Monday, January 31, 2005

Járnfrúin og þorrablót

Var að spila ásamt Stebba Stuð, Aggli Rabbs, Halla Hólm og Bibba í Ber á skemmtilegasta þorrablóti mannkynssögunnar á laugardagskvöldið. Grundarfjörður var það, heillin, og ekki einn einasti gamli dans, vals eða pólki, bara tvöfaldur rokk í róli og gleði. Eddi, okkar maður á svæðinu, var oss innan handar og er leitun að minna stressuðum mönnum. Allt er svo mikið ekkert mál að það hálfa væri nóg. Tók Eddi einnig nokkur lög á trommurnar og gerði vel.
Verst að ég ætlaði að verða gersamlega á sneplunum, en mistókst. Orðinn gamall.
Heyrði svo á leiðinni heim að Iron Maiden væru á leiðinni til mín. Júnímánuður í Egilshöllinni og allir syngja með.

2 Comments:

Anonymous Anonymous said...

Puttinn semsagt orðinn fínn! Er þá ekki kominn tími til að mæta á Dub aftur og spila? Mar hefur nú takmarkað þol fyrir G...... ;)

Kv.
Barþjónninn

12:42 PM  
Blogger Pippi said...

Sá skemmtilega fyrirsögn í fréttablaðinu í gær. "Flóðbylgja gæti náð til Grindavíkur." Þar var verið að tala um afleiðingar Kötlugoss. Skemmtilegt. Kötlugos. Kötlugos, Kötlu, Kötlu, Kötlugos.

2:55 PM  

Post a Comment

<< Home