Wednesday, March 30, 2005

Ferming, Fischer og fleira.

Mikið ljómandi brá mér í morgun þegar ég var á leið til vinnu. Sá flennistórt skilti frá DV hangandi utan á sjoppu einni á Rauðarárstíg hvar stóð stórum stöfum:

“Ingvari flogið út vegna hlutverks í DaVinci lyklinum”

og varð ég feginn mjög. Ekki það að mér fyndist bókin svo æðisleg, alveg alltílæ, en ég hélt að ég hefði lent í gríðarslæmu blakkáti og ráðið mig til að leika í stórmynd með Tom Hanks, Jean Reno og Audrey Tatú úr Amelie. Hélt eitt andartak að Hollívúddmaskínan hefði komið auga á ótvíræða stórleikarahæfileika mína í Browniesauglýsingunni í fyrra og flogið hingað spes til að ráða þennan hæfileikaríka mann í gott hlutverk í stórmynd til að deila snilld hans með heiminum. En nei…
Þetta var vitlaus Ingvar, þ.e.a.s. Ingvar Eggert Sigurðsson, sem var verið að tala um. Hann er víst einn af þeim sem koma til greina sem morðóði munkurinn í myndinni. Hann reddaði málunum eftirminnilega í Widowmaker með Harrison Ford, fórnaði þar lífi sínu til að bjarga áhöfninni á kafbátnum (ekki Halastjörnunni) og á því skilið að fá þennan bita. Svo var honum hafnað sem Darth Maul í Star Wars efnasóda eitt, enda hafa Star Wars-myndirnar farið hríðversnandi frá því. Gangi þér vel, nafni, og vonandi verðurðu næsti Bond.

Hvað um það, fermdi eldri stráksveppinn minn á mánudaginn. Hann hefur nú breytt nafni sínu í Jóakim sökum ríkidæmis. Ég er enn að drepast í maganum eftir almennt ofát. Er líka gríðarglaður yfir því að hann fékk fullt af dvd-myndum sem ég á eftir að sjá - og iPod Shuffle.
Skemmtilegt líka að þegar stelpurnar voru fermdar sagði Séra Prestur: “Vilt þú gera Jesú o.s.frv.” og þær hvísluðu ofurlágt: “já”. Svo komu strákarnir, minn þar fremstur í flokki (og langminnstur) og svaraði fullum hálsi “JÁ!” og gaf þar með tóninn fyrir strákana. Gaman að þessu. Organisti var Hörður Bragason, a.k.a. rabbabaraþjófurinn, áður í hljómsveitinni Oxzmá. Gerði hann sitt listavel, hvort heldur sem um var að ræða kórstjórn eða píanó/orgelleik. Bévaður snillingur.

Bobby Fischer… júðar um heim allan alveg vitlausir. Símon Garfúnkel stofnunin mótmælir opinberlega. Allt út af geðveikisröfli í aflóga gamalmenni. Ef einhver geðsjúklingur segist hafa samið Bítlalögin fer ekki Paul McCartney á taugum og rýkur í blöðin – onei. Fullt af geðveiku fólki segir allan andsk… og öllum er skítsama. En þegar geðveikt gamalmenni segir eitthvað um gyðinga verða þeir brjálaðir. Eins og konur, það má ekki gera grín að þeim án þess að einhverjar rauðsokkur verði dýrvitlausar, þó grínið komi frá geðsjúklingum eins og Sverri Stormsker. Samt segir enginn neitt vegna alls þess sem þeir á Ómega segja um araba. Þetta er bara einn af ókostunum við tjáningarfrelsi vort. Ekki láta röfl fara í taugarnar á ykkur og narra ykkur í rifrildi, þá eruði búin að tapa.
Og ekki orð um það meir!

