Tuesday, February 08, 2005

Öskudags

Á morgun er öskurdagur, en þá fara krakkar bæjarins í lélegar múnderingar og hrella starfsfólk fyrirtækja með ýlfri. Ef einhver sem les þetta er kvefaður mjög, vill þá hinn sami koma til mín og koma í sleik svo ég smitist og verði veikur á morgun.
Ég man í gamla daga, þegar ég var ungur, þá voru tíu manna lið sem æfðu söng og leiktilbrigði í tvær vikur fyrir öskurdaginn og voru í móðurhönnuðum búningum frá toppi til táar. Meira að segja, öfugt við ungdóm nútímans, með hvellhettur í byssunum. Foreldrar í dag eru svo politically correct að þeir leyfa gemlingunum ekki að vera með byssur á öskurdag, en svo upptekin að þau aðstoða þau ekkert við æfingar eða búningagerð.
Svo koma krakkarnir, tveir saman í hóp, með gula húfu og yfirvaraskegg, vita ekki einu sinni sjálf hvað þeu eru að þykjast vera, jarma tvær línur úr Írafárslagi og heimta nammi.
Á milli eru svo stöku metnaðargjarnir ungliðar sem nenntu að æfa, syngja heil lög (í undantekningartilfellum raddað og allt), íklædd fínum göllum og redda morgninum. Þeir fá HELLING af nammi.
Og kók.

7 Comments:

Blogger Bjarni R said...

Ég er fárveikur með langvarandi hálsbólgu og ferlegan hósta. Ef þú lítur við í dag skal ég hósta rækilega framan í þig en lengra geng ég ekki.

1:37 PM  
Blogger Pippi said...

Kem í kvefaður Ninja búning og syng " kysstu mig " með Í Svörtum ananas.

3:36 PM  
Anonymous Anonymous said...

Já, það er ótrulega mikið af frekum krökkum sem vilja í raun bara blanda saman öskurdegi og "grikk eða gotterí" og hafa ekkert fyrir namminu sem þau fá. Maður fær sting í hjartað við að sjá minnstu og krúttlegustu greyjunum vísað í burtu með stórum miðum í búðargluggunum í Kringlunni sem á stendur "ALLT NAMMI BÚIÐ" af því að þau mættu ekki í biðröðina fyrir utan kl. 9:15. Freku unglingarnir með gulu húfurnar og yfirvaraskeggin búnir að klára allt. Iss

Mér fannst alltaf skemmtilegast að hengja öskupoka á fólk með litlum miðum í sem eitthvað fyndið stóð á. Stundum var maður voðalegur prakkari og skrifaði á miðann: "Það er táfýla af þér" og svo hló maður og hrínaði einhver ósköp eftir að hafa náð að hengja pokann á gamlan kall með hatt eða fínu bæjarstjórafrúna úti í Friðjónskjörbúð. Svo laumaði maður einum leynipoka með leyniástarjátningu eða hjarta á strákinn sem maður var skotinn í án þess að hann hefði grun um hver gerði það.
Þetta öskupokadútl er löngu dott uppfyrir, kannski vegna þess að bognu prjónarnir voru farnir að meiða fólk eða skemma flíkur....veit ekki.

Orgelið

3:43 PM  
Blogger DonPedro said...

Ég er búinn að fara um allt, spilandi Weather Report lög á Stick-inn minn, og fékk bara einn sleikjó, sem var loðinn og mig grunar að hafi lent í sófa, og páskaegg. Lélegar móttökur, og ég er að spá í að skipta yfir í Spyro Gyra á næsta ári, það er léttmeltara.

4:08 PM  
Anonymous Anonymous said...

Hey! ég vill fá þennan kall í búðina mína!!! Halló Akureyri.

Trausti.

8:00 PM  
Blogger Jon Kjartan said...

Don Pedro - það er einföld útskýring á þessu. Öskudagurinn er á morgun! Þá á að spila á Stick og svolleis - í búningi. Þú ert nú svosem vanur búningum... Koma í búningi í búðina og spila eitthvað skemmtilegt og þú færð fílakaramellu eða tvær.

10:31 PM  
Blogger DonPedro said...

Takk Jón, þetta útskýrir dræmar viðtökur. Annars er ég hættur að spila í búðinni hjá ykkur, því ég lenti í einelti þar á föstudaginn. Gilda þá góð tilboð um karamellur einu. Starfsmenn búðarinnar hreyttu í mig ónotum og sögðust taka trommurónann fram yfir undurblíða tóna mína, og að ég spilaði of margar og flóknar nótur fyrir þeirra smekk. Ég er búinn að vera mjög innvortis síðan, og líður eins og ég hefi klúðrað einhverju svakalegu.

Ég hef ákveðið að færa öll mín viðskipti til Pálmars Árna, og er búinn að fyrirskipa og borga fyrir tvöfalt puttabrot í Guinness á ónefndum írskum bar hér í bæ. Segið þó öngvum frá því.

10:47 PM  

Post a Comment

<< Home