Thursday, April 28, 2005

Styrkir

Var að lesa frétt þess efnis að hinir og þessir íslenskir músíkantar hefðu verið að fá pening frá okkur skattborgurum, svokallaða styrki, á dögunum. Nú er ég, eins og þeir sem þekkja mig vita, ekki mjög hlynntur (er þetta orð ekki rétt skrifað) svoleiðis löguðu, en skil samt hvað vakir fyrir mönnum í sumum tilfellum. Til dæmis fékk Smekkleysa einhverja hundraðþúsundkalla til að senda einhverjar hljómsveitir - m.a. Jagúar með vinnufélaga minn Fúsa Óttars innanborðs - til útlanda og er það ætlað sem landkynning. Svoleiðis lagað má mögulega réttlæta þó svo ég sjái margt meira aðkallandi í samfélaginu.

En hvað meina menn með milljón króna styrk til Siglufjarðar vegna víóluhátíðar!?!?! Er þetta skítapleis ekki búið að fá nóg með vel á sjöunda milljarð vegna jarðgangna, sem gera ekkert gagn nema þá helst að gera flóttann suður auðveldari? Ekki nóg með að það sé verið að styrkja bæjarfélag sem enginn hefur áhuga á að búa í, heldur er það vegna hátíðar tileinkuðu einhverju hljóðfæri sem enginn hefur áhuga á að spila á - eða hlusta á! Aaaarrrgh!

Ég væri eflaust mjög pirraður ef ég væri ekki búinn að kaupa mér miða á Velvet Revolver á A-svæði.

Hvenær verður byrjað að selja miða á Djúran?

Wednesday, April 27, 2005

Geir og strætó

Geir Ólafsson í útvarpinu áðan:

"Mér hitnaði svolítið í kolunum..."

Ég vissi ekki að hann væri kolakyntur, en það útskýrir margt. Kolakynt er nefnilega yfirleitt gufuknúið og það hafði mig lengi grunað að Geir væri.
Olga, ekki voga þér að fara að segja neitt fallegt um hann.

Annars, í gær varð árekstur rétt hjá Kringlunni hvar fólksbíll og strætisvagn lentu saman. Þrír slösuðust og er það slæmt, en það er ekki það sem ég ætla að fjalla um. Í fólksbílnum voru ökumaður og tveir farþegar - í strætónum sama. Tveir farþegar. Rétt fyrir hádegi.
Ég vinn rétt hjá Hlemmi og sé margsinnis á hverjum degi hálf - og altóma strætóa renna að og frá Hlemmi. Borgaryfirvöld segja strætó draga úr mengun, en ég á bágt með að trúa því að díselreyksspúandi risavagnar með enga farþega dragi úr mengun. Svo þætt mér vænt um að vita hvað þetta étur upp af skattpjéningnum mínum á ársbasis. Væri ekki ódýrara að senda hvern og einn bara með leigubíl?

Monday, April 25, 2005

WEE-HAH!!!

Stebbi Stuð, minn hundtryggi samstarfsmaður í búð Tóna og af og til meðspilari, og kerlingin hans, hún María rafvirkisnemi, voru að eignast stelpukind fyrir stundu.
Óska ég þeim til hamingju með vídeókameruna sem þau eignuðust í gær - og barnið, náttúrulega.

Thursday, April 21, 2005

Stuð og fjör

Nú er nýji páfinn búinn að vera alveg meira en sólarhring í embætti og sýnist mér á honum að hann eigi mögulega nokkra eftir áður en hann hverfur til vinnuveitanda síns. Þá er ég ekki að tala um afmælisbarn dagsins, Adolf nokkurn Hitler, sem er 117 vetra í dag og hefur aldrei verið hressari.

Hann á ammmæli í dag, hann á ammæli í dag, hann á ammæli hann Dolli, hann á ammæli í dag!

