Tuesday, April 19, 2005

Djétraun

Kona ein var á allra vörum fyrir um 17 árum fyrir svívirðilega framkomu í garð ungs manns. Sá hét Atli og var að sögn smámæltur. Konan kyssti hann aðeins, en svaf hjá öðrum. Vernharð, vinur Atla, lét hana svo heyra það og kallaði hana skepnu og jafnvel nöðru svo alþjóð heyrði til.
Atli hafði beðið konunnar lengi og var að vonum sorrí, svekktur og sár yfir framkomu hennar í sinn garð.
Það var tekið sem dæmi um kaldlyndi konunnar að hún fór aðeins í sturtu, en ekki út í sundlaugina sjálfa.

Hvað hét konan?

Verðlaun eru einhver dvd-mynd sem ég er hættur að horfa á.

6 Comments:

Blogger DonPedro said...

Konan hét Katla kalda. Mosi Frændi. 1988 ca.

Þú varst búinn að lofa
hjá honum að sofa
í staðinn strýkurðu Sveini
um brjóst og lær' í leyni

Vernharður Lár, vinur hans Atla
Hann er sorrí, svekktur, sár.
Þú ert skepna Katla.

4:08 PM  
Anonymous Anonymous said...

Demit..ég vissi þetta en ekki nógu snögg..

4:16 PM  
Anonymous Anonymous said...

Mér datt nú í hug að halda áfram með ljóðið, þó að þetta sé nú reyndar fremra erindi því sem komið er. Það hljóðar svo..
Katla þú ert köld í lund,
Fórst í sturt´en ekkí sund.
Kyssir einn en sefur hjá öðrum,
já svon´er líf með nöðrum !!

vernharður lár osfr

Kveðja..Hjörtur Lágr

4:20 PM  
Blogger Ingvar Valgeirsson said...

Hann beið þín nokkuð lengi
lengi, lengi, lengi
Það er kannski alltaf svona með
smámælta drengi

Til hamingju Pétur.
Þú færð í vellaun einhverja lélega mynd á dvd.

5:15 PM  
Anonymous Anonymous said...

Ég átti einu sinni kærustu sem hét Katla... Leiðinleg eins og vindurinn.

7:18 PM  
Blogger Ingvar Valgeirsson said...

Hver átti tjærustu sem hét Katla? Var það Katla á Gauknum? Hún var ekki leiðinleg, sú stúlka, var yfirleitt kölluð rauða hættan - eða Rauðhætta jafnvel - vegna þess að hún var rauðhærð og ef maður hitti hana endaði maður ætíð blindfullur einhversstaðar uppi í Mosó eða undir borði. Lifrin í mér stakk alltaf af ef hún sást í grennd.

9:33 PM  

Post a Comment

<< Home