Tuesday, May 03, 2005

Bíó

Búinn að sjá helling af myndum upp á síðkastið. Sá After the sunset með Pierce Brosnan, eftir leikstjóra Red Dragon og Rush Hour - skrýtið, maður veit sumsé ekkert hvernig mynd það er. Hún er hálfslöpp gamanmynd sem hefði getað orðið frábær spennumynd.
Sá Blade Trinity - hún er skemmtileg eins og hinar Blade-myndirnar.
Sá National Tresure með Nicholas Cage - þvílíkt andsk... rippoff!!! Sagan er að parti til svo gersamlega stolin frá Da Vinci Code og sérstaklega Angels and Demons að einhver ætti að fara í fangelsi! NT er samt ekki ónýt, ágætis barnamynd og svo er Sean Bean alltaf frábær vondikall.
Nú, svo sá ég Magnum Force í fyrrakvöld á Skjá Sveins, hún er fín. Var að fatta að ein af vondu löggunum er leikin af Starsky úr þáttunum góðu, Starsky og Hutch, skemmtilegt það. Tónlistin í Magnum er líka snilld eftir Lalo Schiffrin, sem samdi músíkina í Eagle has landed, Where Eagles Dare, Mission Impossible - og After the Sunset, sem minnst er á hér fremst í pistlinum.
Hlakka svo mikið til að sjá Cooler og Stephen King-myndina Rose Red, sem ég fjárfesti í nýverið - jú, lífið er yndislegt.

4 Comments:

Anonymous Anonymous said...

Rose Red klikkar ekki, var einmitt að kaupa mynd sem á að gerast á undan Rose Red. Heitir The Diary of Ellen Rimbauer. Þórey pulsukona

7:08 PM  
Anonymous Anonymous said...

Hæ hó sóðastrákur.
Bara að seija þér að bloggið þitt er reyndar soltið fyndið...

Sjáums í vinnuni okkar
halli

12:14 AM  
Blogger Ingvar Valgeirsson said...

Jú, ég sá þetta prequel í búðinni (2001) og huxaði með mér að ef það væri búið að gera prequel hlyti fyrri myndin að falla einhverjum vel í geð. Þar sem ég er einhver fjárfesti ég í orgínalnum. Ég snjall.

10:18 AM  
Anonymous Kjartan Magg said...

Þó svo að frímúrarapakkinn sé sá sami í nassjónal tresjúr og davinsí þá er það nú svona c.a. upptalið, og hverjum er ekki sama um frímúrara? Mér fannst sumsjé nassjónalinn fín mynd og sérstaklega ef maður þekkir aðeins til Bandarískrar sögu, en það er einmitt gaman að geta þess að þessi ágæta bíómynd hefur gert meira til að glæða áhuga amerískra ungmenna á sögu heldur en allar tilraunir formlegar sem óformlegar hingað til.

12:03 AM  

Post a Comment

<< Home