Friday, May 06, 2005

Mikið leikið á Bar Satans

Maður er allherfilega bissí í spileríi þessa vikuna. Var að spila á þriðjudags og miðvikudagskvöld, í gær, í kvöld verð ég einnig sem og tvö næstu kvöld - mögulega þrjú. Sumsé vika nonstop. Ýmist einn og sér eða í smærri hópum eins og sagði hér einu sinni.
Var að leika með Aggli Rabbs og Binna bassa (sem ég hafði aldrei heyrt í og kom skemmtilega á óvart) á miðvikudagskvöldið og það var voða gaman. Byrjuðum um eittleytið á efri hæð Djöflíner, byrjuðum á hinum sívinsæla Steve Möller-slagara "The Joker". Þá komu Bergur Geirs, Villi Goði og Þorgils Björgvins askvaðandi og ætluðu að fá að taka eitt lag. Þeir spiluðu í vel rúman klukkutíma.
Þá var pása.
Svo byrjuðum við aftur, hljómsveitin mín. Spiluðum "The Joker". Sumsé, þegar tveir tímar voru liðnir frá því að við byrjuðum höfðum við spilað eitt lag - tvisvar!
Hinsvegar var þrumustuð og stemning og allir kátir. Við verðum jú aftur um helgina, sama stað, sama fólk, ný lög en sömu sóló! Mætið þangað eða verið ferhyrningar.

5 Comments:

Blogger Olga Bj� said...

Vildi óska þess að skemmtilegt fólk myndi þyrpast svona til mín í vinnuna og heimta að vinna fyrir mig......jafnvel lesa fyrir mig undir próf. ;)

11:16 AM  
Anonymous Anonymous said...

Jeremías hvað ég skemmti mér vel og er alltaf jafn hissa að þú látir ekki henda mér út fyrir staaaanslausar óskir um óskalög! :P
-eve-

3:01 PM  
Blogger Ingvar Valgeirsson said...

Nei, óskalög þín eru góð áminning um hvað tónlistarsmekkur þinn, sem og annara kvenna almennt er HRÆÐILEGUR!!!
Sl. miðvikudag voru tveir karlkyns einstaklingar sem báðu um óskalög, en þeir vildur heyra Velvet Revolver og Deep Purple. Hinsvegar voru um 12,000 konur sem báðu um Justin Timberlake (bara í Vatnaskógi), Black Eyed Peas, Bubba Morthens Donnu fokking Summer og annan viðbjóð!
Konur kannski kunna betur að ganga með börn, en tónlistarsmekk hafa þær ekki. ENGIN YKKAR!!! AAAAARRRRRGGGGGH!

4:02 PM  
Anonymous Anonymous said...

Kjaftæði! Segir frekar eitthvað um takmarkaða spilagetu þína! Er þetta ekki bara sama bullið í þér og það að stelpur geta ekki spilað á gítar? ;)
Vertu nú búinn að læra Hey með Pixies fyrir kvöldið og þá hætti ég að suða :D
-eve

4:20 PM  
Blogger Ingvar Valgeirsson said...

Stelpur geta ekki spilað á gítar, það er vísindalega sannað. Þær sem geta það að einhverju leiti eru yfirleitt lesbíur (Melissa Etheridge), eitthvað alvarlega geðveikar (Jennifer Batten) eða rauðhærðar (Bonnie Raitt).
Ég er hinsvegar fullkomlega frábær eins og lýðnum á að vera ljóst.
Mikið gleðst ég samt að þú nefnir hér Pixies en ekki Justin Timberlake eins og þið starfsstúlkurnar á Bar Satans eruð vanar að biðja um.

5:08 PM  

Post a Comment

<< Home