Wednesday, April 06, 2005

Reynir reynir og reynir

Jú,það er gaman að honum Reyni, fyrrum ritstjóra DV og nú ritstjóra Mannlífs. Hann smyglaði grammi af kókaíni gegnum tollinn og gaf sig svo fram við tollverði og taldi sig góðan. Hann er að skrifa, segir hann, bók um fíkniefnaheiminn á Íslandi (ætli það sé beint framhald af bók hans um Lindu Pé, systur Helga Pé?) og langaði til að upplifa tilfinninguna sem burðardýr fá við vinnu sína. Vonandi fær hann bráðum tilfinninguna að hafa fíkniefnamisferli á sakaskránni sinni og fá heví sekt fyrir athæfið. Persónulega finnst mér að það gefi manni ekkert leyfi til að fara á svig við lögin þó maður sé að skrifa bók. Annar hver maður á Íslandi hefur skrifað bók og það langoftast án þess að þurfa að fremja glæp á meðan. Mögulega hefur þetta átt að vera einhverskonar tsjíp auglýsing á bókinni, en þeir hjá tollinum voru ekki hrifnir. Eins og einn þeirra sagði, þá hefur rithöfundurinn ekki gert sér grein fyrir því kostnaðarsama og tímafreka ferli sem hann hefur hrundið af stað. Finnst mér líka fullkomlega ástæðulaust að láta okkur skattborgara borga það ferli, senda reikninginn á Reyni Traustason. Hvað finnst ykkur, mínir hundtryggu lesendur, báðir tveir?

4 Comments:

Blogger Olga Bj� said...

Mér fannst Reynir ganga þremur og langt þarna. Eins og þú segir, þá á fólk ekkert að komast upp með að prófa alla lögleysu bara af því að það er að skrifa bók eða blaðagrein. Það yrði þá nýjasta afsökunin hjá burðardýrunum í tollinum.
Honum var nær og Reynir þetta varla aftur. Gott á hann!

11:49 PM  
Blogger Ingvar Valgeirsson said...

Annars myndi ég alveg skilja það ef hann þyrfti á ólyfjan að halda, hann eyddi drjúgum tíma með Lindu Pjé við að skrifa bókina um hana. Slíkt getur gert mann endanlega spinnegal í hóveðet.

9:53 AM  
Blogger Olga Bj� said...

Þú meinar það...

Annars kynntist ég Lindu aðeins fyrir 15 árum síðan og hún er alveg ágæt og heil manneskja á bak við alla reynsluna. Hún reyndist mér vel, traust og trygg. Fólk rekur sig misjafnlega illa á í lífinu og enn verra þegar pínulítil og alþjóð smjattar á feilsporum þess.

Sá yðar er syndlaus er....

Kirkjuorgelið

1:04 PM  
Blogger Ingvar Valgeirsson said...

Ég hef hitt hana nokkrum sinnum og langar síður en svo að hitta hana aftur. Væru frekar til í að þamba rqafgeymasýru, edikblandaða. Það var reyndar meðan hún var í einhverri óreglu, en fyrr má nú aldeilis fyrrvera.
En eflaust er hún líka ágæt þegar sá gállinn er á henni, sjálfur hef ég heldur ekki alltaf verið stjemmtilegur í óreglunni, þó náungakærleikur og góðmennska séu mér ætíð ofarlega í huga. Haældi einhver öðru fram, þá drep ég hann!

11:48 AM  

Post a Comment

<< Home