Friday, April 08, 2005

Páfinn, part two og almennt röfl..

Hæ. Ég vaknaði fullsnemma í morgun miðað við hvað ég fór seint að sofa, en það var út af því að það var svo gaman í gær. Ég var að spila á Döbblíner og fullt af skemmtilegu fólki kom á svæðið, Egill Rabbs ásamt tjærustunni sinni frá Englandi, Heiða og Dabbi úr Ædol (þau töpuðu bæði), Garðar trúbadúr (sem endaði á að spila stóran part kvölds því ég var á svo mikilli kjaftatörn) og bara fullt af stjemmtilegu fólki. Ég drakk smá bjór… eða mikinn… og var í gríðarlegu stuði.
En hvað um það, ég vaknaði í morgun eins og áður kom fram og þarf það ekki að koma neinum á óvart. Sá smá frá beinni útsendingu frá jarðarför páfa. Skil illa akkuru þetta er í beinni, yfirleitt eru það fóbboltaleikir og svoleiðis sem eru í beinni því það er svo spennandi og enginn veit útkomuna, en jarðarför er alltaf býsna fyrirsjáanleg. En það er nú kannski ekki málið, heldur kistan. Lúðaleg, ljósviðarlituð og ljót líkkista. Leit út fyrir að kosta svona fimmþúsundkall. Þessi yfirstrumpur hins kaþólska heims, í augum margra staðgengill Guðs á jörðu, baráttumaður gegn kommúnisma og kexruglaður kaþólokkasveppur lagður til hinstu hvílu í kassa sem er svo ljótur að ég myndi ekki einu sinni nota þetta sem snúrukistu! Gat ekki einhver vel stæður kaþólikki splæst í þolanlegan hinsta svefnstað fyrir þennan merka mann?Fari hann vel, bið að heilsa í pörgatoríuna. Eða eins og Villi orðaði það – páfinn er dáinn – túkall!
Best að fara í vinnuna...

9 Comments:

Blogger Olga Bj� said...

Get ekk verið meira sammála þér með kistuna. Hvílít og annað eins! Rúmfatalagerinn hefði getað boðið betur!

Orgel hins himneska friðar

2:08 AM  
Anonymous Anonymous said...

Sko það er nú pojntið!! kistan átti að vera ómerkileg og einföld til að lýsa yfir auðmýkt og einfaldleka trúarinnar sem hann átti að standa fyrir..
ég segi nú samt er þetta ekki full SEINT í rassinn gripið að ætla að nota kistuna til að koma með þann pungt..manni dettur nú ekki látleysi í hug þegar fæti er dýft inn fyrir kathólskar dyr..

6:38 PM  
Blogger Hanna Þórey said...

Mér finnst gott hjá honum að nota einfalda kistu. Ég hef alltaf verið pirruð yfir þessum fínum kistum sem fara í jörð og hverfa. Ég ætla að láta grafa mig í pappapoka, ekki það að ég sé búin detaila jarðaförina, en þetta er alla vega ákveðið

11:32 PM  
Blogger Ingvar Valgeirsson said...

Mig dauðlangar að bjóða Hönnu Þórey velkomna í röflið, hún er góð kona og vel ættuð.
Persónulega vil ég verða jarðaður í flightkeisi frá Extón og fá Skímó til að bera kistuna - ásamt róturum - ef ég hrekk upp af bráðlega... sem vel að merkja stendur ekki til, svo ég viti.

12:18 PM  
Blogger Hanna Þórey said...

Þakka þér ég er búin að fylgjast með blogginu þínu í svona mánuð og mér fannst lágmarks kurteisi að gefa mig fram. Þú er býsna orðheppinn maður, það máttu nú eiga!

11:15 AM  
Anonymous Anonymous said...

Ég vil láta grafa mig í mörgum litlum kistum víðsvegar um heiminn. Það er mjög ógeðslegt.

Pedro

1:23 PM  
Anonymous Anonymous said...

Ódírasta löglega kista á íslandi í dag kostar um 200.000 ísl. kr.
Ef maður vill láta brenna sig er kistan brennd með. Ef menn kjósa annann farkost til himna er það geng lögum og því verða viðkomandi að fara úr landi til slíkra athæfa.
P.S. Bannað er að dreifa ösku á Íslandi, samkvæmt lögum verður hún að vera grafin líka.

Kv, Brynhula

2:34 PM  
Blogger Ingvar Valgeirsson said...

Mikið svaka er þetta dýrt! Ég hef ekki efni á að drepast fyrr en á þarnæsta ári!

3:08 PM  
Blogger Bjarni R said...

Ég myndi svo sannarlega frekar vilja horfa á útför páfans í beinni en fótbolta þar sem einhverjir sveittir karlar hlaupa fram og aftur í óratíma eftir boltatuðru sem þeir koma sjaldnast á áfangastað. Enginn siðmenntaður karlmaður með sæmilega sjálfsvirðingu myndi sóa tíma sínum í slíkt. Það er bara verst að ég skyldi missa af útförinni en vonandi verður hún endursýnd! Tók annars einhver hana upp?

12:37 AM  

Post a Comment

<< Home