Páfinn var nebblega í Hitlersæskunni, sjálfum sér og núverandi vinnuveitanda til lítillar gleði.
Hvað um það, ég er með hugmyndir um hvað páfinn mætti gera áður en hann hrekkur upp af.

1. Gera eitthvað í því að prestum kaþólsku kirkjunnar sé bannað að giftast og dúndra kellingar. Það verður bara til þess að þeir sturlast í hausnum. Þá verður pikkupplínan hjá þeim á þessa leið; "Komdu litli altarisdrengur, þetta typpi er ekki að fara að sjúga sig sjálft!" og er það engum til góðs nema kannski Satan sjálfum. Páfinn mætti pæla í þessu, ef hann lifir kvöldið.

2. Getnaðarvarnir eru ekki alslæmar og hans heilagsleiki mætti alveg hugsa út í það. Mér vitanlega er smokkum hvergi hallmælt í Biblíunni og hef ég lesið helling í henni. Ég er ekki á þvi að menn fari á grillið fyrir notkun getnaðarvarna.

3. Útrýma Noregi og innfæddum.

Vík ég nú að öðru. I-podinn minn er æði og er fátt betra en að labba um götur borgarinnar með síns eigins sándtrakk í eyrunum á blasti. Gary Numan, Rush, Iron Maiden, Velvet Revolver, Vítissódi, Lenny Kravitz, Frank Sinatra, Steely Dan, Stranglers, Arcadia (muniði eftir þeim?), Duran og bara allt saman á blasti á hljóðhimnum manns. Fokkings brilljant!
Bið að heilsa eftir Inga T.

Wednesday, April 20, 2005

Til hamingju með páfann!

Óska ykkur til hamingju með nýja páfann, sem er eitthvert germanskt gamalmenni sem enginn veit hver er. Hann heitir eitthvað Ratzinveiler eða eitthvað og er fokkings 78 ára.

SJÖTÍUOGÁTTA ÁRA!!!

Ég sé fyrir mér Jóhannes Pál fyrsta oll óver agjén.

Allavega, Pétur í filmusi rústaði djétrauninni og fær Hard Cash með Val Kilmer og Christian Slater í verðlaun.

Svo langar mig að þakka Inga Val, Símoni, Bibba, Jóni Kjartani og Rúnari í Sixtís fyrir að hlaupa í skarðið fyrir mig þegar ég svaf yfir mig á gigg á laugardagskvöldið. Gaman að vita að það þurfi fimm manns til að leysa mig af. Ég skipti mínum hlut í fimm parta og póstsendi hverjum fyrir sig.

Svo er ömurlegt sjónvarp í kvöld til að toppa þetta...

Tuesday, April 19, 2005

Djétraun

Kona ein var á allra vörum fyrir um 17 árum fyrir svívirðilega framkomu í garð ungs manns. Sá hét Atli og var að sögn smámæltur. Konan kyssti hann aðeins, en svaf hjá öðrum. Vernharð, vinur Atla, lét hana svo heyra það og kallaði hana skepnu og jafnvel nöðru svo alþjóð heyrði til.
Atli hafði beðið konunnar lengi og var að vonum sorrí, svekktur og sár yfir framkomu hennar í sinn garð.
Það var tekið sem dæmi um kaldlyndi konunnar að hún fór aðeins í sturtu, en ekki út í sundlaugina sjálfa.

Hvað hét konan?

Verðlaun eru einhver dvd-mynd sem ég er hættur að horfa á.

Friday, April 15, 2005

Fréttir

Það sem ég gerði í gær:

Mætti í vinnuna.
Fór úr vinnunni og keypti mér stóra íbúð úti á landi (Breiðholti) fyrir ógeðslega margar milljónir.
Lærði smá á i-Podinn sem Haukur frændi keypti handa mér í útlandinu, er að fylla hann af Rush, Stranglers og Iron Maiden-lögum.
Fór að spila á Döbblíner.
Datt í það til að fagna því að vera búinn að læra eitthvað á i-Podinn.

