Monday, April 25, 2005

WEE-HAH!!!

Stebbi Stuð, minn hundtryggi samstarfsmaður í búð Tóna og af og til meðspilari, og kerlingin hans, hún María rafvirkisnemi, voru að eignast stelpukind fyrir stundu.
Óska ég þeim til hamingju með vídeókameruna sem þau eignuðust í gær - og barnið, náttúrulega.

5 Comments:

Blogger Olga Bj� said...

Frábært! Færðu þeim bestu kveðjur frá mér.

Þú skírðir litla Svepp Stefán Örn. Verður þetta þá Inger (nútíðin af Ingvar)? ;)

9:34 AM  
Anonymous Anonymous said...

Gott hjá Stebba að fá einhvern til að taka upp fæðinguna á nýja vidovél svo hann gæti verið á barnum á meðan. En hins vegar óska ég þeim, þessu myndarpari, til hafmeyju með telpuna, hana Ingvörðu, tilvonandi harmonikkusnilling. Shit maður, nú er Stebbi í stuði, blessaður pilturinn.
Arnmundur óhressi.

10:16 AM  
Anonymous Anonymous said...

Hún verður að sjálfsögðu skírð Brynhildur Stefánsdóttir þar sem ég fæ þar alnöfnu....ég bjó nú ekki í Manchester með Stebba stuð fyrir ekki neitt.
Svo verðu barnið mitt sem mun fæðast í októberbyrjun skírt annað hvort Stefán eða Stefanía svo þetta er einungis sanngjarnt.
Munið svo að það er aldrei til nóg af fólki sem byrjar á Stef eða Bryn.

Með stuðkveðju Brynhildur Stefánsdóttir.

1:34 PM  
Blogger Ingvar Valgeirsson said...

Brynsvelgur, snáðinn þinn mun heita Ingvar Sveinn Brynhildarson og ekki orð um það meir!
Bjóst þú ekki í Manchester með Stebba fyrir ekki neitt? Ég bjó ekki í Manchester með Stebba bara yfirhöfuð!!!
Vil einnig leiðrétta að þetta var ekki vídeókamera, heldur diggítal myndavél. Sá myndir af stelpunni, hún er svo pínulítil að hún telst varla með... svona eins og ég, kannski...

4:48 PM  
Anonymous Haukurinn said...

Stelpan verður ekki skírð Inger né neinu öðru nafni. Henni verður væntanlega gefið eitthvert nafn, og svo verður hún vonandi skírð. Tveir aðskildir hlutir sem þó eru gjarnan gerðir við sömu athöfnina þó svo það sé langt frá því að vera alltaf.
(Bara svona af því að hér er svo oft rætt um rétta og ranga notkun á tungumálinu)
En að sjálfsögðu óska ég Stefáni og frú til lukku með bæði stafrænu myndavélina og hliðrænu dótturina.
Ójá, Haukurinn

6:11 PM  

Post a Comment

<< Home