Monday, January 31, 2005

Járnfrúin og þorrablót

Var að spila ásamt Stebba Stuð, Aggli Rabbs, Halla Hólm og Bibba í Ber á skemmtilegasta þorrablóti mannkynssögunnar á laugardagskvöldið. Grundarfjörður var það, heillin, og ekki einn einasti gamli dans, vals eða pólki, bara tvöfaldur rokk í róli og gleði. Eddi, okkar maður á svæðinu, var oss innan handar og er leitun að minna stressuðum mönnum. Allt er svo mikið ekkert mál að það hálfa væri nóg. Tók Eddi einnig nokkur lög á trommurnar og gerði vel.
Verst að ég ætlaði að verða gersamlega á sneplunum, en mistókst. Orðinn gamall.
Heyrði svo á leiðinni heim að Iron Maiden væru á leiðinni til mín. Júnímánuður í Egilshöllinni og allir syngja með.

Friday, January 28, 2005

Kjósa í Ædolinu

Ritstjóri vefsíðunnar ingvarvalgeirs.blogspot.com (þ.e. ég) myndi líta á það sem gríðarstóran persónulegan greiða ef lesendur blaðursins gætu séð sér fært að kjósa Dabba feita í Ædolinu í kvöld. Það má með sanni segja að hann sé meiri maður en aðrir keppendur og karlmannlegri en hinn gaurinn. Sá er einmitt svo mikil kelling að Clay Aiken hefur efni á að segja að hann sé hommalegur.
Hvað um það, Dabbi skal það vera og ekki fokkings orð um það meir! Kjósum Davíð, X-D!
Annars kom hér inn maður í búð Tóna áðan og gaf mér nælu með mynd af Che Guevara með Mikka Mús-eyru. Er ég honum eilíflega þakklátur.

Thursday, January 27, 2005

Ekkert

Hef ekkert að segja. Skrifiði bara eitthvað skemmtilegt í kommentin.

Tuesday, January 25, 2005

Glæpir borga sig ekki

Íslenskir glæpónar hljóta að vera aðhlátursefni starfsbræðra sinna og systra um víða veröld. Bankaræningjar hérlendir eru kapítuli út af fyrir sig og efni í heila bók - sem væri væntanlega fyndnari en Hitchhiker´s guide flokkurinn í heild sinni - svo ekki sé minnst á axarmorðingjann sem rispaði fórnarlamb sitt rétt aðeins og lengi mætti halda áfram.
Nýverið brutust nokkrir félagar inn í byggingu og höfðu með sér tölvudót eitthvað, væntanlega eitthvað dýrt og flott. Löggan mætti á staðinn og rakti svo fótspor þeirra í snjónum - heim til eins þeirra!
Hvað um það, nú í fréttum dagsins segir af manni sem skaut sig svo svakalega í fótinn að það hálfa væri fullmikið fyrir minn smekk. Hann keypti sér forláta fartölvu á raðgreiðslum, tæpra 200,000 króna græju, og hugðist skipta á henni og kókaíni að andvirði 20,000 króna. Menn hljóta að sjá í hendi sér að þessi bissniss er nú ekki sá gáfulegasti.
Fyrst maðurinn gat keypt eitthvað á raðgreiðslum má reikna með því að VISA-kortið hans hafi verið í lagi og því vandalaust aða taka út fé í næsta hraðbanka og staðgreiða þannig efnið.

En hálfvitaskapurinn er ekki einu sinni byrjaður.

Þegar á hólminn (þó ekki Óla Hólm) er komið virðist sem rofi eitthvað til stundarkorn í höfði mannsins og hann hættir við. En það endist nú ekki lengi.
Hann fer heim til sín og félagi hans kemur í heimsókn og við það blossar um löngunin í ólyfjanina. Umræddur óreglumaður sendir því félagann á fund sölumanns dauðans með lapptoppinn góða og á sá að fá kókið í staðinn.
Þegar félaginn mætir svo ekki með dópið tekur hinn réttmæti tölvueigandi sig til og hringir á lögguna! Hann viðurkennir að hafa aldrei ætlað að borga tölvuna, kærir félaga sinn fyrir að hafa ekki komið með ólyfjanina og vill fá tölvuna til baka, eða allavega dópið!
Jú, alveg indælt.

Slater

Haldiði að það hafi ekki verið hreinlega ráðist á minn mann, Christian Slater, í London! Einhver karltussa reyndi að stinga hann með hnífi, en varð ekki bíllinn úr því spartlinu.
Slaterinn er í talsverðu uppáhaldi hjá mér og hefur verið alveg frá því ég sá True Romance hér í eina tíð. Snilldar-fokkings-ræma.
Hvað um það, veit ekki nokkur maður hvaða sjónvarpsþætti ég er að spyrja um í færzlunni hér á undan... eða er enginn að lesa? Halló?

