Monday, January 17, 2005

Gaman

Lífið er skemmtilegt þrátt fyrir puttabrot og blankheit sem því fylgja. Gauti er kominn heim frá Denmark ásamt kerlu og krakka. Hitti þau tvö fyrstnefndu á laugardagskveld og var gaman gríðarlegt. Í góðra vina hópi hertókum við bakksteidsið á Amsterdam og var stemning alveg eins og í pásu hjá Buffi, nema það var enginn að stressast yfir að fara að spila, því DJ Öfullinn lék fyrir dansi þetta kvöld. Var einkar gaman að hitta Eysteininn krúnurakaðan.

Annað gersamlega óskilt. Spurningakeppni átti sér stað í sorpritinu DV á laugardag. Freysi, áður á X-inu, sannaði það og sýndi að hann er eitt vitlausasta eintak karlkyns hér á jörð þegar hann grúttapaði í spurningakeppni á móti Hlín Agnarsdóttur. Þeim spurningar sem hann gat svarað svaraði hann skýrt og skilmerkilega (þær voru fáar), en hinum sneri hann út úr í ansi misheppnaðri tilraun til að vera fyndinn.

Dæmi:

Spurning: Hversu mörg morð voru framin á Íslandi á síðasta ári?
Svar Freysa: Allt of fá.

Og ég spyr - hvað er svona gimp að gera á öldum ljósvakans???


5 Comments:

Anonymous Anonymous said...

DV er ekki sorprit. Það tekur málin föstum tökum, sbr. hugsanaheim morðingja og hugsanaheim þeirra sem finnst of fá morð framin. Það er annað en helv... moggasnepillinn sem enginn kaupir lengur og er að fara á sinn íhaldshaus með miklum glans.
Þeir standa sig þó ágætlega í íþróttunum og ættu bara að heita Morgunblað íhaldsíþrótta og spurning hvort maður fengi sér ekki bara helgaráskrift.
Arnar íþróttamaur

3:51 PM  
Blogger Ingvar Valgeirsson said...

Mogginn er, eins og þú kommaskrattinn veist alveg, eini fréttamiðillinn sem er eitthvað mark á takandi, mögulega að Vefþjóðviljanum undanskildum.
Ef það stórgóða blað fer á haus fyrir sakir Frjálsrar fjölmiðlunar er það stórskaði fyrir íslenskt fréttalíf sem og menningu og minningargreinar.

4:51 PM  
Anonymous Anonymous said...

hæ gamli, kíktu á plötudóminn á síðunni minni :)
Gunni

2:14 PM  
Anonymous Anonymous said...

Ég skal skrifa fallega minningargrein um Moggann í DV.
Fæ hana kannski einnig birta í Sunnlenska og Bjærins besta.

Með Stalínskri kveðju. AV sem beygist eins og DV.

5:26 PM  
Blogger Ingvar Valgeirsson said...

AV beygist ekki eins og DV, AV beygir sig fyrir framan HHG (Hannes Hólmstein Gissurasson) og aðra sódómska einstaklinga.

5:39 PM  

Post a Comment

<< Home