Friday, December 31, 2004

Nú fokkings árið er liðið

Margt gerðist á árinu. Vinir og vandræðamenn í kringum mig eignuðust börn og sjálfur var ég bissí við að ala míns eigins upp. Kennarar fóru í verkfall og hösluðu smá launahækkun. Forsetinn neitaði að skrifa undir fjölmiðlalöginþví hann sagði að þau ljót. Hann sagði víst líka að það væri aumt að hlutur kvenna í ráðherrastöðum væri of lítill en gerði ekkert í því. Forsetinn skipar nefnilega ráðherra skv. lögum. Hann hinsvegar á náttúrulega að skipa þá ráðherra sem flokkarnir tilnefna - rétt eins og mannandskotinn á að skrifa undir þau lög sem þingið réttir honum. Menn voru drepnir um allan bæ og jafnvel að líkum manna væri sökkt í sæ í sjálfum heimabæ Einar Ágústs. Minnst á hann, hann komst á forsíður blaða og ekki fyrir tónlistarflutning. Ísland tapaði í Júróvisjón með einu leiðinlegasta lagi sem ég hef heyrt. Hreimur fór að vinna í búð. Neðansjávarjarðskjálftar sökktu fleiri tugum þúsunda manna í Asíu. Svo dó Jerry Orbach, sem lék Lenny Briscoe í Law and Order. Forsetafíbblið var endurkjörið hér á landi. Tom Cruise lék vondan kall í Collateral. Ég sá Duran í London, Deep Purple í Reykjavík og Stranglers í Kópavogi. Ég keypti mér Music Man Steve Morse gítar, Garrison kassagítar (í gær bara) og 5150 magnara. Ég klessti bílinn minn og skemmdi stuðarann. Eldri sonur minn varð unglingur - sá yngri eins árs. Ég fékk síma með myndavél í jólagjöf. Ég fór til Denmark með familíunni. Jói vinur minn fór til Ameríku með nýfædda tvíburana sína því önnur þeirra var veik. Fór allt skár en á horfðist. Jólalag Baggalúts var æði. Hansi kom tvisvar heim frá Kína. Ég dansaði við konuna mína í fyrsta og síðasta skipti. Pabbi varð sjötugur. Ég lærði að það á aldrei að kaupa mat af enskumælandi fólki í Englandi, bara innflytjendum, helst ólöglegum.
Man ekki fleira. Gleðilegt ár. Lifi íhaldið - dauði yfir kommana!

7 Comments:

Anonymous Anonymous said...

ónefndur auglýsingaleikstjóri sem ekki vill láta nafns síns getið minnir að þetta ár má ekki hverfa inn í ann-álana öðruvísi en tekið sé skýrt fram að leiklistarferillinn hófst fyrir alvöru á árinu. Gleðilegt Nýtt. P.

4:32 PM  
Anonymous Anonymous said...

Gleðilegtáringvarinnminn!

Bryn.

1:58 PM  
Blogger Ingvar Valgeirsson said...

Leiksigurinn hófst fyrir margt löngu með frábærri frammistöðu í stuttheimildarmyndunum Grínlaust og Vonlaust eftir Pétur Einarsson, a.k.a. P6. Hann er snillingur.
Myndirnar eru tímamótaverk ef marka má orð höfundar.
Vil biðjast afsökunar á hvað ég skrifa hægt, ég er puttabrotinn. Þið verðið bara að lesa hægar en venjulega.

11:16 PM  
Anonymous Anonymous said...

Bíddu fokkings árið liðið........og hvað??? Á svo bara ekkert að blogga meira á nýju ári???
Farðu nú að skrefa eitthvað venurinn svo þú missir ekki titilinn: Samviskusamasti bloggarinn.

Kveðja, Brynhildur bóndakona.

9:30 PM  
Blogger Ingvar Valgeirsson said...

Er puttabrotinn. Vélrita hægt. Erfitt að blogga. Mörgu frá að segja þó.

10:46 AM  
Anonymous Anonymous said...

Ég hlusta nú bara ekki á svona væl, þvílík sérhlífni!!!!
Það vantar á mig báðar hendurnar og líka rassinn, samt commentera ég á fullu, með tánum....liggjandi á herðablöðunum á meðan (ekki í merkingunni drukkin samt) með aðeins kertaljós til að lýsa upp herbergið og ylja mér við...........það er reyndar að brenna upp.......það er brunnið..........ekki er ég samt grenjandi.

Bryn, ekki alltaf grenjandi.

2:31 PM  
Blogger Gauti said...

Meira blogg !! . . ég er kominn með fráhvarfseinkenni !
og gleðilegt ár :) . . kem og kissi þig á bossann eftir 9 daga . . vííí

9:20 PM  

Post a Comment

<< Home