Saturday, January 22, 2005

Da Vinci á filmu

Nú er verið að vinna undirbúningsvinnu fyrir kvikmyndun einnar mest seldu spennusögu seinni ára, Da Vinci lykilsins. Mikið er lagt í að koma þessari ágætu bók sómasamlega á hvíta tjaldið og er lítið til sparað, að því er virðist. Sjálfur Tom Hanks fenginn sem Robert Langdon, Ron Howard leikstýrir (Beautiful Mind, Ranson, Appolo 13) og hinn stórskemmtilegi Jean Reno í hlutverki löggukallsins, sem ég man ómögulega hvað hét.
Hvað gera þessir hálfvitar svo? Handritið, unnið úr sögu Dan Brown, er skrifað af sjálfum Akiva Goldsman, þeim hinum sama og skrifaði handritið að Lost in Space, I, Robot og Batman & Robin. Æðislegt. Gott ef hann er ekki ábyrgur fyrir Practical Magic með Söndru Búllokk líka.
Hvað um það, sjónvarpsþáttaframleiðandi einn las Da Vinci lykilinn og vildi kaupa kvikmyndaréttinn til að nota í sjónvarpsþáttunum sínum.
Hverjir eru þættirnir?

Föstudagshuxið

Var að lesa um nýju lögin sem tjallinn hefur sett á. Foreldrar, sem leggja hendur á börn sín í Bretaveldi, geta vænst allt að 5 ára fangelsis fyrir vikið. Á sama tíma verður ætíð minna og minna mál að eyða fóstri - í lagi að eyða fóstri en stórmál að lumbra á því eftir að það byrjar að verða til vandræða. Skil það illa, aldrei lamdi pabbi mig, þó hann hefði sko aldeilis átt að gera það endrum og sinnum. Ég hefði haft gott af því um og fyrir fermingu - vann alveg fyrir allnokkrum vænum á kjaftinn - og jafnvel að léttur kinnhestur ætti við stöku sinnum enn.
Hvað um það, hin margumtalaða auglýsing í New York Times birtist víst í dag. Þeir segja 84% þjóðarinnar vera á móti stuðningi Íslands við innrásina, samt tók allan þennan tíma að safna 2,8 milljónum með söfnunarnúmerum og alles. Skal heldur enginn reyna að segja mér að ekki hafi einhver fyrirtæki tengd stjórnarandstöðunni lagt eitthvað í púkkið.
Fólk hefur jú misjafnar skoðanir á þessu máli, en ég held að ég sé ekki einn á báti þegar ég held því fram að New York Times sé ekki heppilegasti fjölmiðillinn fyrir þessa yfirlýsingu. Helv... fáir Írakar sem lesa þann ágætissnepil.

Wednesday, January 19, 2005

Hrísgrjón

Kondólísa Ræs, vel þekkt bandarísk blökkukona, var að tjá sig á þingi þeirra kana nýverið. Þar talaði hún um kúgaðar einræðisherraþjóðir. Hún saggði:

„Ljóst er, að í heimi okkar fyrirfinnast útverðir alræðis, og Bandaríkin standa með kúguðu fólki í öllum heimsálfum, á Kúbu, Búrma, í Norður-Kóreu, Hvíta-Rússlandi og Zimbabwe.“

Hey! Hvað með Svíþjóð? Öll konungsríki eru kúgaðar þjóðir. Ráðast strax á Bretaveldi, Svíþjóð, Danmörk, bara öll konungsríki í heimi. Fallöxi á hvert heimili.

Tuesday, January 18, 2005

Greyið Harry

Aumingja vesalings Harry bretaprins. Fyrst - fyrir nokkrum árum - varð allt dýrvitlaust því hann vogaði sér að reykja eilítið lyfjagras. Lái honum hver sem vill að reyna að gleyma ömurlegri tilveru sinni stundarkorn með aðstoð frá smá ólyfjan. En nú fyrir skemmstu skellti hann sér á grímudansleik - nota bene, GRÍMUDANSLEIK - íklæddur illa gerðum nasistagalla. Er ekki að spyrja að því, bretinn nær ekki upp í nef sér af hneykslan! Þetta var fokkings grímudansleikur! Það er ekki eins og undirritaður sé fórnandi ungbörnum þó ég hafi eitt sinn mætt sem kölski sjálfur, með horn og hala, á grímuball. Engan hef ég bitið á háls enn þó ég hafi spilað í vampírubúningi á áramótaballi. En þegar grey Harry mætir í lélegum þjóðernisjafnaðarmannabúningi verður tjallinn dýrvitlaus og heimtar blóð af sama ákafa og Adolf forðum. Nú vilja menn senda hann til Auswich að skoða til að hann sjái að sér - menn reyndar virðast vera búnir að gleyma að þar á bæ var síðasti gyðingurinn grillaður fyrir heilum 60 vetrum og lítið gerst þar síðan.
Hvern djö... vilja menn gera með Harry í yfirgefnum útrýmingarbúðum? Má hann ekki detta í það í friði fyrir grenjandi aftaníossum? Hvers á hann að gjalda, verandi eini meðlimur þessarar úrkynjuðu konungsfjölskyldu sem eitthvað er varið í.
Lýðurinn, bilaður af æsingi, heimtar afsökunarbeiðni eða blóð. Mér finnst að Harry eigi að stíga á stokk með yfirlýsingu sem gæti hljóðað svo:

