Thursday, May 05, 2005

Ingvar er Erlendur í Mýrinni

Enn og aftur brá mér þegar ég las um skyndilegan bíóferil minn í DV, sá að ég átti að leika Erlend í bíómyndaversjóninni af Mýrinni eftir Arnald Indriðason. Svo við nánari lesningu sá ég að það var nafni minn Sigurðsson sem var verið að tala um. Það er svosem ekkert skrýtið því hann er örugglega miklu betri leikari en ég, þó svo ég hafi farið á kostum í hlutverki Runólfs minningasjúklings í Ómunatíð eftir Þórarin Eldjárn þegar ég var í leikklúbbnum Stælt og stolið í VMA 1988. Þá leikstýrði Skúli Gautason og fannst mér hann - og finnst enn - alveg frábær.
Hvað um það, ég las Mýrina fyrir ekki svo löngu síðan og fannst bókin fullkomlega frábær. Því fyllist ég smá kvíða fyrst það er verið að kvikmynda hana, því oft er bókin betri eins og málshátturinn segir. Svo finnst mér nafni minn Sigurðs, þrátt fyrir að vera óneitanlega einn albesti leikari landsins fyrr og síðar, fullungur fyrir rulluna. Læðist að manni sá grunur að þeir vilji hann til framtíðar, ætli jafnvel að gera seríu - Erlendur, James Bond Íslands.
Sjálfur sá ég fyrir mér Theódór Júlíusson, sem einmitt lék pabba Ingvars í Englum alheimsins. Hvað finnst þér?
Best að fara heim og klára Grafarþögn...

5 Comments:

Blogger heida said...

Ég sé fyrir mér einhvern sirka fimmtíuogfimm ára mjög týpískan íslenskan kall, hár grátt og/eða að þynnast, og feitt og með flösu, í hann verður að vera í hnepptri lopapeysu. EKKERT töffaralegan og soldið í holdum. Passar allavega ekkert af þessu við Ingvar.

10:07 PM  
Anonymous Bergþrá said...

Jú jú, sumt af þessu passar við Ingvar, þeas Valgeirsson.

11:58 PM  
Blogger DonPedro said...

Hjalti Rögnvalds var kominn í fyrsta sætið hjá mér. Nafni þinn er stórmerkilegur leikari, og nær kannski þannig að taka þetta, en hann er aðeins of ungur og sætur...

12:04 AM  
Anonymous Anonymous said...

Hjalti var í 1. sæti hjá mörgum en mér finnst, eins og þér, kæra bróðurómynd, Theodór mjög flottur leikari. Hann hefði skilað þessu með þunglyndum glans. Nafni þinn er sosum líka ágætur leikari, eins og þú og Theódór. Þar sem þú ert þekktur fyrir þitt geislandi nammibros þá komst þú víst ekki til greina þó fyrri hálfleikur sé senn á enda og seinni hálfleikur þar af leiðandi í nánd með rokki og róli í hverfi hins breiða holts og hæða.
AV

4:36 PM  
Blogger Ingvar Valgeirsson said...

Vil taka fram að ég er ekki 58 ára og síður en svo með feitt hár eða þunnt, þó greina megi grátt á milli, sem gefur mér þennan virðulega blæ. Síður en svo er ég í hnepptri lopapeysu.
Ég vona þó að nafni minn skili þessu vel, það má alltaf gera hann ellilegr með aðstoð meiköpps og grás hárlits. Svo er ljótt að telja það fólki til vansa að það sé fallegt eins og nafni minn... og ég.
Mér finnst samt að Teddi hefði átt að fá rulluna. Nafni hefði hinsvegar mátt fá hlutverk Sílasar í Da Vinci-lyklinum.

10:44 AM  

Post a Comment

<< Home