Wednesday, April 27, 2005

Geir og strætó

Geir Ólafsson í útvarpinu áðan:

"Mér hitnaði svolítið í kolunum..."

Ég vissi ekki að hann væri kolakyntur, en það útskýrir margt. Kolakynt er nefnilega yfirleitt gufuknúið og það hafði mig lengi grunað að Geir væri.
Olga, ekki voga þér að fara að segja neitt fallegt um hann.

Annars, í gær varð árekstur rétt hjá Kringlunni hvar fólksbíll og strætisvagn lentu saman. Þrír slösuðust og er það slæmt, en það er ekki það sem ég ætla að fjalla um. Í fólksbílnum voru ökumaður og tveir farþegar - í strætónum sama. Tveir farþegar. Rétt fyrir hádegi.
Ég vinn rétt hjá Hlemmi og sé margsinnis á hverjum degi hálf - og altóma strætóa renna að og frá Hlemmi. Borgaryfirvöld segja strætó draga úr mengun, en ég á bágt með að trúa því að díselreyksspúandi risavagnar með enga farþega dragi úr mengun. Svo þætt mér vænt um að vita hvað þetta étur upp af skattpjéningnum mínum á ársbasis. Væri ekki ódýrara að senda hvern og einn bara með leigubíl?

2 Comments:

Blogger Olga Bj� said...

Sko, það er svo merkilegt með hann Geir. Það sem fleytir honum áfram er Leoncie syndromið, óbilandi trú á sjáfum þrátt fyrir alla fordómana. Svona eins og heyrnarlausi froskurinn. Árangur er svo allt annað mál. Ef ég hefði vott af þessu egói væri ég ekki bara orgel....heldur orgel í Vatíkaninu.....hjá Benna frænda.

12:00 AM  
Anonymous Anonymous said...

Geir Ólafsson er ÖÖÖÖÖÖÖÖÖÖÖÖMMMMMMMMMMMMUUUUUUUUUUUUURRRRRRRRRRRRRRRRRRLLLLLLLLLLLLLLLLLLEEEEEEEEEEEEEEEEEEGGGGGGGGGGGGGGGGGUUUUUUUUUUUUUUUUUURRRRRRRRRRRRRRRRRRRRRRRRRRRRRRRRRRRRR!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!

9:21 AM  

Post a Comment

<< Home