Thursday, December 23, 2004

Jólabloggið

Jú, það eru að koma jól, ekki ber á öðru. Allt er brjálað í búðinni og því algert ábyrgðarleysi af mér að setjast niður og klína línum á skjá.

Jólagetraunin:

Hver syngur línuna "við fáum af því fréttir að hungursneyð ógni heilli þjóð" í laginu "Hjálpum þeim" frá 1986?

Verðlaun er ekki rassgat.

Sá skemmtilegan dóm um Birgittuplötuna áðan. Gagnrýnandi Moggans telur það alveg hræðilegt að helmingur laganna séu karókíútgáfur af hinum lögunum! Það eru tólf lög á plötunni - sem verður að teljast viðunandi magn - og svo útgáfur án söngs svo krakkarnir geti spreytt sig heima í miðju Ædól-æðinu. Þetta telur gagnrýnandinn ekki gott. Mér finnst þetta hinsvegar þrælsniðug hugmynd og veit að krökkunum - sem þessi plata er jú ætluð - líkar vel!

Hvað um það. Samstarfsmenn, ættingjar, vinir, meðspilarar, drykkjufélagar, barþjónar, leigubílstjórar, kunningjar og allir sem mér líkar vel við -

GLEÐILEG JÓL!!!


Nenni ekki að eyða pappír í jólakort svo hafiði það bara gott öll og borðiði mikið.
Jóla-Ingvar.

5 Comments:

Blogger Olga Bj� said...

Gleðileg jól sömuleiðis og haf þú og þín fjölskylda það sem best.

Voru ekki tveir aðilar sem sungu þessa línu á sínum hvorum staðnum í laginu?
Eíríkur Rauði og Bubbi Morthens.

Kveðja
Orgelið.

3:17 PM  
Blogger Ingvar Valgeirsson said...

Orgelið er alveg að neggggla þetta!
Jólin, Orgel!
I,

4:31 PM  
Blogger Ellen Alma said...

Gleðileg jól Ingvar minn :) *smúaaakkk*

4:50 PM  
Anonymous Anonymous said...

Mér finnst nú ósanngjarnt svona rétt fyrir jólin að vera að svara spurningum svona þegar verslunarfólk kemmst ekkert í það að hangsa í tölvum.. (nema Ingvar, þarf að kanna það) Gefa þessu svona 2-3 daga til að við vinnandi mennirnir eigum séns. Þá sjaldan maður hefur grun um svörin við spurningunum....
Traustileg jól allir.!

Gleði.

8:54 PM  
Anonymous Anonymous said...

....jól?...hvernig?...... hvað af hverju er enginn búin að segja mér af þessu......ég er stödd í ágúst......hver kom með allt þetta nammi hingað?
....oj!...vinnustaðurinn minn er að fyllast af konfektkössum.....hvaða rugl er þetta?.......og hver er þessi Birgitta sem þú ert alltaf að tala um?.......Ég sé ekkert fjall?????

Brynþynka.

1:45 PM  

Post a Comment

<< Home