt á mbl.is í dag. "Madonna vill herinn burt frá Írak!" Ansi skemmtilegt, því margir pólítíkusar, stjórnmálaskýrendur og menn sem almennt vita örugglega meira um málið en hún hafa viðrað nákvæmlega sömu skoðun nú um alllangt skeið. Svo þykir allt í einu frétt þegar milliklassasöngglyðra, sem hefur ekkert gert upp á síðkastið nema gjöreyða leikstjóraferli eiginmannsins, fer eitthvað að tjá sig um málið. Það þykir frétt.
Annað fannst mér skemmtilegt við fréttina. Poppstjarnan segir nefnilega „Getum við ekki bara komið okkur á brott, þannig líður mér í sambandi við þessi mál.“
Jú, það er einmitt málið - stökkva af hólmi, þegar er búið að rústa öllu. Skilja við landið í því ástandi sem það er, terroristar vaða uppi, borgarastyrjöld og skemmtilegheit - þá væri einmitt tilvalið að drífa sig. Ég held að jafnvel rauðustu vinstrigrænir átti sig á því að það myndi síður en svo minnka skaðann að pakka niður og fara í einum grænum án þess að aðeins þrífa upp eftir sig fyrst, laga til, þurrka af og tryggja lágmarksöryggi borgara. En, nei, Madonna vill bara drífa herinn aftur heim.
Æðislegt þegar veruleikafyrrtar stórstjörnur, sem vita ekkert í sinn haus, eru að tjá sig opinberlaga um mál sem þau vita ekki rassgat um. Ég veit ekki hvort er verra, Madonna að ybba gogg eða fréttamenn að éta það upp eftir henni.
Madonna - leiðinleg söngglyðra, fínn veitingastaður.

Tuesday, November 09, 2004

Mjá

Var á leið til dagmömmunnar með Svepp litla áðan. Á leið þangað sáum við hvar stór og ljótur köttur gekk í áttina til okkar. Litli minn sagði - eins og hann gerir alltaf þegar hann hittir einhvern - "HÆ!" Kötturinn ljóti horfði á hann og sagði ekki neitt.
Þeir sem þekkja mig vita álit mitt á köttum. Þeir eru ekki nothæfir í neitt nema kannski til matseldar. Má súrsa þá alla lifandi mín vegna. En sonur minn er bara eins árs og þekkir ekki illsku heimsins og í sakleysi sínu verðu hann smá svekktur þegar hann fær ekkert svar við kveðju sinni.
Hann reynir aftur. "HÆ!"
Ekkert svar.
Þetta getur pirrað ungan mann illþyrmilega. Hann reynir í þriðja sinn. "HÆ!"
Kisi horfir á hann. "Mjá". Ofurlágt, varla greinanlegt.
Strákurinn brosir. Hann fékk svar. "Hæ" segir hann enn einu sinni og horfir svo í hina áttina.

Tíví

Er búinn að skemmta mér vel yfir imbanum í kveld. Fréttirnar gerðu mig glaðan, sérstaklega þegar forsætisráðherrann rassskellti "háttvirtan" þingmann Össur H. Skarphéðinsson.
Össur, eftir að hafa farið fram á að forsætisráðherra bryti lög með því að skipta sér af rannsókn sakamáls og framvindu þess fyrir dómi, ásakaði Halldór um að ganga erinda olíufélaganna. Össur ætti nú að vita að það hreinlega má Halldór ekki gera og væri það mun alvarlegir glæpur en nokkurt verðsamráð. Halldór varð ei glaður og sagði að það væri ljóst að fleiri en olíufélögin þyrftu að biðjast afsökunar. Ég er að verða kátur með hann þó ég hafi aldrei verið mikill aðdáandi hans eða hans flokks. Allir sem eru ósammála Össuri eru vinir mínir.
Nú, að afloknum fréttum hófst á Skjá einum hinn stórskemmtilegi Dead like me. Svabbi í Hrauni (hraun.tk) var búinn að mæla sterklega með þættinum og beið ég því spenntur og varð ei svekktur. Hvet landsmenn alla að fylgjast með.
Eru ekki annars allir í stuði?

Monday, November 08, 2004

Gaman og stuð!

