Thursday, February 17, 2005

Mogginn er æði

Jú, Mogginn er eini fjölmiðillinn sem ég tek mark á nú til dags. Öllum hinum er nebblega stjórnað af einhverjum bévítans kommúnistum og þeir ættu, eins og allir vita, best heima bak við lás og slá.
Ein frétt á mbl.is í dag segir frá konu nokkurri sem er í hinum danska sósíalíska þjóðarflokki (enn einn kommadjöfullinn). Hún heitir Pernilla Bagge og var í framboði í kosniungunum um daginn. Hún náði kjöri, sér til mikillar furðu. Er talið ljóst að fólk hafi kosið hana vegna þess að hún heitir Bagge og var því efsta konan á listanum, því á kjörseðilinn er raðað í stafrófsröð. Sýnir þetta enn og aftur, svo ekki verður efast um, að konum er skítsama (eða Ósama) um málefni og svoleiðis í jafnréttisbaráttunni svokölluðu, kjósa bara þá konu sem hendi er næst. Sífellt er verið að krefjast þess að konur fái hinar og þessar stöður, en sjaldan tiltekið hvaða konur koma til greina og hvaða kosti þær hafa fram yfir þá karlmenn sem koma til álita.
Mínar uppáhaldskonur þessa dagana eru skúringakonur í Glasgow. Þær sem um ræðir starfa við hreingerningar á menningarmiðstöð þar í bæ og skúruðu burtu nýlistaverk eftir einhverja Angelu Bartram um daginn. Þeim datt ekki í hug, þegar þær komu inn á salernisaðstöðu menningarmiðstöðvarinnar, að þetta væri nýlistaverk, en salernið var svona um það bil í rúst, klessur hér og þar og drasl á gólfum. Því gerðu þær það sem þær fá borgað fyrir - þrifu hátt og lágt, eflaust af miklum myndarskap, enda Skotar ágætisfólk og óskiljanlegt þegar það talar.
Skúringakonurnar eiga að fá verðlaun fyrir vel unnin störf og listakonan, ef listakonu skildi kalla, á að fá sér aðra vinnu. Helst að biðja skúringakonurnar afsökunar líka fyrir að sóða út klósettið.
List schmist.

6 Comments:

Anonymous Anonymous said...

Það er ekki nema von að þínar uppáhaldskellingar skulu vera skúringakellingar í Skotlandi, ekki finnast þær í hinum ósjálfstæða Sjálfstæðisflokki þínum. Allavega ná þær ekki miklum frama þar og fá einnahelst að verka skítinn eftir formanninn þinn fína og bindiskalla hans í sínum straujuðu skyrtum.
Svo vona ég að þú sért áskrifandi af þessum snepli svo hann fari ekki á hausinn alveg á næstunni, sem allt virðist reyndar stefna í. Var að hugsa um að gerast áskrifandi, svona til að hafa smá fjölmiðlaflóru hér, en hugsa að ég myndi fremur fá mér fjölvarpið hjá hinum ágætu Norðurljósafeðgum.
Kann vel við nafnið Bónus, btw, enda hljómborðleikari í hinni mögnuðu danshljómsveit Bónusbandinu á árum áður sem gerði allt kreisí á Flateyri og nágrenni sem reyndar er á haus Íslands sem er flottasti hluti landsins.
Og meira um þennan ágæta snepil þinn, sem allir eiga víst að trúa eins og nýju neti, þessu málgagni Búss og Römsfíld, þá sögðu þeir að rapparinn Kid Rock hefði lamið plötusnúð á einhverjum kjöltudansstað því hann fílaði ekki tónlistina! Kid rock er örugglega hálfviti en ekki er hann rappari og ef maður ætlar að hlusta á tónlist fer maður á svoleiðis stað. Ef maður ætlar að horfa á kellingar er ok að fara á strípupleis og sama væri mér þó Geirmundur léki fyrir "dansi" og svona ef maður pælir í því væri það bara svolítið skemmtilegt.
Þú ert ekkert annað en sjálfstæðiskelling og haltu bara áfram að rífa kjaft.
Bróðir þinn, elskulegur.

7:28 PM  
Anonymous Anonymous said...

og, ef þú skyldir ekki hafa fattað það, þá var eitt pointið með svari þessu að Kid Rock er ekki rappari eins og vinir þínir sem alltaf segja satt og rétt, halda fram.
Með virðingu og vinsemd.
A. Valgeirsson.

8:00 PM  
Blogger Ingvar Valgeirsson said...

Að kalla sig Rock gerir mann ekki að rokkara. Kid Rock rappar víst helling, þó það sé kannski fulldjúpt í árina tekið að kalla hann rappara. Allavega er nokkuð ljóst að hann er ekki tónlistarmaður, heldur einhverskonar "nigger-wannabe".
En þar sem hann hefur dúndrað Pamelu Anderson, vinkonu okkar, er hann kannski smá í lagi.

10:15 AM  
Anonymous Anonymous said...

Sussusvei! hann er bara subbulegur sóðadrengur sem sefur hjá stelpunum sem Tommy Lee
er þegar búin að sulla í.

Svei mér þá!

Srynhildur Stefánsdóttir

10:56 AM  
Anonymous Anonymous said...

Eg skil Tommy og the wannabe. Eg mundi gera thad.

Kv. Ledjan.

12:22 PM  
Anonymous Anonymous said...

Eg skil Tommy og the wannabe. Eg mundi gera thad.

Kv. Ledjan.

12:23 PM  

Post a Comment

<< Home