Ég skuldaði meira þegar ég vaknaði í dag en þegar ég vaknaði í gær.

Hver er Þangbrandur?

Þangbrandur er kisi sem kemur fyrir í aukahlutverki í einni af Viggóbókunum og hananú!

Þar með er þessi getraun úr sögunni og enginn fær verðlaun nema ég fæ mér Guinness í kvöld.

Næsta getraun:

Í hvaða bók kemur fyrir borgin Týrus?

Wednesday, April 13, 2005

Þangbrandur

Nú, ég hef ekkert svar fengið við getrauninni. Í hvaða sögubálki kom fram kötturinn Þangbrandur og hvað heitir aðalsöguhetjan þar á bæ?

Tuesday, April 12, 2005

Allt í drazli, röfl og allskonar.

Sá óvart um daginn þáttinn "Allt í drasli" á Skjá Sveins. Þar voru Heiðar snertir ásamt einhverri hússtjórnarskólastýru með aflitað hár að taka til hjá fólki sem hafði greinilega ekki tekið til, þrifið, vaskað upp né sturtað niður síðan Kristján Eldjárn var kjörinn forseti. Þar var mygluskán á klósettgólfinu, matarleifar í eldhúsinu, bláar að lit, sem voru byrjaðar að tala saman, óhreinindi ýmiskonar í tonnavís, uppvask sem iðaði auk bara almenns rusls sem maður hélt að væri ekki hægt að safna í svona miklu magni í eina íbúð. En það ógeðslegasta í íbúðinni - jú - Heiðar snyrtir. Hver bauð þessu í sjónvarp?
Agalegt að Umferðarráð skyldi skipta út auglýsingunum sem allt varð vitlaust út af (stelpudruslu hent niður tröppur, strákpjakkur hleypur fram af svölum) fyrir þessar asnalegu dónabarnaauglýsingar sem nú birtast okkur bæði á sjónvarpsskjánum og borgarkortum um allan höfuðstaðinn.
Hér fyrir utan gluggann á búð Tóna er mynd af einhverjum strákskratta sem steytir hnefann undir yfirskriftinni "kanntu ekki að keyra, aulinn þinn?". Það segir enginn svona í umferðinni. Ef fólk er pirrað og er farið að öskra á aðra ökumenn notar það ekki orðið "auli". Fólk segir (öskrar) eitthvað eins og:

1. "Fékkstu ökuskírteinið í seríospakka, nasistamellan þín?"

2. "Ertu á mála hjá réttingaverkstæði, tussusnúðurinn þinn?"eða

3. "Djö$#&%! tuss#"%&!/ rassg#"%$&% homm!#"$#%$&, og pabbi þinn líka!"

Hvað um það, ég er í fíling, er að fara að spila með Agli Rabbs og Halla Hólm á Döbblíner um næstu helgi, verður það fílingur þvílíkur. Svo er ég að trúbba þar miðvikudags, fimmtudags og sunnudagskvöld, svo þetta er ein af þessum löngu helgum. Plús það er ég að spila í einhverju einkasamkvæmi laugardagskvöld og missi því blessunarlega af Spaugstofunni.Nú, langt er síðan ég var með getraun. Hér er ein, verðlaun eru hin sívinsæla bíómynd "Hard Cash" með úrvalsleikurunum Christian Slater og Val Kilmer. Þeir eru það eina góða við myndina. Myndin er á dvd í fullkomlega löglegri útgáfu, keypt í 2001 í fyrra og lenti svo beint í vondumyndahaugnum mínum, sem fer sístækkandi.Getraunin er á þessa leið:

Í vinsælum sögum kemur fyrir kötturinn Þangbrandur. Hver er aðalsöguhetjan í sögunum?

