Wednesday, February 23, 2005

CSI

Skemmtilegt. Ég er smá CSI-aðdáandi og á þrjár fyrstu seríurnar í heild sinni á DVD, auk fyrstu seríunnar af CSI Miami. Ég hef nebblega smá gaman af löggumyndum. Því greip auga mitt fyrirsögn á mbl.is hvar stóð:

"Sjónvarpsþættirnir CSI gefa óraunsæa mynd af réttarrannsóknum".

Alltaf gaman hvað fólk virðist ekki geta gert sér gein fyrir að sjónvarpið er ekki alveg raunveruleikinn. Fyrir nokkrum dögum var kona gegn klámi í sjónvarpinu að tala um að klámmyndir gæfu ekki raunverulega mynd af kynlífi. Nú? Ég hélt einmitt að allar konur væru til í fjöldamök og brundgleypingar fyrir hádegi með ókunnugum. Var meira að segja alveg 100% viss um að allar konur væru til í að leggjast með kynsystrum sínum ef sá gállinn væri á þeim.
Því varð þessi frétt um CSI-þættina, sem mér finnst almennt skemmtilegri en klámmyndir, til þess að ég fór að hugsa...

1. "Dallas gefur óraunsæa mynd af olíuviðskiptum".
2. "Bachelor gefur óraunsæa mynd af stefnumótamenningu fólks".
3. "Þættirnir um lögregluhundinn Rex gefa óraunsæa mynd starfi lögregluhunda".
4. "Footballer´s wifes-þættirnir gefa óraunsæa mynd af eiginkonum íþróttamanna".

og í síðasta sæti:

5. "Á tali með Hemma Gunn gefur ranga mynd af hressleikastigi íslendinga".

Og ekki fokkings orð um það meir!

7 Comments:

Anonymous Anonymous said...

Ertu að segja mér að Stubbarnir séu bara plat? Gefur Bubbi Byggir ekki rétta mynd af lífi byggingaverktaka? Er Lína Langsokkur ekki rauðhærð? Og tók Debbie ekki Dallas?
Gunni

12:03 AM  
Anonymous Jósi said...

CSI, eins og svo margir aðrir sjónvarpsþættir og kvikmyndir, virðist halda að hægt sé að gera allt við myndefni í tölvum. Þar er daglegt brauð að fólk segi "súmmaðu inn á augað á manneskjunni í þessari kornóttu mynd úr öryggismyndavél. Þá getum við séð morðingjann speglast í auganu".

Ég hef oftar en einu sinni lent í því að fólk kemur með illa tekið, úr fókus myndefni í klippiherbergi til mín og vill að ég "hreinsi það til og lagi". Þegar ég er beðinn um að gera svona sé ég rautt. Blóðrautt. Morð morð morð blóð blóð blóð blóð SKDLJFG ASDFJKLH SDFKGJ SDFGKLJ

Þegar hér var komið við sögu fékk Jósi heilablóðfall og datt á gólfið.

12:23 AM  
Blogger Ingvar Valgeirsson said...

Ég sá einu sinni Face/Off, en ég er samt ekki fullviss og sannfærður um að það sé hægt að græða annars manns andlit á mann, herma eftir líkamsvexti og setja raddflögur í hálsinn á manni. Hvað þá að þetta sé gert á svo stuttum tíma að kaffið sé ennþá heitt þegar þetta er búið. En svona er nú bíóið, það er ekki allt byggt á sannsögulegu... eins og Bond.

10:56 AM  
Anonymous Anonymous said...

Og vedurfrettir eru bara lygi.

Kv. Ledjan.

12:33 PM  
Anonymous Anonymous said...

þannig að mar getur ekki gert gat á hálsin á fólki og stungið röri í gegn ef það getur ekki andað!!??!!

Bengta

12:33 PM  
Blogger Ingvar Valgeirsson said...

Reyndi það einu sinni á gamalli konu. Hún andaði aldrei framar, bara andaðist.

3:11 PM  
Anonymous Haukur said...

Hét sú gamla kona Elísabet?

10:13 AM  

Post a Comment

<< Home