Tuesday, April 12, 2005

Agalegt að Umferðarráð skyldi skipta út auglýsingunum sem allt varð vitlaust út af (stelpudruslu hent niður tröppur, strákpjakkur hleypur fram af svölum) fyrir þessar asnalegu dónabarnaauglýsingar sem nú birtast okkur bæði á sjónvarpsskjánum og borgarkortum um allan höfuðstaðinn.
Hér fyrir utan gluggann á búð Tóna er mynd af einhverjum strákskratta sem steytir hnefann undir yfirskriftinni "kanntu ekki að keyra, aulinn þinn?". Það segir enginn svona í umferðinni. Ef fólk er pirrað og er farið að öskra á aðra ökumenn notar það ekki orðið "auli". Fólk segir (öskrar) eitthvað eins og:

1. "Fékkstu ökuskírteinið í seríospakka, nasistamellan þín?"

2. "Ertu á mála hjá réttingaverkstæði, tussusnúðurinn þinn?"eða

3. "Djö$#&%! tuss#"%&!/ rassg#"%$&% homm!#"$#%$&, og pabbi þinn líka!"

Hvað um það, ég er í fíling, er að fara að spila með Agli Rabbs og Halla Hólm á Döbblíner um næstu helgi, verður það fílingur þvílíkur. Svo er ég að trúbba þar miðvikudags, fimmtudags og sunnudagskvöld, svo þetta er ein af þessum löngu helgum. Plús það er ég að spila í einhverju einkasamkvæmi laugardagskvöld og missi því blessunarlega af Spaugstofunni.Nú, langt er síðan ég var með getraun. Hér er ein, verðlaun eru hin sívinsæla bíómynd "Hard Cash" með úrvalsleikurunum Christian Slater og Val Kilmer. Þeir eru það eina góða við myndina. Myndin er á dvd í fullkomlega löglegri útgáfu, keypt í 2001 í fyrra og lenti svo beint í vondumyndahaugnum mínum, sem fer sístækkandi.Getraunin er á þessa leið:

Í vinsælum sögum kemur fyrir kötturinn Þangbrandur. Hver er aðalsöguhetjan í sögunum?

Svör óskast í kommentakerfinu og bind ég miklar vonir við að Hanna Þórey vinni þetta, enda er hún háskólamenntuð í bók-eitthvað. Hanna, ég er ennþá með móral eftir að ég togaði í hárið á þér ´91. Fyrirgefðu.

3 Comments:

Anonymous Anonymous said...

Petur i Filmusi stendur a gati. Ekki Hviti Vikingurinn Thangbrandur sjalfur, Thangbrandur ur Njals sögu... thetta er erfitt

8:24 PM  
Blogger DonPedro said...

Svaf ekkert í nótt út af getrauninni. Dauðlangar í þennan vinning. Fokk.
Pétur í Filmus-i

9:27 AM  
Anonymous Anonymous said...

Er það nokkuð köttur Bakkabræðra?

Brynsnúður.

12:02 PM  

Post a Comment

<< Home