Sunday, February 06, 2005

Mahna mahna

Ég á gamlan vin sem heitir Bjarni. Hann er Guðfræðingur og kvikmyndavitleysingur mikill, hefur leitt mig yfir grýtt öræfi bíólistarinnar og kynnt mig fyrir ógrynni af allskonar myndum, stefnum, straumum, leikurum, leikstjórum og ég veit ekki hvað og hvað. Skemmtilegt að hann sé Guðfræðingur og ein af uppáhaldsmyndunum hans er Rosemary´s baby - hún er einmitt ekki mjög kristileg.
Hvað um það, hann var að gauka að mér eilitlu upplýsingakorni sem gæti glatt mögulega einhvern, ef menn á annað borð hafa gaman af fullkomlega gagnslausum upplýsingum.
Lagið "Mahna mahna", sem margir muna eftir úr Prúðuleikurunum (mahna mahna dudurururu), er eftir ítalska hryllingsmyndatónskáldið Piero Umiliani og er úr myndinni Svezia Inferno Paradiso (Sænska paradísarhelvítið... eða eitthvað).
Þar hafið þið það.

0 Comments:

Post a Comment

<< Home