Tuesday, May 10, 2005

Óli Grís

Ólafur Ragnar, forseti klakans, er í Kína. Gott væri ef hann yrði þar kyrr hjá hinum kommunum.
Hann var að opna Oasis-verslun. Oasis er í eigu Baugs.

Eins og Ólafur.

Andriki.is benti nýverið á skemmtilegan hlut. Í forsetakosningabaráttunni ´96 tók Ólafur, sem og hans fylgismenn, skýrt og greinilega fram að Grísinn hefði aldrei veirð ritstjóri Þjóðviljans heitins. Hann þvertók fyrir það að hafa verið ritstjóri, sagðist hafa verið blaðamaður og unnið náið með ritstjórninni, en hefði ekki verið ritstjóri. Væntanlega hefur þetta verið gert til að reyna að gera lítið úr kommanum í honum.
Svo nú um daginn opnar heimasíðan hans, forseti.is. Þar er til dæmis litið yfir aldur og fyrri störf og viti menn - ´83-´85 - ritstjóri Þjóðviljans!

Þetta kemur svo sem engum á óvart sem man eftir umræðunni um trú forsetans, þegar hann var trúlaus einn daginn og voða trúaður þann næsta, þegar til stóð að hann yrði forseti og þar með æðsti yfirmaður kirkjunnar.

Þar með er þetta komið frá mér og hananú!

1 Comments:

Anonymous Anonymous said...

ég er alllveg til í að bítta. Sjáfstæðisdúkku á Bessastaði og Kommatitti í ríkisstjórn.Elvar

6:39 PM  

Post a Comment

<< Home