Svör óskast í kommentakerfinu og bind ég miklar vonir við að Hanna Þórey vinni þetta, enda er hún háskólamenntuð í bók-eitthvað. Hanna, ég er ennþá með móral eftir að ég togaði í hárið á þér ´91. Fyrirgefðu.

Friday, April 08, 2005

Páfinn, part two og almennt röfl..

Hæ. Ég vaknaði fullsnemma í morgun miðað við hvað ég fór seint að sofa, en það var út af því að það var svo gaman í gær. Ég var að spila á Döbblíner og fullt af skemmtilegu fólki kom á svæðið, Egill Rabbs ásamt tjærustunni sinni frá Englandi, Heiða og Dabbi úr Ædol (þau töpuðu bæði), Garðar trúbadúr (sem endaði á að spila stóran part kvölds því ég var á svo mikilli kjaftatörn) og bara fullt af stjemmtilegu fólki. Ég drakk smá bjór… eða mikinn… og var í gríðarlegu stuði.
En hvað um það, ég vaknaði í morgun eins og áður kom fram og þarf það ekki að koma neinum á óvart. Sá smá frá beinni útsendingu frá jarðarför páfa. Skil illa akkuru þetta er í beinni, yfirleitt eru það fóbboltaleikir og svoleiðis sem eru í beinni því það er svo spennandi og enginn veit útkomuna, en jarðarför er alltaf býsna fyrirsjáanleg. En það er nú kannski ekki málið, heldur kistan. Lúðaleg, ljósviðarlituð og ljót líkkista. Leit út fyrir að kosta svona fimmþúsundkall. Þessi yfirstrumpur hins kaþólska heims, í augum margra staðgengill Guðs á jörðu, baráttumaður gegn kommúnisma og kexruglaður kaþólokkasveppur lagður til hinstu hvílu í kassa sem er svo ljótur að ég myndi ekki einu sinni nota þetta sem snúrukistu! Gat ekki einhver vel stæður kaþólikki splæst í þolanlegan hinsta svefnstað fyrir þennan merka mann?Fari hann vel, bið að heilsa í pörgatoríuna. Eða eins og Villi orðaði það – páfinn er dáinn – túkall!
Best að fara í vinnuna...

Thursday, April 07, 2005

Fimmtudaxkvöld

Fimmtudaxkvöld og mig langar á ball! Ég er að fara að leika fyrir drykkju á Bar Satans (Djöflíner) á eftir, byrja aðeins upp úr klukkan tuttuguogtvö (tímasetningin heitir ekki eftir samnefndum hommabar) og kem til með að spila Bítlalög eins og ég kemst upp með.
Mætið allir á Döbblíner, þar sem Guinnessinn flýtur eins og bjór!
Kvenslysafélagið Túban.

Wednesday, April 06, 2005

Apríll

Var að lesa um eitt skemmtilegasta aprílgabb allra tíma. Í Sitka, Alaska er fjall sem heitir Mount Edgecombe, gamalt og óvirkt eldfjall. Einn íbúi Sitka, Porky Bickar, tók sig til þann síðasta dag marsmánaðar 1974 og ók nokkrum bílhlössum af gömlum bíldekkjum upp á fjall og dröslaði þeim ofan í gíginn. Snemma morguns þann fyrsta apríl lagði hann eld að þessu öllu saman (skárra en að kveikja í plötunum sínum, Gústi) og bærinn allur fór á hvolf, enda menn fullvissir að fjallið væri að fara að gjósa.
Nokkrum árum seinna sprakk, eins og frægt varð, Mount Helena og varð æði mörgum að bana. Einn íbúi Sitka gaf sig þá á tal við Bickar og tjáði honum að þarna hefði hann gengið full-langt.

