Thursday, April 28, 2005

Styrkir

Var að lesa frétt þess efnis að hinir og þessir íslenskir músíkantar hefðu verið að fá pening frá okkur skattborgurum, svokallaða styrki, á dögunum. Nú er ég, eins og þeir sem þekkja mig vita, ekki mjög hlynntur (er þetta orð ekki rétt skrifað) svoleiðis löguðu, en skil samt hvað vakir fyrir mönnum í sumum tilfellum. Til dæmis fékk Smekkleysa einhverja hundraðþúsundkalla til að senda einhverjar hljómsveitir - m.a. Jagúar með vinnufélaga minn Fúsa Óttars innanborðs - til útlanda og er það ætlað sem landkynning. Svoleiðis lagað má mögulega réttlæta þó svo ég sjái margt meira aðkallandi í samfélaginu.

En hvað meina menn með milljón króna styrk til Siglufjarðar vegna víóluhátíðar!?!?! Er þetta skítapleis ekki búið að fá nóg með vel á sjöunda milljarð vegna jarðgangna, sem gera ekkert gagn nema þá helst að gera flóttann suður auðveldari? Ekki nóg með að það sé verið að styrkja bæjarfélag sem enginn hefur áhuga á að búa í, heldur er það vegna hátíðar tileinkuðu einhverju hljóðfæri sem enginn hefur áhuga á að spila á - eða hlusta á! Aaaarrrgh!

Ég væri eflaust mjög pirraður ef ég væri ekki búinn að kaupa mér miða á Velvet Revolver á A-svæði.

Hvenær verður byrjað að selja miða á Djúran?

2 Comments:

Blogger DonPedro said...

Er með miða á Svæði C á víóluhátíðinni til sölu. Ælupoki fylgir miðanum.

12:43 PM  
Anonymous Anonymous said...

Er hann úr einkasafninu?

Sigurjón

7:57 PM  

Post a Comment

<< Home