Tuesday, April 12, 2005

Allt í drazli, röfl og allskonar.

Sá óvart um daginn þáttinn "Allt í drasli" á Skjá Sveins. Þar voru Heiðar snertir ásamt einhverri hússtjórnarskólastýru með aflitað hár að taka til hjá fólki sem hafði greinilega ekki tekið til, þrifið, vaskað upp né sturtað niður síðan Kristján Eldjárn var kjörinn forseti. Þar var mygluskán á klósettgólfinu, matarleifar í eldhúsinu, bláar að lit, sem voru byrjaðar að tala saman, óhreinindi ýmiskonar í tonnavís, uppvask sem iðaði auk bara almenns rusls sem maður hélt að væri ekki hægt að safna í svona miklu magni í eina íbúð. En það ógeðslegasta í íbúðinni - jú - Heiðar snyrtir. Hver bauð þessu í sjónvarp?

7 Comments:

Blogger Villi said...

Heiðar ekki bara snertir mann heldur hreyfir hann við manni og öðrum.

6:39 PM  
Blogger Olga Bj� said...

Heiðar er fínn kall!

Olga samverja

7:01 PM  
Anonymous Jósi said...

Mig langar að:
1. Draga fram myndina alræmdu af Heiðari sem gekk á netinu um árið.
2. Prenta hana út.
3. Krumpa saman og henda út í horn í íbúðinni minni.
4. Skrá mig í þáttinn og bíða eftir því að Heiðar finni myndina - í beinni.

7:22 PM  
Blogger Ingvar Valgeirsson said...

Hvernig er það með þig, Orgel, nærð þú ætíð að draga fram það bezta í fólki? Maður getur ekki gjört eilítið grín að, eða reynt að dissa viðurstyggilega, nokkurn mann eða konu hér án þess að reynzla þín af viðkomandi hafi bara verið ágæt í verzta falli!
Ég ætla nú að "play it safe" (leika pjéningaskáp) og hrópa fullum hálsi að Ástþór Magnússon sé ekki alveg heill í skóginum sem hann gekk til.

11:06 AM  
Anonymous Anonymous said...

Við höfum öll jafn mikinn tilverrétt og erum öll jöfn í Guðs augum.
Auðvitað Ingvar minn, mun alltaf vera hægt að finna fólk sem einhverjum, jafnvel mörgum ekki líkar við. Það þýðir þó ekki að einu sinni hafi það fólk ekki verið saklaus lítil börn sem einungis umhverfið átti eftir að spilla.
Það er jú einmitt fólk sem skemmir annað fólk og getur fólk því fólki um kennt ;o)

Brynhula.

2:17 PM  
Anonymous Anonymous said...

P.S. Ég er þeirrar tækni aðnjótandi að geta bæði skift og slökkt á mínu sjónvarpstæki þegar þar er eitthvað sem mér ekki líkar.
En tækninni hefur náttulega ekki fleitt eins mikið framm á höfuðborgarsvæðinu eins og hér í sveitinni.

Brynbumbulínurasskálfur.

2:21 PM  
Blogger Olga Bj� said...

Styrkleikar Heiðars eru húmor fyrir sjálfum sér og það að sjá það besta í fólki. Hann getur horft á akfeita konu og bara séð hvað hún er með blá augu. Þannig eru ekki margir, því miður.

Ég hef engar málsbætur hvað Ástþór varðar, þekki hann ekki. ;)

2:09 PM  

Post a Comment

<< Home