"Kæru landar. Sum ykkar hneyksluðust yfir klæðnaði mínum á grímuballi nýverið. Þau hin sömu geta farið til helvítis og skellt á eftir sér."

Svo kveikir hann í einni feitri.

Monday, January 17, 2005

Gaman

Lífið er skemmtilegt þrátt fyrir puttabrot og blankheit sem því fylgja. Gauti er kominn heim frá Denmark ásamt kerlu og krakka. Hitti þau tvö fyrstnefndu á laugardagskveld og var gaman gríðarlegt. Í góðra vina hópi hertókum við bakksteidsið á Amsterdam og var stemning alveg eins og í pásu hjá Buffi, nema það var enginn að stressast yfir að fara að spila, því DJ Öfullinn lék fyrir dansi þetta kvöld. Var einkar gaman að hitta Eysteininn krúnurakaðan.

Annað gersamlega óskilt. Spurningakeppni átti sér stað í sorpritinu DV á laugardag. Freysi, áður á X-inu, sannaði það og sýndi að hann er eitt vitlausasta eintak karlkyns hér á jörð þegar hann grúttapaði í spurningakeppni á móti Hlín Agnarsdóttur. Þeim spurningar sem hann gat svarað svaraði hann skýrt og skilmerkilega (þær voru fáar), en hinum sneri hann út úr í ansi misheppnaðri tilraun til að vera fyndinn.

Dæmi:

Spurning: Hversu mörg morð voru framin á Íslandi á síðasta ári?
Svar Freysa: Allt of fá.

Og ég spyr - hvað er svona gimp að gera á öldum ljósvakans???


Wednesday, January 12, 2005

Carl Lewis

er æðislegur. Pétur Önd ( www.gramedlan.blogspot.com ) sendi mér eftirfarandi slóð og þið verðið að feta hana:

http://www.carllewis.com/video.music.1.html

og ekki orð um það meir.

Vond þýðing

Ein versta þýðing sem mér hefur dottið í hug...
Dancing with Tears in my Eyes - Tjúttað með tárvotan hvarm - gerist ekki verra!

Saturday, January 08, 2005

Tumi Þumall

Halló, gott fólk og annað. Biðst vélmyrðingar á bloggleysi síðustu daga, en ég er smá puttabrotinn á þumlinum mínum og er því allseinn til vélritunar. Það var nebblega einhver kall sem fannst ég ekkert skemmtilegur á Dublíner. Því verð ég ekki að spila neitt næsta mánuðinn eða rúmlega það og get ekkert spilað á gítar, eins og ég var fokking frábær áður!
Nú, allt um það. Ég sá á forsíðu DV í gær að Hákon Eydal, vinur okkar, sagði frá því í viðtali við þá DV-menn að hann hafi notið ásta með fórnarlambi sínu rétt áður en hann myrti hana og henti í gjótu. Að sjálfsögðu var flennistór fyrirsögn framan á sneplinum:
"NAUT ÁSTA MEÐ SRI FYRIR MORÐIÐ!"
Þetta eru náttúrulega lífsnauðsynlegar upplýsingar fyrir alla landsmenn nær og fjær, sérstaklega aðstandendur bæði fórnarlambs og geranda. Tillitsemin ætíð í hávegum höfð á DV. Gott þetta var ekki í Séð og heyrt. Naut ásta með Sri fyrir morðið. Sjáið myndirnar!
Hákon segir svo í viðtali í dag - enda viðtöl við hann daglegt brauð á DV þessa dagana - að það sé fullt af fólki sem hann sé enn alveg brjálaður út í! Æðislegt fyrir grey fólkið sem hann er fúll út í. Vita að það er maður sem rekur kúbein í hausinn á konu og kyrkir hana svo með belti sé fúll út í mann. Þá kaupir maður sér haglabyssu eða flýr til Langtíburtistan.
Hvað um það, ég er farinn að vinna eitthvað. Blessó klessó.