Friday, May 06, 2005

Aaaarrrgh!

Agalegt er þetta. Fyrir nokkrum dögum átti ég heddling af pjéningum, alveg flæddi upp úr öllum vösum og debetkortið breytti um lit og lögum sökum feitrar innistæðu. Svo núna er þetta allt að klárast! Leiga, símreikningar, hljóðfæri (jú, það kannski útskýrir þetta), matur, bleijur, barnapössun, bjór, bensín, gallabuxur, dvd-myndir...
Mikið svakalega er dýrt að lifa - mesta furða hvað það er samt alltaf vinsælt!

2 Comments:

Blogger Gauti said...

já . . magnað að ég skuli meika þetta allt á námslánum . . og á afgang . . komdu bara út til mín Gvari minn :) , DK er draumur.

7:15 PM  
Blogger Ingvar Valgeirsson said...

Það er spurninig um að fá Pálma frænda til að setja á laggirnar Kaupmannahafnarútibú Tónabúðar.
Annars kom ég einu sinni í hljóðfærabúð í Köben, þar var kallinn að loka hálftíma of snemma sökum ölvunar og þykkur reykjarmökkur lá yfir búðinni. Svo kostaði allt fullmikið fyrir minn smekk. Köben er samt æði og mikið svaka væri ég til í að hanga þar í svona mánuð.

11:12 AM  

Post a Comment

<< Home