Wednesday, March 23, 2005

Bobbí

Nú er Bobbí, ekki Ewing heldur Fischer, orðinn lögformlega íslenskur ríkisborgari og á leiðinni til okkar. Eins og segir í kvæðinu:

Bobby er að koma
gerið kerin klár
Bobby er að koma
gerið kerin klár
Setjið dælurnar í samband, takið svo seglin frá
Bobby er að koma
gerið kerin klár

Menn hafa bent á að þegar hann komi farið hann sjálfkrafa á laun hjá ríkinu fyrir að vera stórmeistari. Skrýtið að ef menn eiga hobbí og verða góðir í því fer ríkið allt í einu að borga þeim laun! Maður hefði nú haldið að stórmeistaratitill einmitt opnaði einhverjar dyr fyrir mönnum og smíðaði ný atvinnutækifæri. Hvað með t.d. "Skákskóla Helga Ólafssonar"? Væri ekki hægt að láta Bobby kenna óreglumönnum landganginn á GrandRokki?

Reyndi að horfa Á Exorcist - the beginning í gær. Sofnaði. Ekki góð meðmæli með hryllingsmynd.

Hvað um það, páskar nálgast óðfluga og minn eldri sonur er að fara að fermast, enda strangtrúaður vandræðaunglingur. Fær hann í fermingargjöf út að borða fyrir tvo á Biggabar, kippu af Heineken og einnota kolagrill frá mér.
Verið sæl;
Ravgni.
P.s. Á ekki að segja körin, en ekki kerin?

Fann mynd af mér á netinu...

Friday, March 18, 2005

Seint Patrex

Í dag er St. Patrick´s dagurinn og þá er skylda að drekka Guinness. Því er mér haganlega komið fyrir á efri hæð Döbblíners í kvöld ásamt einhverjum meðspilurum og hvet ég alla til að mæta og drekka sig út úr. Takk.

Ekki er nú dagurinn alveg svona indæll í alla staði. Strákurinn minn yngri veikur af RS-vírusnum og svaf sirka 6 mínútur í nótt. Því er ég heima í dag og vinnan þess vegna örugglega í klessu. Þegar hann loksins sofnaði leit ég á textavarpið og sá þá frétt sem slær mig allverulega - Héðinsfjarðargöng verða víst að veruleika. 6 milljarðar af skattfé okkar fara í að koma Siglufirði í betra samband við umheiminn. Sló undirritaður því á þráðinn til Siglufjarðar,nánar tiltekið á bæjarskrifstofurnar, og fékk þar staðfest að íbúatala staðarins er 1,450. Kostnaðurinn við göngin er því 4,137,931 króna á íbúa þar á bæ. Frábær fjárfesting. Þetta er að sjálfsögðu fyrir utan viðhaldskostnað sem Guð einn veit hver verður. Stórgott dæmi um eftirgjöf skattfjár vegna þrýstings minnihlutahópa sem eru að drepast úr frekju, líkt og íþróttamenn eru upp til hópa svo ekki sé talað um þá sem eru að grenja út tónlistarhús.

Bein útsending frá Alþingi gerir manni gott. Þá sér maður að það er til mun vitlausara fólk en maður sjálfur.

Sigurjón Þórðarson Frjálslyndaflokkskall sagði fólksfækkun á Bolungarvík mikið áhyggjuefni. Af hverju? Er ekki bara fínt að fólki sé kleift að flytja þangað sem það vill og búa þar sem það vill? Eigum við ekki bara að taka Sovjet á það og banna fólki að flytja? Ef bær er ekki skemmtilegri en það að einhver vill ekki búa þar þykir mér hreint ágætt ef hann getur farið eitthvað annað. Hvað ef dæmið snýst við og 200 Reykvíkingar flytja vestur? Er þá ekki fólksfækkun höfuðborgarsvæðisins áhyggjuefni? Ætli það...

Hvað um það, allir á Dubliner á eftir og helst að detta jafnvel í það.
Áfram Tommi og Jenni!
Ingvar von Wolfenstein.

Tuesday, March 15, 2005

Afsakið

Biðst vélmyrðingar á bloggfjarveru minni, en ég á mér líf og hef þurft að sinna því (var upptekinn við að spila Return to Castle Wolfenstein).
Hvað um það, bloggið verður þá bara langt núna. Líka leiðinlegt.

