Tuesday, May 10, 2005

Réttdræpt fólk

Við Egill vorum að ræða nýverið um menn sem hefðu betur haldið kjafti á sínum tíma. Komu þar upp allnokkrar hugmyndir sem gaman væri að kippa í liðinn og leiðrétta ef maður ætti tímavél.

Dæmi um þetta eru til dæmis maðurinn sem sagði við Phil Collins: "Hva, er söngvarinn hættur í Genesis? Syngur þú þá ekki bara?"

Maðurinn sem sagði við George Lucas: "Nei, ekki henda Ewokunum út úr handritinu, þeir eru frábærir!"

Sami maður seinna við Lucas: "Þessi samkynhneygða, útúrskakka, síröflandi rastafarasnareðla er fín, maður! Köllum hana Jar Jar Binks!"

Maðurinn sem sagði við Stevie Wonder: "Þú ættir að prófa að nota meira trommuheila og prógrammeringar!"

Maðurinn sem sagði við John Lennon: "John, má ég kynna, Yoko Ono!"

Maðurinn sem sagði við John Belushi: "Þú ættir endilega að prófa þetta kókaín!"

Maðurinn sem sagði við Tom Selleck: "Nei, ekki taka að þér þetta Indiana Jones-hlutverk. Magnum P.I. er málið!"

Maðurinn sem sagði við Mama Cass: "Hey fáðu þér samloku!"

Reyndar sagði Egill að ef Karen Carpender hefði étið samlokuna sem Mama Cass kafnaði á væru þær jafnvel báðar á lífi í dag...

Og að lokum... maðurinn sem sagði við Geir Ólafs: "Hey, þú syngur bara býsna vel og ert rosalega skemmtilegur, þú ættir að gera eitthvað úr þessu!"

4 Comments:

Blogger Jimy Maack said...

Þú gleymdir að minnast á minn kæri, mannin sem sagði Leoncie að hún væri hæfileikarík og allir aðrir væru afbrýðissamir, manninn sem sagði "hamplyf leiða til sterkari efna", manninn sem sagði "Þórhallur er miðill í alvörunni en ekki bara Deuchbag sem lýgur að fólki og nýtir sér viðkvæmni þess" og gaurinn sem sagði "Davíð, þú ættir að hætta þessum ritstörfum og fara í pólitík" já og manninn sem sagði "Ingibjörg Sólrún er frábær því hún er kona" (ekki meint sem skot á konur, heldur jákvæða mismunun)

12:40 AM  
Blogger DonPedro said...

Af hverju látum við ekki bara Steinunni Valdísi vera borgarstjóra?

Reynum að fá Jimi út á djammið með okkur í kvöld...

Jæja, nú fær kona í fyrsta sinn að fljúga þessarri geimskutlu...

Af hverju fúm við ekki bara Sirrý til að vera með sjónvarpsþátt?

11:13 AM  
Blogger Ingvar Valgeirsson said...

Einar (Slim Jimi) minn, það hefur örugglega enginn sagt Leoncie að hún sé hæfileikarík. Hinsvegar veit ég að 2-3 kvikindi hafa sagt Geir Ó. það, það var illa gert af þeim.

11:40 AM  
Blogger Jimy Maack said...

jú víst. maðurinn hennar. hann er lygari.

og svo líka skræfur.
og gaurar sem vildu ríða henni áttatíu og eitthvað..

2:25 PM  

Post a Comment

<< Home