Friday, April 01, 2005

Röfl

Mikið svakalega er ég orðinn langþreyttur á kerlingarvælinu í fréttamönnum Rúv. Þeir vilja ekki nýja fréttastjórann því pabbi hans er framsóknarmaður, segja að fréttastofan verði ekki hlutlaus ef pabbi fréttastjórans er flokksbundinn. Þeir segja að landsmenn verði að geta treyst fréttastofu Rúv. Hvernig get ég treyst fréttastofu, sem eyðir öllum fréttatímum í að reyna að troða skoðunum starfsmanna sinna, þ.e. að nýji fréttastjórinn sé óhæfur, sem hann er bersýnilega ekki, inn á hlustendur og áhorfendur? Það er sama hversu pólítískur fréttastjórinn er, hann myndi aldrei nokkurntíma leyfa eða fara fram á svona einsleitar fréttir og litaðar af skoðunum fréttamannanna sjálfra. Fjölmargir fréttamenn hafa hótað að segja af sér, sem er fínt, því þeir eru greinilega óhæfir með öllu. Vil svo benda á að pabbi minn er, eða allavega var, framsóknarmaður, sem gerir mig alls ekki að slíkum. Frekar myndi ég bora í hnéskelina á mér en kjósa þann flokk.

Hvað um það, keypti mér diskinn með Velvet Revolver. Hann er fínn.

Sá Saw um daginn. Hún er alltílæ, ekkert spes, gengur ekki alveg nógu vel upp.

Sá líka Target með Gene Hackman og Matt Dillon, spennumynd frá ´85. Alltílæ, fæst á einhvern 1000-kall í 2001 á dvd.

Vil svo að lokum benda á að Jesú er að árita Bibblíuna í Eymundson milli 3 og 5 í dag, strax eftir að Nælon tekur lagið í Gítarnum, Stórhöfða.
Til hamingju með ammælið í gær, Bibbi í Gos og Christopher Walken.

1 Comments:

Blogger Olga Bj� said...

Vá hvað ég er sammála þér með kerlingavælið á RUV. Manninum er ekki einu sinni gefinn séns á að sanna sig. Mér finnast ástæður og ásakanir sem þeir hafa uppi gegn honum engin nýlunda í sambandi við ráðningar víð hjá fyrirtækjum. Fær hann ekki 3ja mánaða uppsagnarfrest eins og aðrir starfsmenn á að sýna fram á hvað hann getur? Þeir minna mig á 3ja ára sandkassakrakkalakka. Iss....

Mæti í Eymundsson, engin spurning!

1:55 PM  

Post a Comment

<< Home