Botn fimm listinn í dag - listi yfir það sem ég þoli ekki þessa stundina:

1. Fréttamenn RÚV og stússið kringum þá.
Þeir verða fullkomlega móðursjúkir eins og valíumsjúkar kerlingar þegar útvarpsstjóri valdi mann til starfns, sem var ekki einn af þeim fimm vinum Boga Ágústssonar, sem Bogi hafði mælt með. Ekki það að Bogi hafi neitt frekar rökstutt meðmæli sín, nema að þeir hefði áralanga starfsreynslu - rétt eins og Auðunn, sem ráðinn var. Hann hefur líka háskólamenntun í stjórnmálafræði, hefur sótt námskeið við Blaðamannaháskóla Norðurlandaráðs, var fréttaritari bæði í Köben og Tókýó og uppfyllir öll skilyrði ráðningar. Mig grunar að ástæðan fyrir þessu upphlaupi sé að Bogi fékk ekki vin sinn ráðinn og því fari þessir fréttamenn allir að grenja.
Plebbar...

2. Séra Örn Bárður. Notaði tíma sinn í pontu á sunnudaginn til að úthúða íslenskum ráðamönnum vegna ráðningar Auðuns Ólafssonar í starf fréttastjóra. Gerði að því skóna að ráðamenn væru að misnota aðstöðu sína. Ef Örn Bárður var ekki að misnota aðstöðu sína sjálfur veit ég ekki hvað. Hann á að segja af sér. Ef ekki á biskup að setja hann af. Að mínu viti er fátt alvarlegra en þegar prestar misnota svona aðstöðu sína. Svo má spyrja sig af hverju upptökur af ræðunni komu í fréttum. Voru útvarps og sjónvarpsmenn bara fyrir tilviljun staddir á staðnum með upptökuvélarnar í gangi?

3. Salma Hayek. Hún er að fara að freta í fótspor Charlize Theron og leika offitusjúka og forljóta konu sem drepur fólk. Hvers eiga ljótu leikkonurnar að gjalda? Loksins þegar koma hlutverk fyrir þær eru gyðjur eins og þessar tvær bara sminkaðar í eitthvað rollulúkk og aksjón.
Ljótu leikkonurnar halda svo áfram að vinna á McDonalds og leika í áhugamannaleikfélagi Los Angeleshrepps.

4. Veðrið - mér er kalt.

5. Geir Ólafs. Hvert skipti sem ég heyri í honum líður mér eins og einhver hafi bakkað ´79-módelinu af Mazda 818 station yfir punginn á mér. Ég skal glaður syngja á jarðarförinni hans - sem fyrst.

Langar svo að minnast á St. Patrick´s day, sem er á fimmtudaginn. Þá er ég að spila, ásamt fríðu föruneyti, á Djöflíner, efri hæð - blindfullur.
Komiði.

Thursday, March 10, 2005

Nú?

Fyrst það er til Nýlistasafn Íslands, af hverju er ekkert Nýhilistasafn Íslands?

Tuesday, March 08, 2005

Brad og Jennifer

Mbl.is segir í dag frá því að Brad Pitt og Jennifer Aniston hafi ákveðið að leita aðstoðar hjónabandsráðgjafa.

Mikið er ég feginn.

Thursday, March 03, 2005

Gillette

Ákvað að styrkja Gillette-samsteypuna og kaupa mér nýju batterýsknúnu raksköfuna sem Beckham auglýsir. Hann er nú alltaf svo vel til fara. Mætti í vinnuna svona líka stífrakaður - gott ef ég er hreint ekki orðinn skömminni skárri í fóbbolt líka!
Alveg rangstæður.
Ætla hinsvegar ekki að versla í 10-ö11 í smástund, því þá er ég greinilega hommi. Svo auglýsir Nóatún "ódýrustu verðin í bænum". Ekki nóg með að verð sé annað tveggja hátt eða lágt - ekki ódýrt - er orðið verð ætíð í eintölu. Nóatún er þarna að hreint nauðga íslenskri tungu í þurrann anusinn og því verð ég að sleppa því í smástund að borða kjúklinginn frá þeim.
Verð ég að versla í 11-11?