Tuesday, March 15, 2005

Afsakið

Biðst vélmyrðingar á bloggfjarveru minni, en ég á mér líf og hef þurft að sinna því (var upptekinn við að spila Return to Castle Wolfenstein).
Hvað um það, bloggið verður þá bara langt núna. Líka leiðinlegt.

Botn fimm listinn í dag - listi yfir það sem ég þoli ekki þessa stundina:

1. Fréttamenn RÚV og stússið kringum þá.
Þeir verða fullkomlega móðursjúkir eins og valíumsjúkar kerlingar þegar útvarpsstjóri valdi mann til starfns, sem var ekki einn af þeim fimm vinum Boga Ágústssonar, sem Bogi hafði mælt með. Ekki það að Bogi hafi neitt frekar rökstutt meðmæli sín, nema að þeir hefði áralanga starfsreynslu - rétt eins og Auðunn, sem ráðinn var. Hann hefur líka háskólamenntun í stjórnmálafræði, hefur sótt námskeið við Blaðamannaháskóla Norðurlandaráðs, var fréttaritari bæði í Köben og Tókýó og uppfyllir öll skilyrði ráðningar. Mig grunar að ástæðan fyrir þessu upphlaupi sé að Bogi fékk ekki vin sinn ráðinn og því fari þessir fréttamenn allir að grenja.
Plebbar...

2. Séra Örn Bárður. Notaði tíma sinn í pontu á sunnudaginn til að úthúða íslenskum ráðamönnum vegna ráðningar Auðuns Ólafssonar í starf fréttastjóra. Gerði að því skóna að ráðamenn væru að misnota aðstöðu sína. Ef Örn Bárður var ekki að misnota aðstöðu sína sjálfur veit ég ekki hvað. Hann á að segja af sér. Ef ekki á biskup að setja hann af. Að mínu viti er fátt alvarlegra en þegar prestar misnota svona aðstöðu sína. Svo má spyrja sig af hverju upptökur af ræðunni komu í fréttum. Voru útvarps og sjónvarpsmenn bara fyrir tilviljun staddir á staðnum með upptökuvélarnar í gangi?

3. Salma Hayek. Hún er að fara að freta í fótspor Charlize Theron og leika offitusjúka og forljóta konu sem drepur fólk. Hvers eiga ljótu leikkonurnar að gjalda? Loksins þegar koma hlutverk fyrir þær eru gyðjur eins og þessar tvær bara sminkaðar í eitthvað rollulúkk og aksjón.
Ljótu leikkonurnar halda svo áfram að vinna á McDonalds og leika í áhugamannaleikfélagi Los Angeleshrepps.

4. Veðrið - mér er kalt.

5. Geir Ólafs. Hvert skipti sem ég heyri í honum líður mér eins og einhver hafi bakkað ´79-módelinu af Mazda 818 station yfir punginn á mér. Ég skal glaður syngja á jarðarförinni hans - sem fyrst.

Langar svo að minnast á St. Patrick´s day, sem er á fimmtudaginn. Þá er ég að spila, ásamt fríðu föruneyti, á Djöflíner, efri hæð - blindfullur.
Komiði.

3 Comments:

Blogger Olga Bj� said...

Svei mér þá, ég held að ég sé sammála flestu af botn 5....

Þrátt fyrir hóp blogg-aðdáenda þá finnst mér gott hjá þér að láta vita af því að þú átt þér líf utan þess. Þú bara bloggar þegar þú vilt, ekki þegar aðrir vilja!

1:09 PM  
Blogger DonPedro said...

Fínn listi. Finnst þú samt vera að gera lítið úr Spaugstofunni að hafa þá ekki með á þessum lista.

4:44 PM  
Blogger Ingvar Valgeirsson said...

Hættur að horfa á Spaugstofuna. Því fer hún ekki lengur í taugarnar á mér.

5:18 PM  

Post a Comment

<< Home