Tuesday, January 18, 2005

Greyið Harry

Aumingja vesalings Harry bretaprins. Fyrst - fyrir nokkrum árum - varð allt dýrvitlaust því hann vogaði sér að reykja eilítið lyfjagras. Lái honum hver sem vill að reyna að gleyma ömurlegri tilveru sinni stundarkorn með aðstoð frá smá ólyfjan. En nú fyrir skemmstu skellti hann sér á grímudansleik - nota bene, GRÍMUDANSLEIK - íklæddur illa gerðum nasistagalla. Er ekki að spyrja að því, bretinn nær ekki upp í nef sér af hneykslan! Þetta var fokkings grímudansleikur! Það er ekki eins og undirritaður sé fórnandi ungbörnum þó ég hafi eitt sinn mætt sem kölski sjálfur, með horn og hala, á grímuball. Engan hef ég bitið á háls enn þó ég hafi spilað í vampírubúningi á áramótaballi. En þegar grey Harry mætir í lélegum þjóðernisjafnaðarmannabúningi verður tjallinn dýrvitlaus og heimtar blóð af sama ákafa og Adolf forðum. Nú vilja menn senda hann til Auswich að skoða til að hann sjái að sér - menn reyndar virðast vera búnir að gleyma að þar á bæ var síðasti gyðingurinn grillaður fyrir heilum 60 vetrum og lítið gerst þar síðan.
Hvern djö... vilja menn gera með Harry í yfirgefnum útrýmingarbúðum? Má hann ekki detta í það í friði fyrir grenjandi aftaníossum? Hvers á hann að gjalda, verandi eini meðlimur þessarar úrkynjuðu konungsfjölskyldu sem eitthvað er varið í.
Lýðurinn, bilaður af æsingi, heimtar afsökunarbeiðni eða blóð. Mér finnst að Harry eigi að stíga á stokk með yfirlýsingu sem gæti hljóðað svo:

"Kæru landar. Sum ykkar hneyksluðust yfir klæðnaði mínum á grímuballi nýverið. Þau hin sömu geta farið til helvítis og skellt á eftir sér."

Svo kveikir hann í einni feitri.

3 Comments:

Blogger Ingolfur said...

Hehe

11:36 AM  
Anonymous Anonymous said...

já það er örugglega grútleiðinlegt að fæðast inn í svona konungsúrkynjunarfjölskyldu og þurfa með eða án vilja að sinna öllum dintunum sem fylgja því og friða og róa einhverju afturhaldsseggi sem finna öllu til foráttu af því líf þeirra er svo tilbreitingarlaust og leiðinlegt að þeir þurfa að drepa niður allt og alla með sér..............(andaköf)......
Sjálf er ég fegin að vera bara óbreitt bóndakerling.

Bryn.

1:12 PM  
Blogger Olga Bj� said...

Hæ hæ.

Ég er nokkuð sammála þessu með að tjallin sé að gera of mikið mál úr grímubúningi Harry.
Ætli honum sé nokkuð óhætt að mæta á grímudansleik yfirleitt? Eru ekki alltaf minnihluta- eða stærrihlutahópar sem myndu móðgast....sama í hverju hann myndi mæta?

Klikkað lið.

Orgelið - mætt aftur.

11:41 AM  

Post a Comment

<< Home