Friday, February 18, 2005

Bolungarvík

Skemmtileg fyrirsögn á mbl.is - "Rúta fauk út af veginum til Bolungarvíkur".
Þetta sýnir, svo allan vafa tekur af, að ekki er þörf á neinum ekkisens jarðgöngum til svæðisins. Bílar, og í þessu tilfelli meira að segja langferðabíll, fjúka bara á svæðið. Ekki var þó tekið fram hvaða vegur þetta var.
Tók ei fram í fyrri pistli að ég var eitt sinn veðurtepptur á Bolungarvík í heila viku. Það var ekki gaman þó ég væri í góðu yfirlæti hjá indælu fólki.

7 Comments:

Anonymous Anonymous said...

Það er nú ekkert! Vinkona frænku minnar átti einu sinni hund sem kom frá Bolungarvík.

Bryn.

1:38 PM  
Anonymous monsi said...

gisti einu sinni þarna ásamt bandi eftir gigg á Ísó og við svifum þarna um fram á morgun. En ég sá þennan hund örugglega einhverntíma.

3:45 PM  
Anonymous Anonymous said...

Þetta er nú ekkert því ég var eitt sinn á frystitogara í Bolungarvík og allir urðu fúlir þegar þeir náðu ekki símsambandi við konurnar um helgar! Alltaf einhver laminn um borð á sautjánda degi og svo voru allir vinir þegar styttist í land. Svo þegar við brunuðum í ríkið í svörtum taxa sem reddaði fyrstu flöskunni sagði einn, hann 'Oli, virðulegur fjölskyldufaðir í dag; nei, sjáiði strákar, nýjar stelpur á leið í bæinn þegar við sáum rolluhóp. Áfram Bolvíkingar.
Arnmundur unglamb.

4:19 PM  
Blogger Sigurdór said...

Hey .. ég var líka einu sinni veðurtepptur á Bolungarvík. Að spila að sjálfsögðu. Páskar 1994 minnir mig.

3:14 AM  
Blogger Ingvar Valgeirsson said...

Auðvitað varstu að spila þarna. Fer maður annars þangað sjálfviljugur? Ekki það að staðurinn sé slæmur, síður en svo, en maður fer ekkert langt út á land bara svona að gamni.
Annars var alltaf gaman að spila þarna, var nokkrum sinnum á Finnabæ hjá honum Reyni, hann var fínn kall og síður en svo spar á brennivínið.

10:06 AM  
Anonymous Anonymous said...

Farðu að blogga asninn þinn

6:14 PM  
Anonymous Anonymous said...

Hmmmm...Hvar er Bolungarvik?

Kv. ledjan

12:26 PM  

Post a Comment

<< Home