Thursday, May 19, 2005

Hans

Hans, vinur minn, býr í Kína. Hann getur þar af leiðandi ekki lesið bloggið mitt, vegna þess að svona þrælkapítalískar síður eru utan kíverska Linux-kerfisins ríkisrekna.
Manni finnst nóg um að hann sé umkringdur kommúnistaskröttum, gulum að lit, þar flesta daga, en steininn tók nú úr nýverið. Sá ég ekki Hans ásamt Ólafi Ragnari - skellihlæjandi - á sjónvarpsskjánum. Það er greinilega ekki nóg af kommum í Kína svo þeir flytja inn forseta vorn ásamt milljón manna föruneyti.

Hans - skammastu þín!

Annars horfði ég á Alone in the Dark í gær, hrollvekju með Christian Slater í analhlutverki. Hún sýgur úldinn þorsk!

Djetraun - her er leikarinn?

Hann fékk Óskar fyrir að leika löggu.

Hann lék í Bond-mynd.

Hann hefur leikið í myndum með Brad Pitt, Catherine Zeta Jones, James Caan, Jack Nicholson, Christopher Walken, Dennis Quaid, Johnny Depp, Tommy Lee Jones, Kevin Spacey, Dennis Hopper, David Bowie og fleirum.

Hver er kallinn?

5 Comments:

Anonymous Draugur said...

Benicio Del Toro.

11:06 PM  
Blogger Bjarni R said...

Ég skýt á Sean Connery! (Vonandi bana ég samt ekki manninum!)

11:36 PM  
Blogger Bjarni R said...

Ég tek orð mín aftur. Connery fékk óskarinn fyrir að leika löggu en hann hefur ekki leikið í kvikmyndum með öllum þessum tilgreindu einstaklingum. Benicio Del Toro kemur hins vegar vel til greina þó svo að ég nenni ekki að fá það staðfest sem stendur.

11:45 PM  
Blogger Ingvar Valgeirsson said...

Draugurinn vann. Fær engin verðlaun því hann kvittaði ekki með nafni.
Benicio del Toro var kaddlinn sem spurt var um.

1:23 AM  
Anonymous Draugur said...

Draugsi er spéhræddur.

3:36 PM  

Post a Comment

<< Home