Wednesday, March 30, 2005

Ferming, Fischer og fleira.

Mikið ljómandi brá mér í morgun þegar ég var á leið til vinnu. Sá flennistórt skilti frá DV hangandi utan á sjoppu einni á Rauðarárstíg hvar stóð stórum stöfum:

“Ingvari flogið út vegna hlutverks í DaVinci lyklinum”

og varð ég feginn mjög. Ekki það að mér fyndist bókin svo æðisleg, alveg alltílæ, en ég hélt að ég hefði lent í gríðarslæmu blakkáti og ráðið mig til að leika í stórmynd með Tom Hanks, Jean Reno og Audrey Tatú úr Amelie. Hélt eitt andartak að Hollívúddmaskínan hefði komið auga á ótvíræða stórleikarahæfileika mína í Browniesauglýsingunni í fyrra og flogið hingað spes til að ráða þennan hæfileikaríka mann í gott hlutverk í stórmynd til að deila snilld hans með heiminum. En nei…
Þetta var vitlaus Ingvar, þ.e.a.s. Ingvar Eggert Sigurðsson, sem var verið að tala um. Hann er víst einn af þeim sem koma til greina sem morðóði munkurinn í myndinni. Hann reddaði málunum eftirminnilega í Widowmaker með Harrison Ford, fórnaði þar lífi sínu til að bjarga áhöfninni á kafbátnum (ekki Halastjörnunni) og á því skilið að fá þennan bita. Svo var honum hafnað sem Darth Maul í Star Wars efnasóda eitt, enda hafa Star Wars-myndirnar farið hríðversnandi frá því. Gangi þér vel, nafni, og vonandi verðurðu næsti Bond.

Hvað um það, fermdi eldri stráksveppinn minn á mánudaginn. Hann hefur nú breytt nafni sínu í Jóakim sökum ríkidæmis. Ég er enn að drepast í maganum eftir almennt ofát. Er líka gríðarglaður yfir því að hann fékk fullt af dvd-myndum sem ég á eftir að sjá - og iPod Shuffle.
Skemmtilegt líka að þegar stelpurnar voru fermdar sagði Séra Prestur: “Vilt þú gera Jesú o.s.frv.” og þær hvísluðu ofurlágt: “já”. Svo komu strákarnir, minn þar fremstur í flokki (og langminnstur) og svaraði fullum hálsi “JÁ!” og gaf þar með tóninn fyrir strákana. Gaman að þessu. Organisti var Hörður Bragason, a.k.a. rabbabaraþjófurinn, áður í hljómsveitinni Oxzmá. Gerði hann sitt listavel, hvort heldur sem um var að ræða kórstjórn eða píanó/orgelleik. Bévaður snillingur.

Bobby Fischer… júðar um heim allan alveg vitlausir. Símon Garfúnkel stofnunin mótmælir opinberlega. Allt út af geðveikisröfli í aflóga gamalmenni. Ef einhver geðsjúklingur segist hafa samið Bítlalögin fer ekki Paul McCartney á taugum og rýkur í blöðin – onei. Fullt af geðveiku fólki segir allan andsk… og öllum er skítsama. En þegar geðveikt gamalmenni segir eitthvað um gyðinga verða þeir brjálaðir. Eins og konur, það má ekki gera grín að þeim án þess að einhverjar rauðsokkur verði dýrvitlausar, þó grínið komi frá geðsjúklingum eins og Sverri Stormsker. Samt segir enginn neitt vegna alls þess sem þeir á Ómega segja um araba. Þetta er bara einn af ókostunum við tjáningarfrelsi vort. Ekki láta röfl fara í taugarnar á ykkur og narra ykkur í rifrildi, þá eruði búin að tapa.
Og ekki orð um það meir!

3 Comments:

Blogger Olga Bj� said...

Djöfulsins snillf eru þessir pistlar hjá þér.
Til hamingju með fermingarsvepp aðalönd. Fermingjargjafir í dag eru nú annað en tíðkaðist þegar maður var ungur. Þrír eins lampar, 3 gestabækur og eitthvað álíka. Búningurinn toppaði þó allt; appelsínugulur hljósveitastjórabúningur, gul skyrta, græn slaufa og grænn lindi um mittið. Hárið eins og strætisvagnaskýli.
Jájá.

9:46 AM  
Anonymous Anonymous said...

Elsku kúturinn minn til hamingju með kútinn þinn :o) Hann er eins og pabbi sinn blessaður, skemmtilegur drengur sem situr ekki á sínu, gaman að hann hafi látið í sér heyra í kirkjunni.
Knústann frá mér.

Alveg er ég sammála þér um þetta Fischer dæmi, maður á ekkert að vera að hlusta á þennan mann hvorki fjölmiðlar né aðrir (það er eins og ekkert annað sé á seiði á landinu en þessi kaddl) Það á bara að tríta hann eins og óþægu börnin, ekki veita athyggli þega þau eru óþæg, einungis þegar þau eru góð, þá víkur sú hegðun sem enga athyggli fær.

Farðu vel með þig rúllurass, sí jú súún, Brynflinka.

10:21 AM  
Anonymous Anonymous said...

Til hamingju með eldri svepp :) og mikið held ég að þú yrðir flottur sem morðóður munkur..

Bengta

12:29 PM  

Post a Comment

<< Home