Skellti mér í gallabuxurnar sl. laugardagskvöld, rölti niður á Amsterdam og hengdi framan á mig Music Man-gítarinn minn, plöggað í litla 15 watta Vox lampamagnarann og lék af Kjartans lyst með hljómsveitinni Buff þangað til klukkan sló alltofseint. Enginn mæk á magnaranum, bara sett í botn og gefið í, hljómaði um allan sal í góðum gír.
Uppsetningin vorum ég, Pétur, Bergur, Egill Rabbs og Einar Þór. Það var í góðu,nema hvað ég var settur við hliðina á Einar og veit því núna hvernig Birgittu líður við hlið Vignis í Írafári. Einar er nefnilega tveir metrar á hæð og ég... ekki.
Allavega, mikið stuð og nokkrir menn í Hogriders-jökkum á dansgólfinu þegar við lékum Brown Eyed Girl. Gaman. Lærði það líka að maður á aldrei að viðurkenna að hafa einhverntíma kosið Sjálfgræðingsflokkinn klukkan sjö að morgni á Amsterdam innan um milljón manns.
Af hverju heitir mótorhjólaklíka Hogriders? Svínsriðlar? Er ekki allt í lagi?
Nú, jæja, vaknaði í gær, klár og hress. Kláraði að horfa á Van Helsing og var nú ekki jafn hress eftir það. Bévítans hörmung er þetta, á botn tíu listanum mínum. Gott ef hún er ekki fyrir neðan Showgirls. Vona að aldrei verði gerð mynd númer tvö. Þá drep ég einhvern. Hræðileg mynd, ætti að banna hana innan áttatíu svo enginn sjái hana.
Lék svo á Dubliner í gær og var það með rólegra móti. Kann ég Atómstöðinni (hljómsveitinni, sko) bestu þakkir fyrir lán á boxum.
Blessóklessó.
P.s. Heiða vann botnunarkeppnina. Komdu og náðu í dvd-ið.

Friday, November 05, 2004

Donald og fleira

Verzlaði nýverið splunkunýja sjónvarpsversjón af Salem´s Lot með Rob Lowe og Donald Sutherland. Þriggja tíma vampírugaman. Skemmtilegt að sjá Donald Sutherland svona mikið upp á síðkastið, hann er nebblega æði. Alltaf fílað hann og fundist hann einna flottastur, þó ekki hafi hann verið talinn fríður.
Sjáið hann endilega í:

Fallen - hryllingsmynd með Denzel og fleirum.
Outbreak - ekkert sérstök ræma, en Donaldinn er manna kúlastur.
Citizen X - sannsöguleg mynd um barnamorðingja í fyrrum Sovét. Lagði sér stundum fórnarlömbin til munns.
Backdraft - Donaldinn alveg bilaður sem brennivargur.
Eye of the Needle - Donaldinn er hérna germanskur njósnari sem er sko vondur.
Invasion of the body snatchers - sjáið hana bara.
Eagle has landet - ein af uppáhalds stríðsmyndunum mínum. Donaldinn ásamt Michael Caine, Larry Hagman, nafna sínum Pleasance og fullt, fullt af stjörnum.
Don´t look now - ljót.
Klute - ásamt Jane Fonda, sem leikur mellu. Já, hún er hórumella í þessari mynd.
Dirty Dozen -lítið hlutverk, deyr í endann.

Annars er eitt sem ég var að hugsa um. Nú er verið að gera Kojak sjónvarpsmyndir með Ving Rhames, sem er einmitt blökkumaður. Kojak í gamla daga var Grikki. Þeir eru sjaldnast svartir.
Svo vill P. Diddy leika Bond. Bond hefur aldrei verið svartur, en P. Diddy er einmitt svoleiðis.
Fyrst blökkumenn vilja ráðast inn á hlutverk okkar eru hér nokkrar hugmyndir í hina áttina:

Kevin Kostner sem Shaft.
Charlize Theron sem Tina Turner.
Björn Jr. Friðbjörnsson sem Ike Turner.
Mike Meyers sem Malcolm X.

Takk og bless.

Wednesday, November 03, 2004

Brynka og bróðir minn

Það er svo gaman að sjá hér í kommentakerfi mínu hvernig fólk fer að kíta og skammast hvert út í annað. Það finnst mér skemmtilegt.
Sjálfur hef ég reynt að koma af stað rifrildum í annara manna kommentakerfum, aldrei haft erindi sem erfiði.
Býð ég mönnum hér fyrripart, sem, ef vel er botnaður, gæti skilað mönnum í verðlaun lítið notuðu eintaki af dvd-myndinni "Shockwaves" með Peter Cushing í analhlutverki.
Peter þessi er jú einna helst þekktur fyrir að leika Van Helsing hér á árum áður meðan Dracula var leikinn af Christopher Lee. Keypti einmitt Van Helsing myndina um daginn. Hún sýgur digran. Peter Cushing lék líka Tjörva Stórmoffa í fyrstu Star Wars-myndinni. Gafst sko ekki upp á henni, sá hana einmitt fyrst í bíó með bróður mínum ´78.
Annars - hér er fyrriparturinn:

Bróðir minn og Brynhildur
bæði eru biluð

og botniði nú.
Skal tekið fram að þarna er átt við Arnar, bróður minn. Hann er kommaskratti, en ágætisfýr þess utan.
Blogga meira síðar.
Bless.