Thursday, April 21, 2005

Stuð og fjör

Nú er nýji páfinn búinn að vera alveg meira en sólarhring í embætti og sýnist mér á honum að hann eigi mögulega nokkra eftir áður en hann hverfur til vinnuveitanda síns. Þá er ég ekki að tala um afmælisbarn dagsins, Adolf nokkurn Hitler, sem er 117 vetra í dag og hefur aldrei verið hressari.

Hann á ammmæli í dag, hann á ammæli í dag, hann á ammæli hann Dolli, hann á ammæli í dag!

Páfinn var nebblega í Hitlersæskunni, sjálfum sér og núverandi vinnuveitanda til lítillar gleði.
Hvað um það, ég er með hugmyndir um hvað páfinn mætti gera áður en hann hrekkur upp af.

1. Gera eitthvað í því að prestum kaþólsku kirkjunnar sé bannað að giftast og dúndra kellingar. Það verður bara til þess að þeir sturlast í hausnum. Þá verður pikkupplínan hjá þeim á þessa leið; "Komdu litli altarisdrengur, þetta typpi er ekki að fara að sjúga sig sjálft!" og er það engum til góðs nema kannski Satan sjálfum. Páfinn mætti pæla í þessu, ef hann lifir kvöldið.

2. Getnaðarvarnir eru ekki alslæmar og hans heilagsleiki mætti alveg hugsa út í það. Mér vitanlega er smokkum hvergi hallmælt í Biblíunni og hef ég lesið helling í henni. Ég er ekki á þvi að menn fari á grillið fyrir notkun getnaðarvarna.

3. Útrýma Noregi og innfæddum.

Vík ég nú að öðru. I-podinn minn er æði og er fátt betra en að labba um götur borgarinnar með síns eigins sándtrakk í eyrunum á blasti. Gary Numan, Rush, Iron Maiden, Velvet Revolver, Vítissódi, Lenny Kravitz, Frank Sinatra, Steely Dan, Stranglers, Arcadia (muniði eftir þeim?), Duran og bara allt saman á blasti á hljóðhimnum manns. Fokkings brilljant!
Bið að heilsa eftir Inga T.

11 Comments:

Anonymous Anonymous said...

Snilld!!!
Nú þegar búið er að kjósa enn einn barnaníðinginn sem "heilagan" mann sem hafinn er yfir mannleg lög er um að gera að skjóta hann niður strax. Ekki að ahann eigi langt eftir.
Smacketysmack

6:42 PM  
Blogger Olga Bj� said...

Sammála með að gera eitthvað í skírlífismálum presta kaþóslku kirkjunnar. Manninum er eðlislægt að þurfa að sinna öllum sínum grundvallarþörfum og ef einhver þeirra er látin sitja á hakanum þá brýst það út í annarri hegðun. Ég skil ekki að þrátt fyrir að þeir hafi skrilljón dæmi um þetta þá breyta þeir ekki áherslunum. Mér finnst það spúkí og er skíthrædd um að á meðal sumra þessa hópa sé bara daglegt og eðlilegt brauð að láta þetta bitna á altarisdrengjum og öðrum börnum. Viðbjóður.

9:23 AM  
Blogger Ingvar Valgeirsson said...

Jú, að banna mönnum að dúndra er eins og að banna mönnum að anda eða borða, það er beisikklí stórhættulegt. Best væri að leyfa prestum að giftast, þá myndu þeir lifa skírlífi, hehe.

1:45 PM  
Anonymous Sigrún Eva said...

Jahh Ingvar minn þú hefur greinilega ekki upplifað Gott hjónaband;)..

3:58 PM  
Blogger Ingvar Valgeirsson said...

Vil benda á að það er nú ekki allt sem ég skrifa hér sem er meint í fullri alvöru.
Ingvar graði.

4:52 PM  
Anonymous Anonymous said...

Ingvar graði,
var í baði,
að borða súkkulaði.
þá gerðist gott,
að hann fékk....glott,
og kláraðist með hraði >:)

8:06 PM  
Anonymous Gústi Bé said...

Júúúúúúú!!!!!!!!!!!! vinur ég man sko vel eftir ARCADIA! Það var ca bout rétt rúmlega helmingur DURAN DURAN með hinn tæplega helmingur DURAN DURAN stofnaði hljomsveitina POWER STATION með Robert Palmer heitnum og Tony Tompson heitnum... nei bíddu hvað gerðu þessir Duran menn við þá félaga...????

11:25 AM  
Anonymous Hjörtur Bé said...

Hvorki Robert Palmer, né Tony Tompson voru dánir þegar Power station var stofnuð. Svo Sá ég Robertinn í bænum í gær, svo hann er við hesta heilsu

7:21 PM  
Anonymous Árni Palli og Bergþóra said...

ipod er drask nema fá sér Shure E3 eða betri með

4:56 PM  
Blogger Ingvar Valgeirsson said...

Ég stórefast um að nokkur hafi séð Robert Palmer í bænum nýverið. Hafi svo verið hefur hann allavega ekki verið hress. Ég sá hinsvegar Robert Plant í Höllinni á föstudagskvöldið, hann var stjemmtilegur. Leit samt út fyrir að hafa verið död í einhver ár.

10:35 AM  
Anonymous Hjörtur Bé said...

Minntist aldrei á að hafa séð Hr. Palmer í bænum. Það var hann Róbert Garðarson minnir mig. Hann er alveg þrælsprækur og spakur

7:23 PM  

Post a Comment

<< Home