Saturday, February 26, 2005

Birta

Hvað er að gerast? Lagið Angel, eða Birta, eftir Einar Borðar er í öðru sæti vansældarlistans í Svíþjóð! Hvað kemur eiginlega næst? Það sem enginn sér á toppi færeyska listans? Þú og þeir á toppi gríska teknólistans? Hinsti dansinn í toppbaráttunni á Bjarnareyjarlistanum? Aaaaarrrrrgh!
Íslendingar hafa samið heila dobíu af gríðargóðum lögum sem ættu alveg skilið að slá í gegn úti, en hvað gerist? BIRTA! Þrátt fyrir að ég geti ekki annað en samglaðst Einari fyrir þetta - þetta eru eflaust ófáar krónur í stefgjöld - sýnir þetta enn og aftur að það er ekkert réttlæti í þessum heimi.
Ekkert.
Þeir íslendingar sem slá í gegn á erlendri grund eru bara eitthvað kerlingarvæl sem enginn gæti mögulega haft gaman af (Björk), eitthvað allsherjarvæl sem bókstaflega enginn skilur (Sigur Rós) eða eitthvað hundleiðinlegt og útvatnað hommafönk með slappbassa sem gæti drepið heilan skógarbjörn úr leiðindum (Mezzoforte).
Og nú Birta.

3 Comments:

Anonymous siMonzio said...

heyr heyr.
tékkaðu á þessu. Simon Cowell tekinn af Triumph the insult dog.

http://ryoni.com/media/triumph_simon.wrnv

11:52 AM  
Anonymous Anonymous said...

This comment has been removed by a blog administrator.

1:05 PM  
Blogger Ingvar Valgeirsson said...

This comment has been removed by a blog administrator.

4:34 PM  

Post a Comment

<< Home