Wednesday, February 02, 2005

Allt er frábært

Lífið er yndislegt. Góndi á CSI-þætti á dvd fram á nótt, spilaði á skemmtilegasta þorrablóti í geimnum um síðustu helgi (spilaði reyndar ekki mikið svona puttabrotinn, en aðeins þó) og enn batnar það. Haldiði að í næsta þætti af CSI-Miami fari Horatio Caine ekki bara til New York og þar verða kynntir til sögunnar meðlimir CSI-sveitarinnar þar, Gary Sinise og kó.
Bíð spenntur eftir að morgundagurinn verði að kveldi kominn.
Um næstu helgi fýkur svo gypsið endanlega og við Stefán munum standa fyrir gríðarlegur partýi á Döbblíner. Allir að mæta, enginn helst að puttabrjóta mig samt.
Stuð.

4 Comments:

Blogger DonPedro said...

Það er gaman að þú ert í svona góðu skapi. Barnsleg kátínan skín úr skrifum þínum, og ég sé fyrir mér glaðlegt lemúrsandlit þitt. Það kætir mig. Þú veist að ef þú værir eitthvað annað dýr en þú ert, þá værirðu Lemúr...

http://www.eyesondesign.net/pictures/animals/lemur.jpg

1:01 PM  
Blogger Ingvar Valgeirsson said...

Þetta er fallegt dýr. Ef einhver líkir mér við ljótt dýr mun ég náttúrulega hringja í stórabró sem kemur og "lemúr" viðkomandi.
Verst að stóribró er minni en ég. Litlibró er líka stærri en ég og hann var eitt sinn slökkvikall. Ég hef samt slegist við hann alveg þangað til löggan kom...

1:29 PM  
Anonymous Anonymous said...

Frábært að allt er svona frábært!
Þú ert svo smitandi (mikill inspirator) að maður fer í sama skap og þú þegar þú pikkaðir inn bloggin.
Líka gott að puttinn er orðinn heill á ný.

Mér fínnst þú ekkert líkur Lemúru þótt hún....ehemm... þú sért fallegt dýr.

Orgelið

4:40 PM  
Anonymous Anonymous said...

af ástæðum sem ég nenni ekki að telja upp hér ætla ég eigi að vera sýnilegur á Djöbblíner um helgina, ég er kortereð að spila á Agureyri um helgina. en endilega allir að kíkja í heimsókn á http://www.blog.central.is/ingiv/

Kv. Ingi V. A.K.A. sköllótta fíflið

1:03 AM  

Post a Comment

<< Home