Reynir reynir og reynir

Jú,það er gaman að honum Reyni, fyrrum ritstjóra DV og nú ritstjóra Mannlífs. Hann smyglaði grammi af kókaíni gegnum tollinn og gaf sig svo fram við tollverði og taldi sig góðan. Hann er að skrifa, segir hann, bók um fíkniefnaheiminn á Íslandi (ætli það sé beint framhald af bók hans um Lindu Pé, systur Helga Pé?) og langaði til að upplifa tilfinninguna sem burðardýr fá við vinnu sína. Vonandi fær hann bráðum tilfinninguna að hafa fíkniefnamisferli á sakaskránni sinni og fá heví sekt fyrir athæfið. Persónulega finnst mér að það gefi manni ekkert leyfi til að fara á svig við lögin þó maður sé að skrifa bók. Annar hver maður á Íslandi hefur skrifað bók og það langoftast án þess að þurfa að fremja glæp á meðan. Mögulega hefur þetta átt að vera einhverskonar tsjíp auglýsing á bókinni, en þeir hjá tollinum voru ekki hrifnir. Eins og einn þeirra sagði, þá hefur rithöfundurinn ekki gert sér grein fyrir því kostnaðarsama og tímafreka ferli sem hann hefur hrundið af stað. Finnst mér líka fullkomlega ástæðulaust að láta okkur skattborgara borga það ferli, senda reikninginn á Reyni Traustason. Hvað finnst ykkur, mínir hundtryggu lesendur, báðir tveir?

Monday, April 04, 2005

Klú klúx klan

Ég var að heyra að íslenzkir þjóðernissinnar ættu sér uppáhaldslag - "göngum yfir brúna".
Ingvar æðstidreki.

Sunday, April 03, 2005

Páfinn

Dedd

Saturday, April 02, 2005

Enn af Auðunni

Mikið ógeðslega verður fyndið þegar Auðunn Georg mætir í vinnuna hjá Rúv á mánudaginn. Menn verða hvumsa og hvá mjög, telja að hann hafi hætt við að taka við stöðu fréttastjóra þar á bæ. Þá segir Auðunn:

"FYRSTI FOKKINGS APRÍL!"

Ég bíð spenntur...

Friday, April 01, 2005

Röfl

Mikið svakalega er ég orðinn langþreyttur á kerlingarvælinu í fréttamönnum Rúv. Þeir vilja ekki nýja fréttastjórann því pabbi hans er framsóknarmaður, segja að fréttastofan verði ekki hlutlaus ef pabbi fréttastjórans er flokksbundinn. Þeir segja að landsmenn verði að geta treyst fréttastofu Rúv. Hvernig get ég treyst fréttastofu, sem eyðir öllum fréttatímum í að reyna að troða skoðunum starfsmanna sinna, þ.e. að nýji fréttastjórinn sé óhæfur, sem hann er bersýnilega ekki, inn á hlustendur og áhorfendur? Það er sama hversu pólítískur fréttastjórinn er, hann myndi aldrei nokkurntíma leyfa eða fara fram á svona einsleitar fréttir og litaðar af skoðunum fréttamannanna sjálfra. Fjölmargir fréttamenn hafa hótað að segja af sér, sem er fínt, því þeir eru greinilega óhæfir með öllu. Vil svo benda á að pabbi minn er, eða allavega var, framsóknarmaður, sem gerir mig alls ekki að slíkum. Frekar myndi ég bora í hnéskelina á mér en kjósa þann flokk.

Hvað um það, keypti mér diskinn með Velvet Revolver. Hann er fínn.

Sá Saw um daginn. Hún er alltílæ, ekkert spes, gengur ekki alveg nógu vel upp.

Sá líka Target með Gene Hackman og Matt Dillon, spennumynd frá ´85. Alltílæ, fæst á einhvern 1000-kall í 2001 á dvd.

Vil svo að lokum benda á að Jesú er að árita Bibblíuna í Eymundson milli 3 og 5 í dag, strax eftir að Nælon tekur lagið í Gítarnum, Stórhöfða.
Til hamingju með ammælið í gær, Bibbi í Gos og Christopher Walken.